Sauð á Patrol


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 19.des 2015, 23:14

Sælir félagar verslaði mér Patrol á 44" Dic Cepeck fyrir sunnan 2,8 6 cyl Y-61. Þegar komið var að Bifröst á leiðinni norður sauð á honum. Strax stoppað og sótt vatn og frostlögur ekki kalt vatn. Bætt á og ekið í Staðarskála sett aðeins meira vatn eða 2 lít og svo áfram á Blönduós þá set 1 líter og svo á Sigló og þá vantaði ekkert. Enginn hiti á leiðinni. Þegar heim var kommið fór ég að skoða vélina engin blástur upp í vatnsgang og ekki vatn í olíu og púst eðlilegt og ég hef ekki orðið var við neinn leka sem ég get greint. Spurnig er hvort ekki sé bara best að aka áfram eins og ekkert hafi í skorist. Eða á maúr að fara að rífa þetta og gera og græja. Það er orginal vatnskassinn sýnist mér í honum og 5:42 hlutföll. Bíllinn vinnur vel og er með um 15 á langkeyrslu.Upp á stungur vel þvegnar. jóla kveðja Guðni á sigló




birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá birgiring » 19.des 2015, 23:26

Ég myndi ekki fara að rífa án þess að vita meira. Þú gætir til dæmis sett bílinn á þurrt gólf og sett þrýsting á kælikerfið og látið hann standa á og sjá hvort þrýstingurinn fellur. Ef hann fellur þá lekur einhversstaðar og það gæti hjálpað til að finna ef bíllinn stendur á þurru gólfi. Það getur sést illa t.d. ef vatnsdælan lekur. Það þarf að vanda sig svolítið við að fylla á þessa bíla, svo ekki sé loft á kerfinu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Sauð á Patrol

Postfrá ellisnorra » 20.des 2015, 00:20

Guðni það er hægt að snúa svo skemmtilega mikið út úr þessari þriggja orða fyrirsögn hjá þér að það er alveg stórskemmtilegt að velta því fyrir sér :)

En varðandi bílinn, hvernig er að þrýstiprófa þetta kerfi? Hafa hann skítkaldann inn á gólfi og dæla lofti inn á kerfið, best er örugglega að nota lofttæmitappann við hvalbakinn, setja nokkur psi þar inn og sjá hvort einhverstaðar lekur út. Næst er hægt að hafa hann heitan, ef ástæða þykir til. Ekki veit ég hvað þorandi er að setja mikinn þrýsting á þetta, vatnskassalokið á nú að skjóta af við einhver ákveðin psi. Gott væri líka að fjárfesta í nýju vatnskassaloki.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Sauð á Patrol

Postfrá svarti sambo » 20.des 2015, 01:36

Sæll Guðni og til lukku með bílinn ( vonandi ).
Já, Elli. Það hefði verið hægt að skylja þetta sem t.d. reyktan sauð á patrol fyrir jólasteikina. :-)
Það á að standa á vatnskassatappanum, við hvaða þrýsting hann opnar, en yfirleitt er þetta í kringum 0,75-0,9 bar minnir mig.
Fer það á þrjóskunni


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Sauð á Patrol

Postfrá biturk » 20.des 2015, 02:29

Sumir eru með 1.1 bar
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 20.des 2015, 09:42

Sælir félaga ha ha já það hefur lengi verið draumur minn að steikja afturöxul á Patrol turbogrein vafðan inn í álpappír og nota afgashitamælinn sem hitamælir.En ég er að aka honum hér innan bæjar og er að sjá til hvort vélin missi vatn. Nú ef svo er þá bara að kippa ofan af vélinni og skoða mmálin.En ég verð með skýrslugjöf yfir jólin og kanski eina uppskrift eða tvær af legukökum og einhverju spennandi.Stóri kosturinn við þenna Patrol eða þetta boddý er að ég kemst auðveldlega upp í hann þó hann sé á 44" og er það æðislegt og verður til þess að ég á eftir að eiga hann lengur en tvær vikur.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 20.des 2015, 18:09

Sælir félagar ég er með skráningar númerið ZG-421 Patrol 1998 disel ekinn 276.000km á 44" dekkum og ég er að reyna finna manninn sem breitti þessum bíl þvi það er vel gert. Þeir tveir sem áttu hann á undan mér vita ekkert um bílin. Td, eins og hvort hann sé með tölvukubb eða hvaða hlutföll eru í honum og um tímareyma stöðu hvenær skipt var síðast um tímareym hedd eða kúpplingu þetta er hvergi skráð í þeim plöggum sem eru í bílnum í dag og vont að vita ekki söguna.Þekkir einhver þennan bíl hér í Patrolbælinu. kveðja guðni á sigló
Viðhengi
20151209111151_0.jpg
20151209111151_0.jpg (64.71 KiB) Viewed 4097 times


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá birgiring » 20.des 2015, 18:13

Af hverju að kippa ofan af vélinni ef það er vatnsdælan eða eitthvað annað sem lekur ?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 20.des 2015, 18:27

Birgir ég ætla bara að láta þetta vera um sinn og sjá til.Fæ ekki fullan hita á miðstöðina eða hann kemur og fer eftir geðþótta. Búinn að rúnkast á efri hosunni og er kominn með sinaskeiðabólgu eins og 15 ára unglingur í rúnk stuði

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sauð á Patrol

Postfrá hobo » 20.des 2015, 18:29

Ef þessi var skráður í Bolungarvík af fyrsta eða öðrum eigenda kannast ég við hann. Hann var þá 38" breyttur og í eigu Skeljungs furstans þar í bæ. Rétt fyrir aldamót ca.
Miklar líkur að Breytir hafi breytt honum þá.

Einnig líkur á því að þetta sé bíllinn sem Svopni átti.(var einu sinni hér á spjallinu)


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá birgiring » 20.des 2015, 19:06

Þetta með miðstöðina hljómar ekki vel.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá Tjakkur » 20.des 2015, 19:17

Þú ættir að byrja á nýju vatnskassaloki. Ef gormurinn er farinn að slappast eru líkur á að hann blæði út vatni undir álagi, þó svo ekki fari að sjóða fyrr en vatnið er farið að minnka.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 20.des 2015, 22:41

Sæll karl geri það og takk vinur


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Sauð á Patrol

Postfrá biturk » 20.des 2015, 23:07

Getur verið að miðstöðvarelementið sé stíflað eða kraninn sé ónýtur, skoðaðu það
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 21.des 2015, 00:42

Jamm nóg að skoða en ætli sé ekki best að skipta fyrst um vatnslás og svo að fara í stærri vatnskassa og hvar er best að fá þá og hvernig vatnskassa þá?SJá svo hvort það hafi áhrif


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá grimur » 21.des 2015, 01:47

Bróðir minn steikti hedd af nýupptekinni svona vél þegar smá slöngu kvikindi aftanvið olíuverk meig af honum vatninu. Smá gat en alveg nóg til að hann tapaði af sér á leiðinni uppúr Hvalfjarðargöngum á leiðinni norður. Þannig lagað getur lekið og ekki lekið eftir þrýstingi eða bara tilviljanakennt. Það má varla sjóða á þessum vélum einusinni, mikil slembilukka ef það sleppur án hedd vesens.

Til lukku með þennan bíl þrátt fyrir allt, vonandi blessast þetta án stór tjóns.

Kv
G


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 21.des 2015, 17:00

Sæll Grímur þá fer þetta bara ég á tvær vélar tilbúnar önnur 97 og hin 94. En mikið er ég óánægður með þessar Autoloc driflokkur smellur og skellur í þessu.Á AVM lokur í Patrol en fara þær ekki sömuleið?. Spurning með Ægislokur eða er eitthvað annað til á skikkanlegu verði. Eitthvað frá Nissan úr bílum með sídrifi og þá loku lausir??Jæja en þetta verður fyrir rest góður upplýsinga þráður um Patrol he he


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Sauð á Patrol

Postfrá Izan » 21.des 2015, 18:36

Sæll

Ertu með þær í auto?

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 21.des 2015, 18:50

Sælir félagar þar sem ég er bara stuttskólagenginn og alltaf verið að henda mér út úr tíma þá væri gott að fá þetta skilgreint og þýtt og brætt.
When the motor is cold - get a paper clip and put it under the expansion tanks radiator caps return valve - the thing in the centre of the bottom of the cap on the underside that looks like a space ship (wrap the clip in a circle around the valve so it can not be dislodged)

Make sure that the cap can close on the bottle without interference and put it back on. When the motor is cold, with the clip in, start the motor, turn the heater knob in the cabin to hot and race the motor to 2000rpm a couple of times then turn the motor off again - this will allow the air to escape from the system through the overflow bottle.

Fill up the expansion tank to the top and repeat the procedure untill there is no more air in the expansion tank - again, do not let the motor get warm as the coolant will then expand.

Once there is no more air in the expansion tank, take out the clip and put the cap back on. What should now happen is that when you go for a drive, the coolant will expand into the overflow tank and will create a vacuum in the overflow line sealing the system (this vacuum is lost when you open the radiator cap so if you open the cap when the coolant is hot, you will draw in air from the overflow bottle line when the coolant contracts).

When you turn off the motor and the coolant contracts, there should not be any air left in the system so the coolant will be able to suck back in the coolant from the overflow tank. If there is still pressure in the radiator hoses when cold, you still have air in the system.

You may need to do this over a couple of days but the air will be eventually bled out of the system.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 21.des 2015, 18:50

Sæll Jón er með þær á hardlock


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 22.des 2015, 17:48

Jæja er búnni að brasa og bralla í Patrol í dag. Lét hann ganga lausagang fyrir utan verkstæðið hjá mér og lá hann á hliðinni utan í skaflinum sem er fyrir utan verkstæðið hjá mér. Allt í einu fór miðstöðvar helvítið að blása því líkum hita að það hálfa væri ekki eins heitt og í helvíti. Fór í að herða yfir felgubolta að framan og fann þá að eitthvað mikið var að þar. Felguboltarnir einir fjórir voru lafandi lausir í nafinu og gekk erfiðlega að ná hjólinu undan því allt snérist í gegn. Nafið rifið af og bremsudiskurinn og duttu þá boltarnir fjórir á gólfið og sá fimmti datt úr þegar ég ýtti á hann með puttanum..Sverleikinn á boltunum sem voru í er 14 mm um rillubrjóstið en gatið fyrir boltana er orðið 15mm. Er hægt að fá bolta sem eru sverari eða um 16 mm yfir rillubrjóstið og fyrir patrol.??Ég bara spyr og þá hvar.


joias
Innlegg: 633
Skráður: 15.feb 2010, 21:15
Fullt nafn: Jóhann Lúðvíksson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá joias » 22.des 2015, 18:04

Fáðu þér bara Evans og öll hitavandamál hverfa eins og skot ;)

https://www.youtube.com/watch?v=CoqxFhNboM4
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sauð á Patrol

Postfrá jongud » 23.des 2015, 08:09

sukkaturbo wrote:Jæja er búnni að brasa og bralla í Patrol í dag. Lét hann ganga lausagang fyrir utan verkstæðið hjá mér og lá hann á hliðinni utan í skaflinum sem er fyrir utan verkstæðið hjá mér. Allt í einu fór miðstöðvar helvítið að blása því líkum hita að það hálfa væri ekki eins heitt og í helvíti. Fór í að herða yfir felgubolta að framan og fann þá að eitthvað mikið var að þar. Felguboltarnir einir fjórir voru lafandi lausir í nafinu og gekk erfiðlega að ná hjólinu undan því allt snérist í gegn. Nafið rifið af og bremsudiskurinn og duttu þá boltarnir fjórir á gólfið og sá fimmti datt úr þegar ég ýtti á hann með puttanum..Sverleikinn á boltunum sem voru í er 14 mm um rillubrjóstið en gatið fyrir boltana er orðið 15mm. Er hægt að fá bolta sem eru sverari eða um 16 mm yfir rillubrjóstið og fyrir patrol.??Ég bara spyr og þá hvar.


Hérna eru tveir þræðir um þeta vandamál;
http://www.f4x4.is/spjallbord/umraeda/sverari-felguboltar/
http://www.f4x4.is/spjallbord/umraeda/felguboltar-i-patrol/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sauð á Patrol

Postfrá sukkaturbo » 23.des 2015, 16:38

SÆll Jón og takk fyrir þetta.Merkilegt þegar maður les svona viðgerða þræði að alltaf skal vera einhver rígur þar í gangi Toyota Patrol Datsun Amerískur ford cummings og svo Landrover og hvað þetta dót nú heitir allt saman.Svo fer maður og les þræði um viðkomandi ökutæki svo sem 80 Cruser klúbbur hilux klúbbur patrol klúbbur og landrover klúbbum ram klúbbur og ford klúbbur og þá eru allir í viðgerðum og allt bilað og menn að leita sér upplýsinga um hvernig eigi að gera við hitt og þetta. Mér finnst að allar þessar tegundir séu meira og minna að bila og yfirleitt sömu hlutirnir. Þannig að engin tegund er betri en önnur finnst mér vera niðurstaðan þegar maður röltir á milli hópa og les um hin og þessi vandamál


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Sauð á Patrol

Postfrá cameldýr » 23.des 2015, 17:06

Ég myndi nú bara sjóða í útásuðu götin og setja nýja bollta, þar með væri þetta til friðs.

Svo er það náttúrulega ekki spurning - Patrol er betri en crúser.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Sauð á Patrol

Postfrá Járni » 24.des 2015, 07:32

Guðni, þetta með felguboltana gæti stafað af felgum sem passa ekki eða sitja ekki rétt. Skoðaðu það vel.

Einnig eiga allir bílarnir í skóginum að vera vinir.
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir