Var sagt af eiganda patrol með 2.8 vèlinni að hann bætti reglulega á kassann og það væri bara eðlilegt, hvað segja menn við því?
Kv Tolli
Er eðlilegt að þurfa að bæta vatni reglulega?
Re: Er eðlilegt að þurfa að bæta vatni reglulega?
Nei það er ekki eðlilegt, en það er spurning hvort hann er alltaf að fylla þenslurýmið fyrir vatnskassann ??
Re: Er eðlilegt að þurfa að bæta vatni reglulega?
Já það gæti verið að hann hafi verið að tala um það
Re: Er eðlilegt að þurfa að bæta vatni reglulega?
Er það ekki svo að:
Fræðilega: Þarf aldrei að hugsa um þetta þar sem að kælikerfið er lokað kerfi en gott er að skipta um vökva á 2-3 ára fresti til að kælivökvinn haldi eiginleikum sínum.
Raunveruleikinn (í gömlum bílum): Það geta verið allskonar smá göt á kerfinu. Þarf alls ekki að vera alvarlegt, óþétt hosa við miðstöðvarelement eða álíka. Oft mjög erfitt að finna slíka leka og því bara alveg eins gott að fylgjast bara vel með forðabúrinu. Ef aftur á móti þarf að fylla á kassann/forðabúrið við hvert olíustopp eða þar um bil er ástæða til að fá sting í veskið (hugsanlega).
kv. Muggur
Fræðilega: Þarf aldrei að hugsa um þetta þar sem að kælikerfið er lokað kerfi en gott er að skipta um vökva á 2-3 ára fresti til að kælivökvinn haldi eiginleikum sínum.
Raunveruleikinn (í gömlum bílum): Það geta verið allskonar smá göt á kerfinu. Þarf alls ekki að vera alvarlegt, óþétt hosa við miðstöðvarelement eða álíka. Oft mjög erfitt að finna slíka leka og því bara alveg eins gott að fylgjast bara vel með forðabúrinu. Ef aftur á móti þarf að fylla á kassann/forðabúrið við hvert olíustopp eða þar um bil er ástæða til að fá sting í veskið (hugsanlega).
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Er eðlilegt að þurfa að bæta vatni reglulega?
Athugaðu hvort það sé mátulegt magn af kælivökva á yfirfallskútnum. Ef hann er tómur þéttist gufan sem kemur um yfirfallið frá vatnskassanum illa og tapast út í loftið. Og ef er verið að reyna að fylla hann upp í topp flæðir út út honum þegar vélin hitnar. Ath. líka hvort kúturinn og slangan að honum er ekki örugglega í lagi.
"Reglulega" er örlítið teigjanlegt. Ef er verið að tala um einu sinni eða tvisvar á ári getur það talist eðlilegt, eða lekinn a.m.k. það lítill að það getur verið illgerlegt að finna hann. Ef við erum hins vegar að tala um mánaðarlega eða jafnvel vikulega (miðað við að bílinn sé í daglegri notkun) held ég að það sé orðin full ástæða til að hafa áhyggjur.
--
Kveðja, Kári.
"Reglulega" er örlítið teigjanlegt. Ef er verið að tala um einu sinni eða tvisvar á ári getur það talist eðlilegt, eða lekinn a.m.k. það lítill að það getur verið illgerlegt að finna hann. Ef við erum hins vegar að tala um mánaðarlega eða jafnvel vikulega (miðað við að bílinn sé í daglegri notkun) held ég að það sé orðin full ástæða til að hafa áhyggjur.
--
Kveðja, Kári.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur