sælir eg er að skoða þokuljós framan á pajeroinn hjá mér, orginalljósin eru ónýt, og ætlaði eg að setja önnur í staðinn, en hvað á maður að kaupa sér ??
núna hef eg verið að skoða þetta og það virðist alltaf eiginlega bara verið talað um kastara og þá hef eg séð talað um dreifiljós og punktljós, hvort hentar betur sem þokuljós, og hvort hentar betur sem kastara helst myndi eg vilja hafa þokuljósin gul, og því eru margir sem bjóða bara upp á gula hlíf yfir ljósin,
endilega fræðið mig um þessi mál, því það virðast vera voðalega takmarkaðar upplýsingar á netinu um þessi mál, a.m.k hef eg ekki rekist á neitt
virðist vera nóg af spjallþráðum þar sem menn eru að deila skoðunum sínum á kösturum þannig að við skulum aðallega einblína á þokuljósin
með fyrirfram þökkum
þokuljós/kastarar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 133
- Skráður: 02.feb 2010, 15:00
- Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: þokuljós/kastarar
hva hafa menn engar skoðanir á þokuljósum jafn algeng og þau eru á held eg flestum jeppum ?? :)
Re: þokuljós/kastarar
Sæll.
Ég er búinn að prófa allskonar ljós og tvenn hef ég verið ánægðastur með. Annarsvegar "fiskiaugu" frá piia og hinsvegar ljós sem ég held að séu frá Hella (hér er mynd af svoleiðis ljósum sem ég er með á jeppanum núna). download/file.php?id=12672
Það sem mér finnst mestu skipta er að fá hnífskarpan geisla þar sem helst ekkert ljós "blæðir" upp. Mér þykir ekki kostur að hafa of sterkar perur í þessu heldur, því þá er bara meira ljósmagn sem endurkastast af snjó/þoku upp í sjónlínuna. Ég er með gul ljós núna, en hef notað gulleitar perur í glær ljós með fínum árangri í "fiskiaugun" ef maður tekur bara ferkar kraftlitlar perur (35-50w). Ég hef kastarana líka það lausa að ég get stillt þau með höndum án þess að skrúfa nokkuð og get því beint þeim nánast beint niður ef það er mjög blint færi...
Ég er búinn að prófa allskonar ljós og tvenn hef ég verið ánægðastur með. Annarsvegar "fiskiaugu" frá piia og hinsvegar ljós sem ég held að séu frá Hella (hér er mynd af svoleiðis ljósum sem ég er með á jeppanum núna). download/file.php?id=12672
Það sem mér finnst mestu skipta er að fá hnífskarpan geisla þar sem helst ekkert ljós "blæðir" upp. Mér þykir ekki kostur að hafa of sterkar perur í þessu heldur, því þá er bara meira ljósmagn sem endurkastast af snjó/þoku upp í sjónlínuna. Ég er með gul ljós núna, en hef notað gulleitar perur í glær ljós með fínum árangri í "fiskiaugun" ef maður tekur bara ferkar kraftlitlar perur (35-50w). Ég hef kastarana líka það lausa að ég get stillt þau með höndum án þess að skrúfa nokkuð og get því beint þeim nánast beint niður ef það er mjög blint færi...
Re: þokuljós/kastarar
Ég á handa þér ónotað fiskaugnapar á 5þ. kall.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
-
- Innlegg: 86
- Skráður: 11.des 2012, 11:58
- Fullt nafn: Halldór Jónsson
- Bíltegund: patrol y60
- Staðsetning: Þórshöfn
Re: þokuljós/kastarar
ef það eru þessi fra piaa er eg til i þau hja þer:)
Re: þokuljós/kastarar
Ég hef prófað fleiri tegundir af þessum fiskiaugum - þau allra verstu eru "lítil" kínaljós með xenon perum - þau leka út um allt og eiga lítið sameiginlegt með þokuljósum þó linsan sé kúlulaga. Skoðaðu bara geislann á vegg - ef skilin ámilli lýsta hlutans og hins myrka eru hnífskörp er þetta fínt (sama hvort þetta er Piia eða annað ... ef þetta lekur út um allt láttu það eiga sig :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur