Síða 1 af 1
hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 05.des 2015, 22:03
frá ryerF
Er að skoða það að fá mer 33-35 " breyttann terrano 2 turbodisel keyrður 217þ ca
hver er ykkar skoðun/reynsla af svona bílum ?
fyrir fram þökk.
hann er sjalfskiptur
allar abendingar og sögur vel þegnar
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 05.des 2015, 23:45
frá Lada
Sæll.
Ég átti beinskiptann 2,7 Terrano II í nokkur ár og breytti honum fyrir 33". Ég var endalaust varaður við því að hann þyldi ekki að vera á svona stórum dekkjum og ég yrði alltaf í vandræðum með framhjólabúnaðinn. Reyndin varð reyndar önnur og hann þurfti að mínu mati ekki mikið viðhald. Ég var mjög ánægður með hann og hlífði honum lítið. Mér fannst hann skemmtilega sprækur og eyðslugrannur samanborið við L-200 vinnubíl sem ég hafði til umráða á sama tíma. Auk þess sem mér fannst hann mjög lipur og þægilegur í innanbæjarakstrinum miðað við stærð. Það sem truflaði mig mest var hvað hann er langur fyrir aftan afturhjól sem gerir það að verkum að maður er alltaf að reka rassinn niður. Svo var hann heldur ryðsækinn.
Kv.
Ásgeir
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 06.des 2015, 00:00
frá svarti sambo
Þessir bílar fá topp einkun, varðandi viðhald. Er með einn svona sem frúarbíl á 33" dekkjum og er búinn að vera svoleiðis, síðan að hann var nýr. Og hann hefur þolað þau í 13+ ár. Hann er lítið keyrður miðað við aldur, ef þú hefur áhuga á svoleiðis bíl, er að spá í að yngja upp frúar bílinn.
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 06.des 2015, 00:30
frá íbbi
hef àtt 3 svona, tvo 99 annan ssk à 33", og hinn óbreyttan bsk, og einn 00+ ssk,
þessir bílar hafa reynst mèr vel, níðsterkir að flestu leyti. góð vèl og hafa þolað meiri djöflagang en flestir aðrir,
en þeir hafa þann galla að ryðga meira en nokkuð annað sem èg hef kynnst, og framhjólastellir er veikt, sèrstaklega à stærri dekkjum
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 06.des 2015, 01:39
frá ellisnorra
Sammála öllu ofangreindu. Því má við bæta að það er hægt að fá 3 terrano fyrir verð eins lc90. Og gæði nissan eru ekkert síðri fyrir utan að terrano ryðgar á skrýtnari stöðum :-)
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 06.des 2015, 23:53
frá Valdi B
lc 90 er nú loksins farinn að falla í verði elli. einn á 500 um daginn, annar á 400 og ekkert alvarlegt að þeim báðum. það er allt í lagi að borga aðeins meira fyrir meiri bíl finnst mér, enda er lc90 rúmbetri og þægilegri bíll en terranoinn. en þessir bílar ryðga allir þó terranoinn sé einstaklega duglegur við það. lc90 og pajero ryðgar alveg líka samt.
terrano eru samt þægilegir bílar að mörgu leyti, ódýrir og virka vel fyrir peninginn svo lengi sem þarf ekki að fara í brjálaðar ryðviðgerðir.
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 07.des 2015, 19:50
frá ryerF
Takk fyrir svörin strákar =)
gætu þið bent mér á eitthverja litið breytta/breytta Terrano-a sem eru í flottu standi ? :D
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 08.des 2015, 09:47
frá Axi
Ég er búinn að eiga einn núna í 4 ár árgerð 1999 , diesel og ekinn 280 þús. Bíllinn er í toppstandi og hefur verið að mestu laus við bilanir í þessi 4 ár. Ég er hins vegar búinn að þurfa að eyða miklum tíma í ryðbætingar. Ef þú sérð pínulitla ryðbólu fyrir ofan plast brettakantinn að framan þá geturðu bókað að brettið er hand ónýtt af ryði. Gott ráð er að setja hendina undir , klípa saman og þá kemur í ljós að brettið molnar niður undir plastinu. Sama með afturbrettin. Svoleiðis var minn bíll að framan fyrir 4 árum síðan. Þá voru líka komin göt á hvalbakinn efst upp við innri brettin báðu megin. Núna í haust þá fór ég í gólfið afturí og innri brettin og hjólbogana sem voru að hverfa og það eina sem hélt gólfinu saman aftur í var hljóðeinangrandi mottan. Sílsana lagaði ég , þeir voru illa ryðgaðir og vatnskassabitinn var orðinn laus frá öðru megin. Öftustu boddýfestingarnar ryðga líka í burtu. Þá verður erfitt að opna og loka afturhleranum. Nágranni minn er bifvélavirki með yfir 20 ára reynslu og er með þessa bíla í höndunum alla daga og hann segir að þeir séu allir svona. Það er samt ekki svo auðvelt að sjá þetta en svo kemur það í ljós þegar maður fer að kroppa í þetta. Minn er alveg drullugóður eftir allt þetta en vá maður vinnan sem er búin að fara í þetta :)
Re: hver er ykkar skoðun á Terrano 2
Posted: 08.des 2015, 10:49
frá íbbi
þeir fara í hvalbaknum, sèrstaklega ef það var sett þà á 33" í byrjun,
sílsarnir hverfa, innri brettin fara í sundur við miðja hjólskàl, svo à samskeytunum þat sem gólfið og botninn mætast undir aftutstuðaranum, svo fara grindurnar í sundur