Hella 3000 kastarar perur

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Hella 3000 kastarar perur

Postfrá Halldorfs » 04.des 2015, 14:16

Sælir

Er með Hella 3000 sem eru að fara á bílinn hjá mér. Er að pæla hvernig perur er best að kaupa í þá 100w venjulegar, eða fá xenon kitt í þá eða kaupa led?. Hvernig perur eru menn að nota og hafa prófað hvort sé eitthvað vit í því að gera þá aðeins öflugri.

http://www.ebay.com/itm/CREE-LED-HeadLight-Kit-Dust-Cover-H1-H3-H4-H7-H8-H9-H11-H13-9003-9005-6-9004-7-/271675466827?var&hash=item3f411ea44b%3Am%3Am_QI10n21WoIWirZxQWfmrg&vxp=mtr

Kv Halldór.


Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Hella 3000 kastarar perur

Postfrá Heiðar Brodda » 15.des 2015, 21:57

Sæll er gold perur 120 w í mínum köstörum en alveg möguleiki að setja Xenon en það kostar um 12 13 000 þá er alveg eins hægt að kaupa 7" Xenon í ET

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Hella 3000 kastarar perur

Postfrá Lindemann » 16.des 2015, 08:51

Ég er dálítið spenntur fyrir því að prófa LED í kastara. Þeir LED kastarar sem eru í boði eru frekar dýrir, hafa menn verið eitthvað að kaupa svona LED "perur" eins og Halldór póstar linknum af?
Mér finnst smá galli við Xenon að stundum eru þeir svo lengi að hitna nóg til að fara að lýsa eitthvað. Ég er sjálfur með 7" xenon kastara frá ET.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hella 3000 kastarar perur

Postfrá villi58 » 16.des 2015, 15:01

Þessar venjulegu H 4 perur sem eru Led hitna ekki neitt og ég hef ekki fundið neinar Led sem hitna. Veit ekki með perur sem þeir kalla Led -Gree, líka hef ég ekki fundið Led sem dregur eitthvað en það getur verið til eitthvað í dag sem er nothæft, langt síðan ég skoðaði þetta síðast.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hella 3000 kastarar perur

Postfrá olei » 16.des 2015, 20:46

Allt afl sem pera eyðir breytist í varma. Jú örlítið brot breytist í hreyfiorku ljóseinda en það er svo lítið að það skiptir ekki máli þegar horft er til hitamyndunnar. 30W LED pera hitnar því jafn mikið og 30W halogen, eða nánar tiltekið sama hitaorka fer til spillis í perunni - öll 30 vöttin.

Ég er með H4 LED sem ég prófaði í aðalljós. Man ekki vattatöluna en minnir að þær eigi að taka 30W á háa geislanum. Í stuttu máli þá fannst mér lítið til þeirra koma í Hella samlokunum sem eru original á Nissan Terrano. Mjög svipað ljósmagn og á 55w halogen peru, en liturinn ljósari. Þetta eru gömul og léleg ljós þannig að e.t.v er það ekki alveg marktækt.

Ég prófaði þær í gula IPF kastara og bar saman við 170/100 halogen perur og þar kom mér á óvart hvað lági geislinn á LED perunni (20w?) var svipaður að ljósmagni og 100w lági geislinn í IPF halogen perunni. Ég bar ekki saman háu-geislana, mest út af því að þessar LED perur komu hvort eð er ekki til greina í þá kastara af því að þær eru svo langar að þær komast ekki fyrir í þeim. Nokkuð sem mér sýnist vera algengt, kæliristarnar aftan á þeim lengja þær verulega og óvíða pláss fyrir þær.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Hella 3000 kastarar perur

Postfrá Tjakkur » 16.des 2015, 21:28

olei wrote:Allt afl sem pera eyðir breytist í varma. Jú örlítið brot breytist í hreyfiorku ljóseinda en það er svo lítið að það skiptir ekki máli þegar horft er til hitamyndunnar. 30W LED pera hitnar því jafn mikið og 30W halogen, eða nánar tiltekið sama hitaorka fer til spillis í perunni - öll 30 vöttin.


Nýtni ljósgjafa er mjög misjöfn. LED perur hafa margfalt betri nýtni en glóþráðarperur. Þetta þýðir að mun hærra hlutfall orkunnar umbreytist í ljós og þ.a.l. minna varmatap.
30W led ljósgjafi hitnar því mikið minna en jafnstór glópera. Þróun ljósadíóðunnar er drifin áfram af þessum orkusparnaði.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hella 3000 kastarar perur

Postfrá olei » 17.des 2015, 00:44

LED framleiðir meira af sýnilegu ljósi og minna af innrauðu ljósi per orkueiningu en venjulegar perur. Til að fá jafn mikla lýsingu (sýnilegt ljós) er því hægt að komast af með mun minni orku sé LED notað á móti venjulegri glóperu. Minni orkunotkun þýðir minni hiti. Í þessu liggur aðal munurinn á þessum tveimur ljósgöfum.

Og jú reyndar -- af þeirri orku sem LED notar fer meira af orkunni hlutfallsega í að framleiða sýnilegt ljós.
http://www.ledsmagazine.com/articles/20 ... -heat.html
The energy consumed by a 100-watt GLS incandescent bulb produces around 12% heat, 83% IR and only 5% visible light. In contrast, a typical LED might produce15% visible light and 85% heat.


Þetta er ekki alveg einfalt. Hér er glóperan sögð framleiða 12% hita 83% innrautt ljós og 5% sýnilegt ljós. Samt sem áður gildir það um glóperur að þær eru nánast hreint ohmskt viðnám með afl-stuðul 1 sem þýðir að raffræðilega má líta á þær sem hitaþráð. Sem aftur þýðir að öll orkan sem í þær fer breytist í hita á einn eða annan hátt. Ástæðan fyrir þessu er að orkan sem fer í rafsegulbylgjuna - sem á þessu tíðnisviði er gjarnan kölluð "ljós"- umbreytist nær öll í hita. Hvort sem um er að ræða innrauða eða sýnilega tíðnirófið.

Í Led breytist 85% (þ.e árið 2005) beint í hita og 15% í rafsegulbylgju á sýnilegu tíðnirófi. Sama gildir um þessi 15% og um ljósið frá venjulegu perunni hér að ofan. Þau um breytast nær öll í hita.

30W led hitar því afar svipað og 30w halogen.


Og ef við veltum fyrir okkur varðveislu orkunnar af því að við erum að tala um ljóskastara og hitamyndun sem hefur með það að gera hvort að ljósið bræði af sér ís og snjó. Ef ljóskastari er orðinn pakkaður af ís þannig að hann lýsir ekkert og kemur þar með rafsegulbylgjunni ekki frá sér á nokkurn hátt, hvað verður þá um orkuna sem er dælt inn í hann?
Svar: hiti og þá breytir í raun engu hvað er inn í honum, LED, Halogen, xenon ......


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir