Síða 1 af 1
Demparar á HiLux
Posted: 03.des 2015, 17:12
frá kag
Ég er með 38 tommu breyttan Hilux 2004 árgerð og er að fara skipta um dempara sem stendur standa mér til boða OME N87 demparar í Bílanaust og Fox demparar í AT með helmingsmun á verði. Eru menn hér með einhverjar skoðanir um hvora týpu ég ætti að taka eða eru kannski einhverjir aðrir góðir möguleikar í stöðunni. Tek það fram að ég vil fá góða dempara þannig að ef annað er drasl en hitt virkar þá er ég tilbúinn til að taka á mig verðmun.
MBK
Kristinn
Re: Demparar á HiLux
Posted: 03.des 2015, 19:31
frá sukkaturbo
notaðu orginal 80 cruser dempara ódýrir og mjög góðir eða bara áfram orginal hilux demparana
Re: Demparar á HiLux
Posted: 03.des 2015, 20:36
frá Heiðar Brodda
Er með stillanlega koni hjá mér og er ánægður með þá
Re: Demparar á HiLux
Posted: 03.des 2015, 21:56
frá aronicemoto
Ég er með 38" breytta Navöru og keypti Fox allan hringinn um daginn. Og ég get ekki annað en mælt með þeim, þvílíkur munur, þetta varð bara nýr bíll. Mun betri en Koni.
Ótrúlegt hvað Fox-inn étur ójöfnur. Get 100% mælt með Fox.
Kv.
Aron Frank