Síða 1 af 1

lc 90 35" breyting

Posted: 01.des 2015, 22:36
frá Valdi B
sælir veriði. ég er að spá að hækka bílinn hjá mér upp á boddýi til að koma 35" undir. hann er alveg óbreyttur núna. hefur eitthver hérna gert þetta með svona 90 krúser ?

það sem ég er að spá er hvað ég þarf nákvæmlega í þetta, hvað ég þarf annað en upphækkunarklossana undir boddýið, þarf ekki að lengja stýrið ? hvað er notað í það og hvar fæ ég það ?

þarf eiginlega að geta byrjað á þessu á einni helgi og klárað það sömu helgi svo ég þarf að vera með hvern einasta hlut tilbúinn þegar farið verður í aðgerðina.

endilega ef eitthver veit eitthvað um þetta og hvað vantar þá væri frábært að fá að heyra af því.

btw. þetta er sjálfskiptur bíll, þarf að breyta eitthverju í sambandi við skiptiarminn og eins millikassastöngina ?

Re: lc 90 35" breyting

Posted: 02.des 2015, 08:27
frá jongud
Það er ekki mælt með því að hækka bara upp með klossum. Ég er sjálfur á 35-tommu LC90 og hann er hækkaður upp um 2-tommur á boddíi og fremstu og öftustu festingarnar eru hækkaðar upp, soðnar við grindina og styrktar.
Það verður gríðarlegt álag á boddípúðana og boltana ef öll yfirbyggingin hangir í þeim þegar bremsað er eða tekið af stað. Ég heyrði af slæmu tilfelli þar sem boddí beinlínis slitnaði af grindinni við árekstur, en þar var ryð og kjag búið að eyðileggja alla festu við grindina.
Það þarf allavega að stilla skiptistöngina eftir upphækkun og líklega að skera eitthvað úr fyrir millikassastöngina (eða hamra til).
Og eitt enn;
Ef þú ert að fara að hækka bíl upp í fyrsta skipti þá þarftu lengri tíma en eina helgi.

Re: lc 90 35" breyting

Posted: 03.des 2015, 02:40
frá Valdi B
ekki fyrsta skipti. og ég veit þetta með að hækka ekki bara upp með klossum en það verður að duga til sumars, samt eru margir bílar bara svona breyttir, en planið er að setja 38" undir næsta sumar og færa þá afturhásinguna eins og þarf og gera allt og græja með nægum tíma og almennilega.en ég vil geta verið á 35" í vetur :) hef átt bíl sem hafði verið hækkaður um 10 cm á boddý, engin boddýhækkun og eftir 15-20 ár var botninn í boddýinu allur út í sprungum útfrá boddýfestingum enda gífurlegt álag þegar þetta getur hreyfst svona mikið. en veit eitthver þetta sem ég spyr um með stýrið ?