Síða 1 af 1

Blow off valve á dísel

Posted: 01.des 2015, 22:11
frá ellisnorra
Hafa menn eitthvað verið að setja blow off ventla á díselbílana sína hérlendis? Það er frekar einfalt mál að setja þetta upp ef menn vilja. Gaman væri að fá umræðu.



Re: Blow off valve á dísel

Posted: 01.des 2015, 23:22
frá sonur
Alltof mikill búnaður finnst mér fyrir diesel vélar, var búinn að spekulera eitthvað í þessu sjálfur
ekki samt svona flókinn búnaður eins og þessi en samt með svona rafmagnsrofa á inngjöfinni

fór ekki lengra með þetta en það.,

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 00:13
frá jeepcj7
Algert möst sándar bara svo ofur cool og allt það.

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 06:50
frá ellisnorra
Ég er ekki að hugsa um neitt sound eða neitt þannig, ég myndi setja "afganginn" beint í intake pípuna aftur. Ég er aðallega að hugsa um turbo lagg og meðferð á túrbínunni.

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 11:08
frá bragig
Er þetta ekki aðallega notað á túrbó bensín bílum? Þessi búnaður hleypir túrbóþrýstingnum út í andrúmsloftið þegar álag vélarinnar minnkar snögglega (milli gíra til dæmis, undir keppnisálagi). Það er til að koma í veg fyrir of veika blöndu þann tíma býst ég við, en veik blanda í bensínvél er ekki æskileg. Og kanski til þess að inngjafarspjaldið fari ekki bara í klessu (það lokast við álagsminnkun á bensínbíl).
Díselvélinni er alveg sama þó hún fái of mikið loft í nokkrar millisekúndur við snögga álagsminnkun, og þar er yfirleitt ekkert inngjafarspjald. Spurning með nýrri gerðir af dísel vélum, þekki það ekki.

En áhugavert engu að síður.

https://en.wikipedia.org/wiki/Blowoff_valve

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 12:18
frá ellisnorra
Ég sé helsta tilganginn með þessu í díselvél að forðast að snöggbremsa túrbínuna (sem er ekki mjög hollt) og vera fljótari að ná upp spooli aftur, td milli gíra.

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 14:46
frá Izan
Sælir

Ég sé bara ekki nokkurn einasta tilgang með þessu, hún bremsar bara vegna þess að aflgjafinn fer í burtu sem ætti ekki að vera sérstaklega óhollt frekar en að missa þrýstinginn skyndilega á hreinlofthliðinni. Eina sem mér dettur í hug er að ef menn eru að láta túrbínuna blása yfirgengilega mikið að þá geti hún farið að snúast afturábak ef menn sleppa gjöfinni snöggt.

Kv Jón Garðar

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 16:59
frá Sævar Örn
sé ekki tilgang höggin á turbinuna eru mjög lítil á diesel miðað við vélar með spjaldhúsloka þá er sett blow off til að dempa höggin þegar gjöfinni er sleppt svo þrýstingurinn sprengi ekki spjaldlokann eða annan búnað þar fyrir framan ???

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 17:35
frá raggos
Heldur ekki túrbínan bara áfram að spinna útfrá þeirri orku sem þegar er í henni ef gjöf er sleppt snögglega. Þ.e. drop í útblæstursþrýstingi hefur bara þau áhrif að hún viðheldur ekki snúningshraða og boostið minnkar en það gerist samt tiltölulega mjúklega hvað legur og annað varðar.
Nú er mælt með því að láta bensín bílana ganga í smá stund eftir mikið álag þar sem túrbínan heldur áfram að spinna svo lengi í kjölfarið að hún þarf smurningu áfram meðan hún spinnar niður, til viðbótar við kælingu. Það var mér í það minnsta sagt e-n tímann,

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 20:24
frá ellisnorra
Ef það breytir einhverju, þá er ég að hugsa þetta á variable túrbínu. Þetta er bara pæling hjá mér, gott að fá ykkar sjónarmið sem virðast svosem öll vera á einn veg :) Besta mál :)
Nú eru margir bílar með þetta original, allavega bensín, man einhver eftir svona í díselbíl?

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 21:57
frá Sævar Örn
hef aldrei séð svona á díesel, og þó eru þeir nú margir með spjaldloka í soggrein t.a.m. toyota landcruser 90... en þær turbinur endast ekki síður en aðrar, en þetta er vitaskuld skemmtilegt hljóð svona stundum

Re: Blow off valve á dísel

Posted: 02.des 2015, 22:35
frá ellisnorra
Hljóðið er hundleiðinlegt að mínu mati nema kannski svona fyrstu 5 skiptin... :) Var bara að pæla í hvort þetta væri til bóta.