Síða 1 af 1

Hvaða loftdælu

Posted: 29.nóv 2015, 19:57
frá Straumur
Sælir félagar.

Hvaða loftdælu mæla menn með fyrir lítil jeppadekk, 33-35", eitthvað sem maður notar nokkrum sinnum á ári til að redda sér. Og er á temmilegu verði?

kv, Kristján

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 29.nóv 2015, 21:06
frá Gulli J
Finar loftdælur á fínu verði.

http://www.styri.is/vorur/spil/

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 30.nóv 2015, 07:56
frá raggos
Góðar dælur eru málið og dælurnar hjá stýrivélaþjónustunni hafa komið vel út. Eru reyndar líka til í Bílabúð Benna undir nafninu T-max. Sama dælan hefur mér sýnst.
Það eru líka til tveggja stimpla dælur í stillingu á svipuðu verði (27þ) en þær eru mun afkastaminni í raun og veru og endast misvel hjá mönnum.
Rollsinn í dælum er samt alltaf Fini en þær kosta um 70þ

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 30.nóv 2015, 10:32
frá atli885
fini flush koostar 45þusund í fossberg siðast þegar eg var þar..

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 30.nóv 2015, 14:21
frá aronicemoto
Var að kaupa Fini Flash fyrir helgi. Endaði á að kaupa hana í Byko á 66.890 kr.

Kostar 73.995 í Fossberg. http://www.fossberg.is/?prodid=121

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 30.nóv 2015, 17:18
frá atli885
okey það er greinilega orðið soldid síðan heheh

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 30.nóv 2015, 18:49
frá Heiðar Brodda
Færð þér dælu frá styri eða t max frá benna og sverar slönguna og nippilinn út úr dælunni, það munar töluvert um það var með svona dælu til að dæla í 38"dekk í nokkur ár

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 30.nóv 2015, 22:34
frá Straumur
Fini dælan er alltaf klassik. En ekki fyrir tæpar 80þ krónur. Var hinsvegar að leita af henni á amazon eða ebay og álíka, en var ekki að detta inná hana. Ætla að panta þetta úti.

Þarf að skoða þessar dælur hjá Stýri og Tmax hjá Benna.

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 30.nóv 2015, 22:48
frá MattiH
Poulsen í skeifunni eru líka að selja þessar dælur sem styri.is eru með.

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 01.des 2015, 08:28
frá jongud
Tveir staðir erlendis sem ég fann í flýti, annar í Bretlandi, hinn í Niðurlöndum.

http://www.fps-compressors.co.uk/flash_12.html
http://www.toolmax.nl/zuigercompressor-flash-12-12vdc.html

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 01.des 2015, 08:43
frá svarti sambo
jongud wrote:Tveir staðir erlendis sem ég fann í flýti, annar í Bretlandi, hinn í Niðurlöndum.

http://www.fps-compressors.co.uk/flash_12.html
http://www.toolmax.nl/zuigercompressor-flash-12-12vdc.html


Ég fæ ekki betur séð en að allavega önnur dælan sé dýrari en hér heima, enda heyrði ég að það væri svo mikil samkeppni á þessum Fini dælum, að álagningin væri lítil sem engin hjá sumum. Kostar minnir mig 69.000kr í verkfærasölunni.

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 01.des 2015, 20:49
frá Straumur
Var nú meira að hugsa um USA heldur en hér í kring. Það er allt ódýrara í Bandaríkjunum.

kv,

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 01.des 2015, 21:40
frá Hordur
Ég hef verið með Tmax dæluna lengi, bæði í vinnunni og svo líka í einkabílnum, hefur komið mjög vel út.

Re: Hvaða loftdælu

Posted: 02.des 2015, 01:18
frá harnarson
Keypti 2 strokka Britpart dælu hjá BSA fyrir nokkrum árum á ca 25 þús. Hef notað hana alveg helling og bara sáttur. Tekur alltaf svolitla stund að dæla í 4 35" dekk en er nú yfirleitt ekkert að flýta mér þegar maður er að jeppast og leika sér.

Það má vera að þetta sé sama dæla og þessi t max. Allavega hef ég séð samskonar eða mjög svipaðar dælur undir öðrum vörumerkjum.