Síða 1 af 1
að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 25.jan 2011, 17:04
frá gaz69m
hvernig er það eru menn eithvað að fá frá verkstæðum díselbensín blöndu sem þau hafa dælt af tönkum á bílum vegna þess að vitlausu eldsneyti var dælt á viðkomandi bíl.
gætu gamlar bílvélar þolað þetta td landróver vélar og svoleiðis .
væri áhugavert ef maður gæti náð sér í þetta eldsneiti ódýrara en er í boði í dag .
og eins er það ólöglegt eða ekki að nota steinolíu á bílvél.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 25.jan 2011, 18:09
frá armannd
það er leyfilegt að keyra á steinolíu samt vont að keyra á henni eintómri blanda hana hjá mér 1/3 steinolíu og hráolía
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 25.jan 2011, 18:24
frá Polarbear
lögin eru ótvíræð. það er bannað að drýgja díselolíu og bensín.... jafnvel hvort með öðru.
hinsvegar getur enginn bannað þér að keyra á hreinni steinolíu eða steikinga-feiti, en það er vegna gloppu í lögum.
ástæða þess að menn keyra ekki að öllu jöfnu á bensínblandaðri díselolíu er sú að bensínið þurrkar upp og eyðileggur gúmmíþéttingar og fleira í olíuverkinu.
ég hugsa að enginn geri neitt í því þótt menn blandi steinolíu á móti dísel enda erfitt og tímafrekt að láta mæla slíkt til að færa á það sönnur. Hitt er svo annað mál að á meðan ég keyrði minn fjallabíl á hreinni steinolíu þá fannst mér gangurinn verða grófur og leiðinlegur jafnvel þótt ég notaði slurk og stundum bara fjandi mikið af tvígengis olíu með. En hún er svo dýr að ágóði þess að keyra á steinolíu fór nú fljótlega halloka... ég hef ekki reiknað út muninn á þessum olíum nýlega.
að keyra bensínbíl á díselblönduðu bensíni skemmir kerti og sótar vélina að innan fyrst og fremst, en að öðru leiti virðist flestum bensínvélum sama um þetta, alveg uppað því að ef blanda dísels er of sterk að þá koma fram gangtruflanir og það getur verið leiðinlegt að fá þessa bíla í gang.
ég hef s.s. gert bæði :) það er að segja, keyrt bensínbíl á díselblönduðu bensíni og díselbíl á bensínblönduðu og allskonar blöndu af dísel/steinolíu og jurtafeitissulli og er hættur að nenna þessu. Ég villl fyrst og fremst að bíllinn minn sé í lagi og komi ekki með óvæntar bilanir þegar maður nennir ekki að gera við eða hefur ekki tíma.
nú er minn ektabensínbíll bara orðinn grænn metanbíll og jeppinn er lítið hreyfður nema til að liðka hann upp og fara í ferðir.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 25.jan 2011, 21:09
frá Stebbi
Sá einu sinni Lada Samara 1.5 ganga á nánast því bara dísel, kom á ljósinu á bensínstöð og tók vitlausa dælu. Alveg ótrúlegt að Ladan komst á næsta bílaverkstæði og gekk þar lausaganginn með stolti, hóstandi og sprengjandi. Mæli ekki með því að vera að blanda þessu eitthvað saman.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 25.jan 2011, 21:16
frá ellisnorra
Stebbi wrote:Sá einu sinni Lada Samara 1.5 ganga á nánast því bara dísel, kom á ljósinu á bensínstöð og tók vitlausa dælu. Alveg ótrúlegt að Ladan komst á næsta bílaverkstæði og gekk þar lausaganginn með stolti, hóstandi og sprengjandi. Mæli ekki með því að vera að blanda þessu eitthvað saman.
Nota bara hreina vitleysu! :)
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 25.jan 2011, 22:32
frá naffok
Steinolían sem amk. N1 selur er jet fuel A1, sama og er notað á Boeing, Airbus og aðrar farþegaþotur sem taka eldsneyti hér á landi. Það þarf ekki að blanda hana og er í raun alls ekkert betra, því að hún er brennisteinsríkari en dieselolían og það er brennisteinninn sem smyr olíuverkið í eldri bílum. Það er því ekkert sem mælir á móti því að keyra eldri bíla á steinolíu ef menn vilja og telja það borga sig. Hinsvegar er ég ekkert vissum að hún henti vel fyrir dieselvélar með þrýstiforðagrein (common rail). Ég hef prufað að nota steinolíu á Cruiserinn minn sem er ´88 árg. með 12HT vélinni, en fannst ég finna mun að hann væri aflminni og eyddi meiru svo ég hætti að nenna að hugsa um þetta og kaupi bara diesel.
Kv Beggi
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 26.jan 2011, 00:40
frá Freyr
Ef þú notar bensín á díselvél þá hefst bruninn of snemma (vel fyrir toppstöðu) sem skapar gríðarlegt álag á legur, stimpla, stangir og sveifarás, það heyrist hátt bank hljóð í þeim þegar þetta gerist og fer hrikalega illa með vélar. Gerði tilraunir með þetta á 5 cyl bens sem ég átti en hætti því mjög fljótt.
Dísel á bensínvél: Díselolían brennur ekki nógu vel og lekur niður með stimplunum og þynnir mótorolíuna sem veldur úrbræðslu á einhverjum tímapunkti. Veit líka um einn sem stútaði hvarfakútnum hjá sér með því að nota díselblandað bensín á bílinn, sá vildi meina að díselolían brynni ekki öll í vélinni heldur færi út í pústið og brynni í hvarfakútnum og bræddi hann.
Freyr
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 26.jan 2011, 11:52
frá Dodge
Diesel á bensínvél...
Það má heldur ekki gleyma því að við smá dieselblöndun þá hrinur þjappþolið niðurúr öllu valdi
sem leiðir til forkveikinga og vélina fer að banka við minnsta átak.
Ég er búinn að gera nokkrar tilraunir til að keyra á svona sulli, aðallega á lágþjöppu gamaldags vélum
eins og 1600 lada og 360 chrysler og mín yfirlýsta stefna í þessum málum er að henda þessu strax
eða nota til kyndingar eða e-h þessháttar.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 28.jan 2011, 15:23
frá ierno
armannd wrote:það er leyfilegt að keyra á steinolíu samt vont að keyra á henni eintómri blanda hana hjá mér 1/3 steinolíu og hráolía
Ég held að það sé ekki vænlegt að reyna að nota hráolíu á bíla. Hún er of seig, og óhrein, og mjög mismunandi eftir því úr hvaða holu hún kemur. Frekar að blanda steinolíuna með gasolíunni sem maður fær á bensínstöðinni.
Hráolía er svarta drullan sem kemur upp úr borholum, gasolía er olían sem er notuð á bíla, en það er fullkomlega í lagi að kalla hana diesel olíu.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 28.jan 2011, 17:20
frá Einar
ierno wrote:Hráolía er svarta drullan sem kemur upp úr borholum, gasolía er olían sem er notuð á bíla, en það er fullkomlega í lagi að kalla hana diesel olíu.
Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að kalla dieselolíu hráolíu. Mig grunar jafnvel að það sé eldra í málinu heldur en orðið dieselolía.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 28.jan 2011, 17:37
frá danfox
ierno wrote:armannd wrote:það er leyfilegt að keyra á steinolíu samt vont að keyra á henni eintómri blanda hana hjá mér 1/3 steinolíu og hráolía
Ég held að það sé ekki vænlegt að reyna að nota hráolíu á bíla. Hún er of seig, og óhrein, og mjög mismunandi eftir því úr hvaða holu hún kemur. Frekar að blanda steinolíuna með gasolíunni sem maður fær á bensínstöðinni.
Hráolía er svarta drullan sem kemur upp úr borholum, gasolía er olían sem er notuð á bíla, en það er fullkomlega í lagi að kalla hana diesel olíu.
Þetta er svona jafnmikil speki og halda því fram að brúna kúin mjólki kakómjólk og hvíta mjólki skyri.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 28.jan 2011, 22:00
frá Polarbear
haha :) þetta er að verða hinn áhugaverðasti þráður...
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 29.jan 2011, 13:24
frá Stebbi
Maður hefði nú haldið að gasolía væri bara venjulegt bensín þar sem stór hluti heimsins kallar það Gasoline. Dísel er bara dísel sama þó að einhverjum sérfræðingum á íslandi hafi dottið í hug að kalla hana hráolíu sem er með öllu óskiljanlegt.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 29.jan 2011, 19:07
frá HHafdal
Frétti af því að bílar hefðu verið stoppaðir á Reykjanesbrautinni og athugað með brennsluolíur sögðust víst vera að leita eftir steinoliu og steikingarfeiti. Hvar er þessi gloppa í lögunum sem segir að steinolían sé OK ? mega menn búast við sömu sekt og ef ekið er á litaðri olíu. Svo er hitt óréttlætið að ég skuli þurfa að borga vegaskatt af sláttuvélinni og utanborðsmótornum á jullunni minni.
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 29.jan 2011, 22:37
frá stebbi1
Mér finnst ég hafa heyrt að á rússa gamla þeas hinum alklassíksa belgrússa með tveim tönkunm, hafi menn sett steinolíu á anann og bensín á hinn, ræst síðann á bensíni og keyrt þangað til að vélinn var orðin heit, skipt síðann yfir á steinolíunna og þá hafi hann gengið bara þokkaleg á henni. en þetta er nú auðvitaðr rússnenskt
Re: að nota diselbensínblöndu á vélar
Posted: 29.jan 2011, 22:47
frá ellisnorra
HHafdal wrote:Frétti af því að bílar hefðu verið stoppaðir á Reykjanesbrautinni og athugað með brennsluolíur sögðust víst vera að leita eftir steinoliu og steikingarfeiti. Hvar er þessi gloppa í lögunum sem segir að steinolían sé OK ? mega menn búast við sömu sekt og ef ekið er á litaðri olíu. Svo er hitt óréttlætið að ég skuli þurfa að borga vegaskatt af sláttuvélinni og utanborðsmótornum á jullunni minni.
Án þess að hafa lesið lög eða reglugerðir þá finnst mér eðlilegt að það sé jafn ólöglegt að keyra á steinolíu, steikingarfeiti eða hverju öðru sem ekki rennur þetta olíugjald til ríkisins sem eru fimmtíuogeitthvað krónur minnir mig, rétt eins og maður borgar ekki þetta olíugjald þegar ekið er á litaðri olíu.
En hitt er annað mál að möguleiki er að það sé bara tekið fram í lögunum að bannað sé að keyra á litaðri olíu, en ekki tekið fram einhver svona klausa "eða öðrum orkugjöfum sem ekki er greitt af olíugjald til ríkissjóðs"
Eins og HHafdal segir, þá væri gaman að sjá þessa gloppu, er einhver sem þekkir þetta mál og getur útskýrt þetta fyrir okkur sem ekki nenna að fletta upp í grútleiðinlegum lagasöfnum?