Síða 1 af 1
Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 25.nóv 2015, 11:23
frá hansg
Sælir.
Árið 2011 var þeim tilmælum beint til Samgöngustofu að bannað væri að skrá innfluttar tjónabifreiðar á Íslandi.
Ef ég kaupi tjónabíl á uppboði í Evrópu eða USA og hef í hyggju að nota hann í varahluti, vél, gírkassa, hásingar hvernig hafa slíkir "varahlutir" verið höndlaðir í tolli, þegar ég kem með bilinn sem eina heild en samt ónýtan til landsins og ætla mér ekki að skrá hann?
Grind með vél? Rafmagnsbúnaður? Drifbúnaður? Ef ég fer að rífa hann úti og flytja í pörtum heim gæti reynst þrautin þyngri að sanna raunverð sem þetta var keypt á.
Einhver sem hefur reynslu af þessu?
kv. Hansi
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 25.nóv 2015, 14:07
frá Nenni
Liggur það ekki í orðana hljóðan " bannað væri að skrá "
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 25.nóv 2015, 14:59
frá hansg
Hefði kannski átt að orða það "get ekki skráð hann". :)
En meginspurningin er, hvernig flokkar tollurinn svona bílflak?
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 25.nóv 2015, 15:19
frá ellisnorra
Ég hef einmitt verið að pæla í nákvæmlega því sama. Verður gaman að fylgjast með hér.
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 25.nóv 2015, 18:47
frá Sævar Örn
Hafðu samband við tollstjóra, þar færðu svör frá mönnunum sem taka mál þitt þegar að innflutningi kemur!
annars held ég að þú fáir þetta heim á tollgjaldi varahluta, þ.e. vegna þess að bifreiðin kemur ekki til með að verða nýskráð þá ber hún ekki vörugjöld eins og ella
en endilega heyrðu í tollstjóra á morgun og fræddu okkur svo!
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 25.nóv 2015, 21:04
frá hansg
Búinn að senda tollstjóra póst. Hefði bara verið gott að heyra frá einhverjum sem þegar hefði farið þessa leið til að sjá hvernig tollurinn hefur tekið á þessu. Þá er komið fordæmi.
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 26.nóv 2015, 13:10
frá hansg
Sælir,
skv. tollstjóra er þetta flokkað eins og venjuleg bifreið, þó ekki sé hægt að skrá hana. Þó vélarlaus væri færi hún samt í þennan flokk með vörugjöldum miðað við C02 skv framleiðslu-upplýsingum eða áætlun.
Til þess að tjónað ökutæki verði ekki tollflokkað sem ökutæki þarf að vera um eiginlega skel að ræða og þá m.a. án hjólabúnaðs, drifa og bensíntanks.
kv. Hansi
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 26.nóv 2015, 15:06
frá svarti sambo
Hvernig í ósköpunum getur það staðist. Það er varla hægt að tolla eitthvað sem ökutæki, sem má ekki keyra eða vera á götum landssins.
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 26.nóv 2015, 15:07
frá ellisnorra
Bölvaðir fýlupúkar þessir tollarar. En einhverstaðar þarf nú að skera línuna.
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 26.nóv 2015, 15:37
frá ellisnorra
Þessu skylt, þá var ég að spá í að sækja mér rafsuðu í stóru netbúðinni og spurði tollinn út í hvort þyrfti CE merkingu. Hér er svarið
Þjónustuver tollstjóra wrote:Góðan dag
Rafmagnstæki sem keypt eru erlendis eða pöntuð á netinu þurfa að bera CE merkingu til að flytja megi þau til landsins samkvæmt gildandi tilskipunum á Evrópska efnahagssvæðinu. (EES) Lausleg. Á Íslandi gilda sömu reglur um CE-merkingar og í öðrum EES-ríkjum þar sem landið er aðili að EES-samningnum.
Vöruflokkar sem heyra undir umræddar tilskipanir EES, auk rafmagnstækja, eru til dæmis leikföng, vélar, persónuhlífar og notendabúnaður fjarskiptakerfa og síma"
Fannst henta vel að setja þetta hérna inn
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 26.nóv 2015, 15:41
frá Bassi6
En á ekki að fella niður alla tolla um áramót ?
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 26.nóv 2015, 16:04
frá hansg
Svona lítur dæmið út í reiknivél hjá tollinum fyrir bíl sem kostar með flutningi til Íslands 10.000 USD og er í hæsta CO2 flokki.
Engir tollar, en vörugjald miðað CO2 losun, 65%
Verð með flutningi (tollverð).
10.000 USD
Stykkjatala
1
Verð vörunnar (tollverð + aðflutningsgjöld) miðað við þær forsendur hér að ofan:
1.326.800 kr. + 1.390.476 kr. = 2.717.276 kr.
Gengi: 132,68
Sundurliðun gjalda:
Kódi Lýsing Taxti Upphæð
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 0,00 PR 0
BA Úrvinnslugjald á blýsýrurafgeyma - Taxti er kr/ein af vöru. 332,00 KR 332
BS Úrvinnslugjald á hjólbarða með ökutækjum - kr per ökutæki 1.800,00 KR 1.800
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR 0
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 16,00kr/kg. 16,00 KR 0
M9 Vörugj. af ökut. 65% Skráð koltvísýringslosun yfir 250 g/km 65,00 PR 862.420
Ö6 Virðisaukaskattur 24% VSK 24,00 PR 525.924
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 27.nóv 2015, 06:31
frá grimur
65% vörugjald er bara geðbilun.
Ég á eftir að flytja inn heimasmíðaðan bíl einhvern tímann á næstu árum, sem varahluti geri ég ráð fyrir miðað við þetta. Ég mun sennilega rífa hann í spað og flytja inn sem parta. 65% plús VSK er bara fásinna.
Það má kannski fylgja sögunni að hluti af þessu var á íslandi en ég flutti það með mér út. Ég verð nett pirraður ef ég verð rukkaður um skatt af því...
Kv
G
Re: Innflutningur á tjónabifreið?
Posted: 27.nóv 2015, 09:51
frá Dodge
Já þessir tollar eru bara geðveiki, maður borgar meira til ríkisins en framleiðandans, og íslenska ríkið var ekki að framleiða neinn bíl fyrir mann!!