Talstöðvarásir


Höfundur þráðar
KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Talstöðvarásir

Postfrá KÁRIMAGG » 23.nóv 2015, 23:16

Sælir félagar, hverjir eru i því að forrita talstöðvar??
Og þarf ég að borga fullt gjald hjá f4x4 til að fá félagsskírteini eingöngu til að geta notað rásirnar þeirra ?????



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Talstöðvarásir

Postfrá ellisnorra » 24.nóv 2015, 07:59

Finnst þér óeðlilegt að gerast félagi í ákveðnum klúbbi til að nota rásir sem ætlaðar eru fyrir klúbbmeðlimi?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Talstöðvarásir

Postfrá Lindemann » 24.nóv 2015, 10:26

Þú getur borgað félagsgjaldið hjá þeim og fengið rásirnar þeirra og svo geturu líka keypt þína eigin tíðni hjá Póst og fjarksiptastofnun og notað hana eins og þér dettur í hug. :)

En allar talstöðvaþjónustur geta forritað talstöðvar, þ.e. Bílanaust, Radíóraf, Nesradíó, Múlaradíó og eflaust einhverjir fleiri sem ég gleymi.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Talstöðvarásir

Postfrá jongud » 24.nóv 2015, 10:28

Félagsgjaldið hjá F4X4 er ekki mikið þegar tekið er tillit til afslátta og aðgangs að landsdekkandi fjarskiptakerfi með fjölda endurvarpa.
Sjálfur tók ég amatörpróf í fyrra fyrir tugi þúsunda og hef þar með enn betri möguleika á fjarskiptum, m.a. um gervitungl.


Höfundur þráðar
KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Talstöðvarásir

Postfrá KÁRIMAGG » 24.nóv 2015, 11:08

elliofur wrote:Finnst þér óeðlilegt að gerast félagi í ákveðnum klúbbi til að nota rásir sem ætlaðar eru fyrir klúbbmeðlimi?

Nei finnst það ekkert óeðlilegt þetta er bara spurning sem ég varpaði fram

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Talstöðvarásir

Postfrá ellisnorra » 24.nóv 2015, 12:40

Já það er semsé þannig :)
Björgunarsveitamenn hafa líka aðgang að 4x4 rásunum en ég veit ekki hvort ætlast sé til að þær séu til almennrar notkunar af þeim.
http://www.jeppafelgur.is/


abni
Innlegg: 26
Skráður: 24.jan 2012, 22:28
Fullt nafn: Árni Bergsson

Re: Talstöðvarásir

Postfrá abni » 24.nóv 2015, 12:46

Sælir
Eitt sinn voru ungir menn sem höfðu mikinn áhuga á að breyta jeppum, gera þá hæfari til að aka í snjó td.
Margir vildu og vilja enn banna alfarið allar breytingar á bílum, ekki bara jeppum.
Ferðaklúbburinn 4x4 var stofnaður af þessum ungu mönnum og tókst með mikilli vinnu að gera það löglegt að breyta og aka slíkum bíl í almenri umferð.
Barátta fyrir þessu stendur enn yfir því nóg er af fólki sem vill banna þetta. Nýlega birtist grein í FIB blaðinu þar sem færð voru rök fyrir slíku banni. Því var svarað af félagsmönnum í (tækninefnd) f4x4 og öll rök hrakin.
Einnig vildu menn stuðla að frekari ferðamennsku á eigin vegum. Ferðafrelsisbaráttan hefur staðið í nokkur ár og sér ekki fyror endan á því. Draumurinn er að loka hálendinu öllu nema fyrir rútur.
Eitt af verkefnunum er vhf kerfið sem f4x4 hefur átt stóran þátt í að koma upp og viðhalda því. Það þarf að borga til póst og fjar. árlegt gjald til að nota þessar rásir.
Það kostar 7000 kr á ári að vera í f4x4, ef nýttir eru allskonar afslættir sem því fylgja þá er þetta mjög fljótt að skila sér til baka.
Bara svona til fróðleiks.


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Talstöðvarásir

Postfrá gambri4x4 » 24.nóv 2015, 17:24

Veit einhver hvað það kostar að fá sína eigin rás á Vhf og hvar maður sækir þá um það?

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Talstöðvarásir

Postfrá Lindemann » 24.nóv 2015, 20:45

http://www.pfs.is/fjarskipti/tidnir-og-taekni/tidnimal/umsoknir-um-tidnir/

Það er reyndar eftir nánari athugun ekki ætlast til þess að einstaklingar eignist sína eigin tíðni, það þarf að vera fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: Talstöðvarásir

Postfrá Hrútur1 » 25.nóv 2015, 09:15

Ein rás kostar á milli 15 – 20 þúsund á ári


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 53 gestir