Síða 1 af 1

LC90 erfiður í gang !!

Posted: 23.nóv 2015, 22:30
frá Garpur
Ég er í basli með að fá krúserinn minn ('97) í gang þessa dagana....þarf að starta honum lengi áður en hann hrekkur í gang. Rafgeymar í topp standi. Ég er búinnn að láta skipta um glóðakertin en ekkert lagaðist við það, setti í hann nýja hráolíusíu og þá fann ég smá mun en ekkert til að vera sáttur við......hafa menn lent í einhverju svipuðu og hvað var þá að. Hljómar þetta eins og vesen í eldsneytiskerfinu? getur verið að hann nái að draga loft einhversstaðar....hvar og hvernig er best að leita???

Kv. Almar

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 24.nóv 2015, 00:32
frá Valdi B
þetta var hjá mér og þá hafði ég verið ný búinn að setja hráolíusíuhúsið í bílinn eftir að hafa losað það frá til að mála, og fyrir mistök gert smá gat á slöngu á því sem var nóg til þess að hann hagaði sér svona, en lak hráolíu í gegnum þetta litla gat. var kraftlaust og þurfti alltaf langt start til að fara í gang. en eftir þetta algjör draumur

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 24.nóv 2015, 08:18
frá peturt
Er búið að skipta um rörin ofaní tankinn á honum ? minn var farinn að láta svona og það voru rörin ofaní tank hjá mér. Það var semsagt að komast loft og það rann allt til baka ofaní tank frá síuhúsinu. Eftir að ég skipti um þetta þá hefur hann verið í lagi. Keypti bæði stykkin ný í Toyota sem fara í tankinn og var þetta í kringum 25þ kall allt saman.

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 24.nóv 2015, 21:59
frá Garpur
peturt wrote:Er búið að skipta um rörin ofaní tankinn á honum ? minn var farinn að láta svona og það voru rörin ofaní tank hjá mér. Það var semsagt að komast loft og það rann allt til baka ofaní tank frá síuhúsinu. Eftir að ég skipti um þetta þá hefur hann verið í lagi. Keypti bæði stykkin ný í Toyota sem fara í tankinn og var þetta í kringum 25þ kall allt saman.


Sæll, ertu þá að tala um rörin alveg frá tank upp í síuhúsið? Næsta skref væri þá að skoða þetta!

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 24.nóv 2015, 22:43
frá Kalli
Taktu slönguna sem fer í hráolíusíuhúsið úr tanki úr sambandi og settu aðra lengri í staðinn og í brúsa með olíu upp á þak og startaðu og ef það virkar ekki getur þú farið í rörin í tanknum.

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 25.nóv 2015, 19:59
frá peturt
Garpur wrote:
peturt wrote:Er búið að skipta um rörin ofaní tankinn á honum ? minn var farinn að láta svona og það voru rörin ofaní tank hjá mér. Það var semsagt að komast loft og það rann allt til baka ofaní tank frá síuhúsinu. Eftir að ég skipti um þetta þá hefur hann verið í lagi. Keypti bæði stykkin ný í Toyota sem fara í tankinn og var þetta í kringum 25þ kall allt saman.


Sæll, ertu þá að tala um rörin alveg frá tank upp í síuhúsið? Næsta skref væri þá að skoða þetta!




Það eru tvö stykki sem skrúfast ofaní tankinn. svo koma gúmmíslöngur frá því og í rörin á bílnum. Hjá mér voru rörin á stykkinu sem fer í tankinn ónýt.
Það þarf að taka tankinn undann bílnum til að skipta um þetta.

kv.
Pétur

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 27.nóv 2015, 20:16
frá olei
Áður en þú snýrð við hráolíukerfinu skaltu setja spennumæli beint á glóðarkertin og sjá hvort að þau fái örugglega straum þegar þú svissar á bílinn kaldann og athugað líka hversu lengi hann hitar. Það getur fleira bilað í hitakerfinu en bara kertin.

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 29.nóv 2015, 22:01
frá Garpur
olei wrote:Áður en þú snýrð við hráolíukerfinu skaltu setja spennumæli beint á glóðarkertin og sjá hvort að þau fái örugglega straum þegar þú svissar á bílinn kaldann og athugað líka hversu lengi hann hitar. Það getur fleira bilað í hitakerfinu en bara kertin.


sæll, það er búið að mæla fyrir mig glóðakertin og allt í góða þar. En þegar ég pumpa olíu upp í gegnum hráolíusíuna þá fer hann eðlilega í gang sem bendir væntanlega til þess að olían nær að leka til baka......hugsanlega vegna þess að loft kemst einhverstaðar inn??? Ætli næsta skref verði ekki að kanna lagnirnar eins og ég mögulega get og sjá hvað kemur út úr því áður en maður lætur verkstæði setja tíma á þetta!!!

Kv. Almar

Re: LC90 erfiður í gang !!

Posted: 11.jan 2016, 20:57
frá Garpur
Sælir.....vandamálið leyst og takk fyrir allar ábendingarnar, ég komst loksins í þetta verkefni og skipti út rörunum sem fara ofaní tankinn, hvergi sást smit á rörum milli tanks og hráolíusíu svo ég ákvað kaupa þessa varahluti og það kom á daginn þegar ég tók tankinn undan að olíusmitið var á lögnum þar, skipti þessu út og málið leyst.
Kv. Almar