Síða 1 af 1

Millikassa vesen

Posted: 23.nóv 2015, 10:34
frá birgthor
Sæl öll,

Ég ætlaði mér að skipta út sídrifna millikassanum í Chevrolet Astro 1991 árg. sem ég er með og setja (helst) handskiptan millikassa með lágu drifi.

Er einhver hér sem hefur tillögur að kassa sem gæti verið hentugur í þessar pælingar?

Ég var búinn að fá ábendingu um að hendugast væri að finna kassa út S10 Blazer/Jimmy/Pickup en það er eitthvað vandfundið að finna þá. Ef einhver veit um bíl með kassa eða kassa sem er falur væri líka gaman að fá þær uppl.


Kv. Biggi