Síða 1 af 1
Ford F250 framfjaðrir
Posted: 22.nóv 2015, 17:19
frá villi
Jæja Fordsnillingar, Mig vantar framfjaðrir undir fordinn hjá mér í staðinn fyrir þessar orginal en málin á þeim eru svona u.þ.b. 142cm auga í auga og 71cm frá fremra auga í miðfjaðrabolta en væri til í að fá ca 5 cm framfærslu eða ca 66cm í miðfjaðrabolta.
Hvað dettur ykkur í hug að ég geti sett þarna undir?
Planið er að leika sér á 46" svo maður verði ekki alveg farlama í vetur
Kv Villi
Re: Ford F250 framfjaðrir
Posted: 22.nóv 2015, 20:14
frá Fordinn
Hrólfur hérna á spjallinu setti fjaðrir undan bens undir sinn ford allavega.... ég er með bens fjaðrir undir econoline sme ég á. eg er ánægður með econolinerinn... finnst hann mýkri enn econoline billinn sem pabbi á og sá er á gormum.
Re: Ford F250 framfjaðrir
Posted: 22.nóv 2015, 21:19
frá villi
Glæsilegt, takk fyrir þetta. Spjallaði nefnilega við Hrólf og hann mundi ekki undan hverju þessar fjaðrir voru
en veistu undan hvernig Bens þetta kemur svona til að þrengja leitina
Re: Ford F250 framfjaðrir
Posted: 23.nóv 2015, 00:08
frá Fordinn
Ég er ekki alveg viss... enn miðað við hvað margir virðast hafa notað þær... þá myndi ég skjóta á þessa bens kálfa sem hafa verið til i gegnum tíðina... og eg man að vinur hans pabba setti bens fjaðrir undir sinn econoline fyrir nokkrum árum og bíllinn varð víst allt annar að keyra. Er ekki málið að kikja í fjaðrabúðina part, eða jafnvel tala við hjalla partasala sem reif þó nokkra svona bens tíkur á sínum tíma þessir kallar hljota að vita eitthvað um þetta.
Re: Ford F250 framfjaðrir
Posted: 24.nóv 2015, 19:03
frá haflidason
Èg væri einnig til í ad vita meira um tetta fjadramál, væri til í ad mykja minn (99 250super duty) svo lengi sem burdurinn minnkar ekki
Re: Ford F250 framfjaðrir
Posted: 01.des 2015, 19:34
frá villi
Ég er búinn að leita aðeins en finn ekkert nema að einhver kallaði þetta kúlubenz sem þrengir þetta kannski eitthvað
Re: Ford F250 framfjaðrir
Posted: 03.des 2015, 00:11
frá Elmar Þór
Það er hægt að setja mjúkar fjaðrir og hafa svo bara hjálparpúða sem hægt er að dæla í þegar bíllinn er mikið lestaður