Síða 1 af 1
Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 12.nóv 2015, 12:40
frá sukkaturbo
sælir félagar er í smá vandræðum og vantar aðstoð . Sonur minn er í Reykjavík og er á Benz M 320 árgerð 2001. Bíllinn byrjaði að missa kraft og koka í gærkveldi en er eðlilegur í hæga gangi enn vinnur illa þegar á að fara að gefa honum og nær varla 50 km hraða.Er einhver hér sem gæti skoðað þetta og jafnvel lagfært og ég að sjálfsögðu greiði fyrir vinnuna. Hann er ný kominn suður og ratar lítið. Hann fékk vinnu hjá Sólningu í Kópavogi í gær og er vont fyrir hann að vera bíllaus. kveðja guðni á sigló gsm 8925426 eða mail
gudnisv@simnet.is og síminn hjá drengnum er 8956410 og heitir hann guðni líka
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 12.nóv 2015, 14:01
frá Járni
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 12.nóv 2015, 14:05
frá RunarG
Sæll Guðni
Hringdu í Ágúst Magna Þórólfsson 896-1083
Hann er með verkstæði uppá Funahöfða 17, er með tölvu til að lesa og er mikill bens snillingur. Var hjá öskju i einhver ár.
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 12.nóv 2015, 15:07
frá Svenni30
Já sammála Rúnari. Bjallaðu í Ágúst mikill snillingur þar á ferð
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 12.nóv 2015, 16:34
frá sukkaturbo
takk félagar búinn að hringja í nokkur verkstæði viku til 20 daga bið.
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 12.nóv 2015, 21:57
frá Valdi B
hringdu í bíla-doktorinn þeir hljóta að geta kíkt á bílinn fyrir hann fljótt, hann rúnar sem er þar er algjör snillingur þegar kemur að benz
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 12.nóv 2015, 22:44
frá sukkaturbo
sæll allir uppteknir fæ kanski einn á morgun til að skoða málin og þakka ykkur fyrir aðstoðina
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 13.nóv 2015, 00:31
frá íbbi
er vélaljós?
það er djös vesen með benz/bmw að þeir eru ekki með obdII tengi, þarft benz/bmw tölvur til að lesa þá
prufaðu að bjalla í gísla, held að það heiti bílaþjónustan, dalvegi kópavogi, hann getur lesið hann að ég held
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 13.nóv 2015, 04:51
frá Heddportun
Hvenær var skipt um bensínsíuna?
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 13.nóv 2015, 07:54
frá sukkaturbo
Sælir félagar fékk góðan Siglfirðing sem býr í Kópavogi til að líta á bílinn. Hann á tölvu sem hann gat pluggað við bílinn og upp kom kodi um að skoða kertin eða hann gengi ekki rétt á tveimur sýlindrum. Hann tók bílinn til sýn og ætlar að skoða kertin og bensín síuna. Svo þetta er komið í ferli. Læt vita hvernig fer og aftur kærar þakkir fyrir góð viðbrögð og ef þið lendið í vandræðum á mínu svæði þá bara hafið samband og ég skal aðstoða ykkur og hleypa ykkur inn á verkstæðið mitt hvenær sem er. kveðja guðni
Re: Vantar aðstoð/guðni á sigló
Posted: 13.nóv 2015, 12:43
frá Járni
Frábært að menn nýti sér spjallið til að hjálpa náunganum!