Síða 1 af 1

Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 09:47
frá Hjörturinn
Daginn.

Hvar hafa menn verið að kaupa gormaklemmur?
er með 2 klemmur, svona "venjulegar" svipaðar þessum Image
En þær duga bara ekki til, þarf lengri klemmur og mögulega með meiri pressukraft.
Veit einhver hvar maður fær extra langar svona klemmur?

Re: Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 09:49
frá Hjörturinn
Það er ekki að spyrja að því, um leið og ég póstaði þessu fann ég klemmur sem ég held að dugi :)

https://www.sindri.is/gorma%C3%BEvingur ... btjeac0137

Þokkalegt verð á þessu líka

Re: Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 09:52
frá biturk
Fáðu þér bara lengri snittein ì þessar og skiptu um hann :)

Re: Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 10:04
frá Hjörturinn
Já hafði pælt í því en gengjurnar á öðrum þeirra eru orðnar töluvert lúnar, vissara að kaupa bara nýtt, nenni ekki að fá þetta í gegnum andlitið :)

Re: Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 10:16
frá Sævar Örn
já það er vissara að hafa þetta drasl nýlegt og ekki haugslitið... hef séð það valda nærri stórslysi og þónokkrum skemmdum

sjálfur nota ég svona græju svipaða þessari https://www.sindri.is/gorma%C3%BEvingusett-ibtjgai0801

nema hún heitir KESI og er að mig minnir frá verkfærasölunni, og kostaði helming af þessu verði þarna 77.000

Re: Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 13:58
frá Járni
Það sem Sævar vísar á er margfalt öruggara og betra.

Re: Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 17:51
frá villi58
Fáðu þér lengri klemmurnar í Sindra, bara passa að herða jafnt og þá verður allt í lagi.

Re: Gormaklemmur

Posted: 12.nóv 2015, 21:56
frá Sævar Örn
ég á svona klemmu líka, að vísu heimasmíðaða og gríp stundum í hana þegar stóra þvingan hentar ekki aðalmálið er að nota góða feiti á gengjurnar og ekki hamast með loftverkfærum á þessu og þá er allt í lagi og þetta endist býsna lengi