Síða 1 af 1
					
				Hvar er hægt að láta vigta jeppann
				Posted: 11.nóv 2015, 10:00
				frá peturin
				Hvar er hægt að láta vigta jeppann og fá vottorð fyrir vigtun á RVK svæðinu.
			 
			
					
				Re: Hvar er hægt að láta vigta jeppann
				Posted: 11.nóv 2015, 10:11
				frá sigurdurhm
				Ég myndi prófa hafnarvog. Eða fá vigtun hjá Sorpu eða svipuðu fyrirtæki. 
Það ætti að vera löggiltur vigtarmaður á þessum vogum sem hefur heimild til að vigta og gefa út vottorð. 
Svo væri kannski gáfulegt að hafa samband við Samgöngustofu en skv. þeirra heimasíðu þarf að nota sérstakt eyðublað frá þeim. 
http://www.samgongustofa.is/media/eydub ... unLOGO.pdfhttp://www.samgongustofa.is/eydublod#Kv. Sigurður
 
			
					
				Re: Hvar er hægt að láta vigta jeppann
				Posted: 11.nóv 2015, 11:53
				frá AgnarBen
				Ég hef fengið viktarseðil hjá voginni við malarvinnsluna við hliðina á BL (gamla Ingvar Helgason) og svo voginni niðrá Granda (er kannski búið að loka henni !).  Einnig er vog í Hafnarfirði sunnan megin við höfnina við Óseyrarbraut.
			 
			
					
				Re: Hvar er hægt að láta vigta jeppann
				Posted: 11.nóv 2015, 18:21
				frá helgierl
				Ég fór í Hringrás Klettagörðum í sumar til að fá vigtun á fellihýsi vegna breytingarskoðunar.
			 
			
					
				Re: Hvar er hægt að láta vigta jeppann
				Posted: 12.nóv 2015, 10:18
				frá Sævar Örn
				fínt að fara í hringrás í klettagörðum þar er skoðunarstöð við hliðina á sem tekur á öllum málum sem vigtarseðill kemur við :)