LC90 ves
Posted: 03.nóv 2015, 00:01
Góða kvöldið
Ég er með sjálfskiptan LC90 99 módel (sídrifin ef einhver var í vafa) sem að tók upp á því í keyrslu á Reykjanesbrautinni í gær að detta úr gír. Ég var á ferðinni og svo allt í einu finnst mér hann missa afl og það gerist ekkert þegar ég stíg á bensíngjöfina.
Ég fer út í kant, set hann í Park og drep á honum. Starta honum aftur og set í D og keyri af stað og kemst ca 10 metra áður en það sama gerist aftur. Svo þegar ég var búinn að vera stopp í smá tíma þá komst ég af stað og gat keyrt inn á næstu bensínstöð en bíllinn byrjaði allur að hristast í akstri eins og eitthvað sæti fast. Á endanum gat ég komið bílnum heim, keyrði mjög rólega og stoppaði reglulega.
Finnst erfitt að útskýra þetta betur en er að vona að einhver geti gefið mér einhverjar ráðleggingar hvað þetta gæti verið.
Bestu kveðjur
Nonni
Ég er með sjálfskiptan LC90 99 módel (sídrifin ef einhver var í vafa) sem að tók upp á því í keyrslu á Reykjanesbrautinni í gær að detta úr gír. Ég var á ferðinni og svo allt í einu finnst mér hann missa afl og það gerist ekkert þegar ég stíg á bensíngjöfina.
Ég fer út í kant, set hann í Park og drep á honum. Starta honum aftur og set í D og keyri af stað og kemst ca 10 metra áður en það sama gerist aftur. Svo þegar ég var búinn að vera stopp í smá tíma þá komst ég af stað og gat keyrt inn á næstu bensínstöð en bíllinn byrjaði allur að hristast í akstri eins og eitthvað sæti fast. Á endanum gat ég komið bílnum heim, keyrði mjög rólega og stoppaði reglulega.
Finnst erfitt að útskýra þetta betur en er að vona að einhver geti gefið mér einhverjar ráðleggingar hvað þetta gæti verið.
Bestu kveðjur
Nonni