Síða 1 af 1
Belli hilux
Posted: 31.okt 2015, 12:52
frá sukkaturbo
Sælir félagar þetta er nýjasta verkefnið Toyot Dobulcab hilux 95 disel loftlæsing framan raflás aftan 5:70 hlutföll nýjar fjaðrir aftan búið að skipta um dragliði í drifskafti lofkútur og loftdæla og fult af nammi ekinn 276.000km var að koma úr skoðun er að græja 44 dekk undir hann að gamni en annars er þessi bíll á 38 dic cepek nýrri gerðinni. breittur hjá bílabúð benna á sínum tíma búið að lyfta bodífestingum og færa þá fremstu aftur undir húsinu er að dunda eitthvað.furðu heill bíll og á vetur setjandi. Einn galli hann er alltof hár fyrir mig ég kemst ekki upp í hann nema að fá kranan sem mig vantar. Get þá híft mig upp í hann á rassgatinu og slakað mér inn
Re: Belli hilux
Posted: 01.nóv 2015, 16:44
frá sukkaturbo
var að dunda í dag tók sætin úr til að skoða gólfið og háþrýstiþvoði þau í leiðinni. smá göt í bílstjóragólfinu setti ryðgrunn og laga svo á morgun málaði stuðara aftan og fram gerði við hitt og þetta aðallega þetta lakkaði felgurna á 382 dekkunum þyrfti að skera þau til svo þau yrðu góð. virðist taka 44" án mikilla aðgerða þarf aðallega að snyrta og skera smá af stuðara búið að færa fremstu hús boddifestinguna bæði upp og aftur
Re: Belli hilux
Posted: 02.nóv 2015, 20:02
frá sukkaturbo
málaði skúffuna að innan í dag og er hún heil í gólfið og með heilan hlera, en ryð er undir köntum ég festi þá með lími og lagaði aðeins undir þeim þannig að þeir hanga á næstu árin.
Re: Belli hilux
Posted: 02.nóv 2015, 21:45
frá ellisnorra
Alltaf gaman að fylgjast með þér Guðni, endilega haltu áfram að halda okkur upplýstum um athafnir þínar (allavega í skúrnum) :)
Re: Belli hilux
Posted: 03.nóv 2015, 16:17
frá sukkaturbo
Sæll Elli þetta er bara orðin hálfgerð dagbók maður er svo vanur að koma hér inn. Ekki merkileg vinna í þessum bíl bara verið að gera þetta nothæft með sem minnstum kostnað og koma honnum í gegnum skoðun sem er að vísu búið kominn með 16 skoðun.Hreinsað innan úr honum og setti rústopp í gólfin og lakkað svo tvær umferðir og set svo koppafeiti í gólfið þar sem mesta bleytan er eða undir fótum bílstjóra og fram farþega og svo byggingarplast yfir og dúkinn svo ofan á og ætti það að lengja líftíma gólfsins um einhver ár. menn geta þá vegið og metið vinnuna og hvernig þetta er gert ef einhver hefur áhuga á kaupum seinna meir og er þá hægt að sjá hvernig maður fúskar þetta saman. Betra að gera þetta svona heldur en að sitja undir því að maður sé að leyna einhverju. Ég málaði skúffuna og er gólfið og bitar undir henni heilt en hliðar undir köntum er ryðgaðar en dugar einhver ár enn. Festi kanta með boddý lími þar sem þeir voru farnir að losna frá við endana eins og vill gerast.
Æji það fóru með myndir af Patrol vélum 1994 vél með bilað hedd og 1997 vél ekinn 260.000km held ég og á að vera í lagi framhásing án öxla orginal köggull og eitthvað af gírkössum og millikassi dót sem er til sölu og átti að koma seinna
Re: Belli hilux
Posted: 04.nóv 2015, 12:47
frá sukkaturbo
Sælir félagar setti koppafeiti í gólfið á Hiluxinum og svo plast yfir og er þetta hörku ryðvörn þekki það af reynslu og verður gaman að sjá hvernig það reynist. hurðar eru heilar að neðan og er hús bílsins furðu gott.
Re: Belli hilux
Posted: 04.nóv 2015, 12:58
frá sukkaturbo
plast yfir
Re: Belli hilux
Posted: 04.nóv 2015, 15:44
frá sukkaturbo
Belli kominn heim á 35" dekkum sem eru á 16" felgum 10" breiðum fín sem snatt dekk