Síða 1 af 1

Gas á Akureyri

Posted: 31.okt 2015, 12:40
frá hobo
Hverjir eru að selja gas á Akureyri, td acetylen, súrefni, argon, mison og þess háttar?
Skilst að Ferro Zink sé með AGA umboð, en svo var ég að heyra sögusagnir um eitthvað nýtt fyrirtæki sem væru með eignaflöskur og væru ódýrari.

Re: Gas á Akureyri

Posted: 01.nóv 2015, 01:13
frá Baldur Pálsson
Það var Danskt fyrir tækji sem var með gas ,það var afgreitt hjá BSA en það er hætt svo það er bara AGA því miður.
kv
Baldur

Re: Gas á Akureyri

Posted: 01.nóv 2015, 11:17
frá Sævar Örn
Strandmöllen hét eitt fyrirtæki fyrir c.a 2-3 árum síðan það var í mikilli sókn en AGA voru snöggir að kaupa það þegar þeir sáu í hvað stefndi, verðin voru uþb. 30% lægri og þeir gáfu líka einstaklingum afslætti sem ég held að sé ekki venjan hjá AGA.

Ég var samt með kúta á leigu þegar ég verslaði við Strandmöllen en það gæti verið að þeir hafi boðið upp á kúta til eigu

Re: Gas á Akureyri

Posted: 01.nóv 2015, 18:52
frá svarti sambo
Það er bara ísaga í dag. Strandmöllen hætti því miður, þar sem að þetta skilaði ekki tilætluðum árangri. Veit svo sem ekki hvort að ísaga sé með útibú á Akureyri, eða þjónustuaðila.

Re: Gas á Akureyri

Posted: 01.nóv 2015, 22:17
frá Raggi B.
Ertu að meina litlu eignarkútana sem GasTec er með ? Þeir hjá FerroZink á Akureyri eru líka með þá og geta selt þér þá frá GasTec ef þú ert að tala um þá.

Re: Gas á Akureyri

Posted: 01.nóv 2015, 23:01
frá hobo
Nei ég er að tala um alvöru gasflöskur.