Síða 1 af 1

Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 22.okt 2015, 15:37
frá gunnarb
Sælir félagar.

Hér er spurning sem Guðni á Sigló hefur sennilega svarið við í kollinum. Ég er að skoða fjöðrunarbreytingar á Hilux á 44" og þarf að reyna að giska nokkuð vel á þyngd hásingarinnar (44" DC dekk á 16" breiðum stálfelgum), orginal hásing af 1996 bíl. Hefur nokkur ykkar þetta á hraðbergi?

kv,
Gunnar

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 22.okt 2015, 16:38
frá biturk
geturðu ekki bara vigtað þetta?

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 23.okt 2015, 17:40
frá sukkaturbo
giska á 250 kg dekk á felgum um 75 kg stykkið hásing sirka 110.kg en hef samt aldrei vigtað framhásingu en hef verið að bera þetta um skúrinn fram og til baka virkar ekki þung að halda á henni.

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 24.okt 2015, 17:55
frá gunnarb
Takk fyrir þetta Guðni. Ég á því miður ekki vígt í svona rannsóknir, þetta er örugglega nógu nærri.

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 24.okt 2015, 18:50
frá ellisnorra
Stelur bara baðvoginni af konunni í smá stund, breiðir tusku yfir allt nema skjáinn og viktar :)

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 24.okt 2015, 22:33
frá Startarinn
Þetta líkar mér Elli, hugsa í lausnum

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 24.okt 2015, 22:38
frá LFS
Ætli klafabúnaðurinn sè ekki lèttari?

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 25.okt 2015, 10:04
frá jongud
LFS wrote:Ætli klafabúnaðurinn sè ekki lèttari?


Stærsti munurinn á klöfunum og hásingu er svokölluð "ófjaðrandi þyngd". Hásingin er öll fyrir neðan fjaðrirnar en bara hluti af klafabúnaðinum. Þessi þyngd er mjög slæm fyrir aksturseiginleika.

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 25.okt 2015, 10:17
frá ellisnorra
Klafabúnaðurinn er samkvæmt minni tilfinningu svipað þungur og hásingin, ef ekki þyngri. Þá er ég að tala um allt draslið sem maður sker í burtu þegar maður hásingarvæðir. Er einmitt með einn bíl í skúrnum hjá mér í "klafar út, hásing inn" breyting akkúrat núna. Þessi tilfinning er bara byggð á því þegar ég var að bera draslið út og hásinguna inn, ekkert vísindalegt.

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 29.okt 2015, 23:22
frá gunnarb
elliofur wrote:Stelur bara baðvoginni af konunni í smá stund, breiðir tusku yfir allt nema skjáinn og viktar :)


Svoleiðis græja hefur aldrei verið til á mínu heimili :-)

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 30.okt 2015, 11:05
frá E.Har
gunnarb wrote:
elliofur wrote:Stelur bara baðvoginni af konunni í smá stund, breiðir tusku yfir allt nema skjáinn og viktar :)


Svoleiðis græja hefur aldrei verið til á mínu heimili :-)



Meinarðu þá konu?

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 30.okt 2015, 11:28
frá ellisnorra
E.Har wrote:
gunnarb wrote:
elliofur wrote:Stelur bara baðvoginni af konunni í smá stund, breiðir tusku yfir allt nema skjáinn og viktar :)


Svoleiðis græja hefur aldrei verið til á mínu heimili :-)



Meinarðu þá konu?


Ég veit ekki með þig, Einar, en mín kona er nú ekki bara einhver græja, kannski er þín það :)
Og já, ég geri mér samt grein fyrir að spurningunni var beint til Gunnars :)

Re: Þyngd á framhásingu á Hilux

Posted: 07.nóv 2015, 10:10
frá gunnarb
E.Har wrote:
gunnarb wrote:
elliofur wrote:Stelur bara baðvoginni af konunni í smá stund, breiðir tusku yfir allt nema skjáinn og viktar :)


Svoleiðis græja hefur aldrei verið til á mínu heimili :-)



Meinarðu þá konu?



hehe, jú kona og húsbóndi eru til á heimilinu (í sama eintakinu :-)