Síða 1 af 1
Dekkjaval
Posted: 17.okt 2015, 16:59
frá Jonasj
Er að fara að skipta um dekk undir Land rover discovery. Annað hvort mun ég setja AT dekk undir og mikroskera eða setja Toyota harðskeljadekk undir. Ég Stefni að því að keyra allt árið á þessum dekkjum. Harðskeljadekkin eru vetrardekk þa ég er smá hræddur um að þau endist illa ef ég nota þau á sumrin. Hvaða reynslu hafa menn af þessu
? Mælið þið með AT eða harðskelja?
J
Re: Dekkjaval
Posted: 18.okt 2015, 22:44
frá Startarinn
Ég er með Toyo skeljadekk undir Benzanum mínum, ég er búinn að keyra 5 vetur og 1 sumar á þeim, og hugsa að ég klári amk þennan vetur á þeim og jafnvel næsta sumar líka.
Leigubílstjóri sem ég hitti áður en ég keypti þessi dekk, sagði mér að hann hefði keyrt 70 þús km a sínu setti áður en hann skipti, ég held að ég sé kominn í svipað á mínum
Re: Dekkjaval
Posted: 18.okt 2015, 23:06
frá biturk
Hvaða stærð
Re: Dekkjaval
Posted: 20.okt 2015, 19:37
frá Jonasj
275 65 18.
Varðandi harðskelja og vetrardekkin þá óttast eg smá lélegt veggrip i blautu a sumrin. Jafnvel að þau tætist upp. AT dekkin gætu hugsanlega verið slök í hálku.