Vélapælingar

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Vélapælingar

Postfrá ellisnorra » 16.okt 2015, 18:42

Það var að detta inn hjá mér patrol með ónýta vél. Hversu ónýt veit ég reyndar ekki ennþá, en það eru talsverð óhljóð í henni og kvarðinn nær ekki ofaní smurolíu. Þetta er 2000 árgerð með ZD30 (3.0L) Reikna ekki með að reyna að laga hana, það er ekkert gaman. Langar að setja eitthvað annað í :) Gamla dótið er þá til sölu ef einhvern vantar eitthvað sem mögulega er ekki ónýtt. Auglýsi það síðar þegar ég veit hvað er heilt en get tekið á móti pöntunum.

Nú er stór og sterkur gírkassi í honum, hvaða mótorar passa á hann? Er það bara zd30 og td4.2? Einhverjir fleiri?


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Vélapælingar

Postfrá Startarinn » 17.okt 2015, 12:26

Síðan hvenar skiptir þig máli hvort hlutirnir "passa" eða ekki?

Er málið ekki bara "pure obtainium"? (þ.e.a.s. það sem er til eða fæst á lágmarksgjaldi)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


kroni
Innlegg: 17
Skráður: 16.des 2011, 20:20
Fullt nafn: Jón Kristinn Sigurðsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Vélapælingar

Postfrá kroni » 17.okt 2015, 14:54

Er ekki "passar" afstætt í þínum huga :)


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Vélapælingar

Postfrá sukkaturbo » 17.okt 2015, 16:40

Sæll Elli fann þetta á Facebook gæti kanski komið af stað einhverjum pælingum það er líka myndir af þessu kveðja guðni
Númi Aðalbjörnsson
Patrol 3,0 .lit patrol gírkassi með ford 351 efi kúplingshúsi
Nissan Patrol 3.0 Gírkassi
Til Sölu þessi Gírkassi í toppstandi. Kúplingshúsið er samt ekki patrol passar á Ford 351 efi

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapælingar

Postfrá ellisnorra » 17.okt 2015, 22:09

Haha jújú, maður hefur komið hinu og þessu saman svosem. Bara ýmsar pælingar í gangi, upplýsi það mögulega síðar. En ég lít ekki við bensínvélum, eingöngu dísel. Það er til fullt af allskonar vélum, sérstaklega ef maður horfir í trukkalínurnar, hvort sem það er japanskt eða amerískt. Cummins 4bt væri algjör snilld, en framboðið af þeim er ekki mikið hérna heima eins og menn þekkja. Vissulega snýst þetta um markað, sendibílar eru hér og þar að grotna niður með fínar vélar, margir með direct injection eins og cummins. Sennilega passar ekkert við patrol kassann sem ég tel heita FS5R50B. Endilega leiðréttið mig með það ef það er rangt hjá mér.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vélapælingar

Postfrá svarti sambo » 17.okt 2015, 22:35

Elli.
Það eru örugglega til nóg af cummins bátavélum/Rafstöðvum. Þarft bara að breyta sjókerfinu ( sjókælingin ) í landkerfi, sem er lítið mál. Hvaða cummins vélar voru t.d. í einhverjum Case Traktorsgröfum.
Fer það á þrjóskunni


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Vélapælingar

Postfrá Boxer » 18.okt 2015, 10:21

Ef ég væri í þessum sporum, þá myndi ég skoða alvarlega disel BMW mótor, það er vekstæði í Póllandi sem er að setja 3.0 lítra mótor sem heitir M57 í Y61 Patrolinn.
Eins og er hafa þeir bara sett þá í beinskipta bílinn, og eru þeir farnir að selja milliplötu kitt með kúplingu, sjá hér
https://www.facebook.com/Extrem4x4Europe/photos/a.478752368811836.105967.476026675751072/998411663512568/?type=3&theater

Það virðist vera hægt að ná flottum tölum út úr þessum mótorum 290 Hp og 700Nm á dynobekk, (ss ekki torfæruhestöfl) sbr þennan hér:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.555864124433993.1073741827.476026675751072&type=3
Þarna eru menn búnir að prufa 3 lítra orginal mótorinn, 4.2td Hdj-80 mótorinn og svo líka 6.5 GM (reyndar ekki í þessum bíl, en öðrum samskonar), en eru komnir niður á þennan M57 mótor.

Svo er nú bara ágætis skemmtun að skoða síðuna hjá þessum köppum, þeir eru í allskonar verkefnum.
https://www.facebook.com/Extrem4x4Europe

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vélapælingar

Postfrá jeepson » 18.okt 2015, 19:07

Izan (Jón Garðar) setti 6.2 í Y60 patta og notaði 4.2 gírkassa. Hann keypti millistykki til að geta notað 4.2 kassann aftan á 6.2 vélina. Hann gæti frætt þig eitthvað meira um þetta.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapælingar

Postfrá ellisnorra » 18.okt 2015, 20:19

Elías, ég veit svosem að þetta leynist hér og þar, meðal annars uþb 15 stykki á mínum vinnustað. En þetta er yfirleitt keyrt út, sumar vélarnar í Tiger dráttarbílunum í Norðuráli eru að nálgast þriðja tug þúsund tíma. Þetta er keyrt þar þangað til það stoppar og fæst jafnvel ekki eftir það, það á alltaf að gera þær upp sem ekki slá sig út. Búinn að reyna. Ég hef líka haft augun opin fyrir svona vélum lengi, en eftirspurnin er líka mun meiri en framboðið sem kemur fram í verði.

Dúndur flott innlegg Hjalti. Ég hef einmitt verið að spekulera afhverju maður sér ekki meira um benz og bmw díselmótora í jeppum. Sjálfur á ég E benz, 3.2 dísel common rail OM613, um 200 hp og 500nm með variable vane túrbínu. Ég treysti mér alveg í að mixa svona í, sérstaklega ef ég fæ milliplötuna tilbúna. Finnst reyndar dálítið mikið að borga 1500 evrur fyrir en vissulega er maður að fá sterka kúplingu líka. Gallinn við þetta er að þessar vélar eru of dýrar fyrir mitt budget, maður verður að fá annaðhvort heilan (klesstan/oltinn/whatever) bíl eða vél með gjörsamlega öllu loomi, hvort sem er þá kostar það marga marga marga hundraðþúsundkalla.
En gæti verið mjög gaman!

Þegar þú nefnir patrolinn hjá Jóni Garðari, Gísli, þá mundi ég eftir honum líka, gaman væri að heyra hans sögu, man reyndar eitthvað eftir frásögnum hans um þetta. Jón, hvernig gerðiru þetta, mixaðiru þetta sjálfur?
http://www.jeppafelgur.is/


h212
Innlegg: 205
Skráður: 01.feb 2011, 18:27
Fullt nafn: Hákon Andrason

Re: Vélapælingar

Postfrá h212 » 18.okt 2015, 20:42

það var einn á patrol spjallinu á facebook sem var búinn að setja 4.0 turbo landcruiser motor við 3.0 kassa . og hann er tilbuinn að smiða millistykki fyrir 60 þúsund . hann notar þá 3.0 kúplingu og cruiser pressu.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapælingar

Postfrá ellisnorra » 18.okt 2015, 21:21

Image

Þetta lítur nú nokkuð vel út hjá þeim :)
Meira hér (facebook linkur)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vélapælingar

Postfrá jeepson » 19.okt 2015, 17:03

Svo hafa menn líka sett 2.8 úr eldri patrol í þessa bíla. Þetta snýst alt um hvað þú vilt gera. Ætlaru að eiga bílinn í nokkur eða bara koma honum í gagnið og selja hann svo eftir nokkra mánuði. Mér fynst það oft ráða svolítið hvað maður á að leggja mikið í þetta. Ég ætlaði t.d að cummins væða pattann hjá mér. En núna er það inní myndinni að selja hann og finna Y61 patrol boddý og henda ofan á raminn sem að ég verslaði um daginn. Þá er ég líka með bíl sem má bera 46" og auka olíu og það sem þarf í jeppaferð. Pattinn minn má vera 2800kg í heildar þyngd. Þannig að með cummins og t.d 44" DC þá er hann orðin 2700kg plús. Sem þýðir að ég þarf að fara í stífa megrun og fá félagana til að vera með olíuna til þess að hann sé löglegur. Yrði sennilega ekki vinsæll í þeirri jeppaferð. Mér lýst á BMW væðinguna. Það er léttur mótor með haug af hestöflum og togi. Ég hafði samband við þetta fyrirtæki útí Póllandi til að forvitnast um verð á svona swappi. 10.000 evrur fyrir 3gja lítra vél tilbúinn í að keyra. 12.000 evrur fyrir 3.5 vél sem var þá að skila hærra togi og hestöflum. Mér hefur en ekki tekist að vinna vinninginn í lottóinu þannig að það verður sennilega ekki mikið úr þessu. En ég fékk þá svar við forvitni minni :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapælingar

Postfrá ellisnorra » 19.okt 2015, 17:52

Gaman að sjá þessar verðtölur, 1.4mill + ferðin með norrænu, síðan fengist einhver skiptimynt fyrir brotajárnið sem maður skilur eftir. Alveg útúr myndinni, en athyglisvert. Ég myndi nú alveg treysta mér í swappið ef ég fengi donor bíl í hendurnar til að rífa þetta úr sjálfur, svona mótor fæst strípaður á íslandi á 150-250 samkvæmt Skúla (SRR) sem hefur örlítið vit á þessu, töluvert meira fyrir allt sem þarf í swappið. En þetta er til.
Ég sótti bílinn í dag og er allavega kominn með hann í hendurnar, ætla að opna 3.0 og sjá hvað er að hrjá hana, en það liggur fyrir að hún þjappar takmarkað á einhverjum cylindrum en fer þó í gang og slekkur smurljós um leið, gengur truntulega. Ég kemst ekki í þetta alveg strax, þarf að klára að hásingarvæða einn hilux sem ég er með í skúrnum hjá mér. Sjáum hvað gerist eftir nokkrar vikur.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vélapælingar

Postfrá svarti sambo » 19.okt 2015, 19:19

Elli.
Ætli þetta sé þá ekki þetta típiska vandamál með 3.0 vélina. Ónýtir spíssar og búnir að gata stimpil eða stimpla. Skylst að spíssarnir í þeim, þurfi alveg sérstaka umönnun.
Fer það á þrjóskunni


haflidason
Innlegg: 133
Skráður: 10.apr 2012, 11:08
Fullt nafn: ólafur hafliðason
Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6

Re: Vélapælingar

Postfrá haflidason » 19.okt 2015, 20:21

en hvernig er með þessar 3,9 izusu vélar? þær hljóta að leynast einhversstaðar í ónýtum sendibílum.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Vélapælingar

Postfrá birgiring » 19.okt 2015, 20:30

Það eru nú fleiri en Nisssan sem gata stimplana. Það er örugglega þekkt með margar Common rail vélar. Ég hef allavega heyrt um Dodge Ram,VW,Skoda og Hyundai svo einhverjir séu nefndir. Þá er spíssavandamál mjög þekkt í Landcruiser.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vélapælingar

Postfrá jeepcj7 » 19.okt 2015, 20:52

Er ekki einfaldast og frekar ódýrt að setja 2.7 úr terrano ef aflið er ekki aðalmálið?
Þar smellpassar minni patrol kassinn við vélina og millikassann er það ekki?
Heilagur Henry rúlar öllu.


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Vélapælingar

Postfrá Heiðar Brodda » 20.okt 2015, 11:14

Sæll settu 3,0 úr nissan trade gamla 3,0 tdi vélin sem er með stál heddum og ódrepandi svo er einnig til 3,0 vél úr terrano og hún hefur ekk verið með vandamál, það er einn nissan trade á bilauppboð núna einmitt kv Heiðar

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Vélapælingar

Postfrá Járni » 20.okt 2015, 13:54

ZD30, eða einhver útfærsla af henni, var einnig í Renault Master sendibílum ef það hjálpar eitthvað.

Annars segi ég eitthvað eldra, einfaldara og sterkara. Benz eða ammerískt. Þá með nútíma græingum á túrbínu og læti í kringum það.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapælingar

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2015, 17:58

Þegar ég startaði þessum þræði þá var ég búinn að finna mér trade mótor, 3 lítra mótor sem heitir bd30, direct injection eins og cummins. Félagi minn er með svona mótor í patrol og þar eru eyðslutölur sem eingöngu toyota menn hafa séð áður (eða sagt frá) og tog sem sennilega kemur frá toyota líka. Ég sótti hann í dag. Gæti farið að dunda í þessu á næstu vikum eftir að hiluxinn sem ég er að vinna fyrir annan mann klárast. Í dag eru einmitt 2 ár síðan ég skrúfaði 6.2 úr subbanum mínum og fór að skrúfa cummins í. Það er nóg að gera í sveitinni.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 28 gestir