Síða 1 af 1
MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 16.okt 2015, 14:43
frá sukkaturbo
Sælir félagar hvernig hafa þessi dekk reynst í snjó og ófærð og þá undir léttum bílum eins og Toyota Dobulcab disel 1991 og þar um. Er að pæla í að fá mér notuð svona dekk en þekki þau ekki og vantar reynslu sögur og hvaða felgubreidd er best fyrir þau svo ég þurfi ekki að finna upp hjólið kveðja uðni
MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 16.okt 2015, 22:49
frá sukkaturbo
Jæja virðast ekki vera þekkt dekk á hópi þeirra sem hér koma.Þá fer maður bara í Grand Hawkinn eða gamla mudder
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 16.okt 2015, 23:12
frá rockybaby
Sæll Guðni 38" mickey thompson eru sjálfsagt ein bestu dekk í þessum stærðarflokki , var á svona dekkjum undir 2,4 tonna jeppa( vigtaður með öllu) í 3 ár og hæglega mælt með þeim , felgubridd 14-15,5" passar vel við þau
mbkv Árni
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 16.okt 2015, 23:40
frá sukkaturbo
Takk árni fyrir innleggið. var búinn að heyra að þau væru stíf og þung í mjúkum snjó svo alltaf gott að heyra frá fólki sem hefur reynslu af hlutunum og dæmir af þekkingu og reynslu
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 17.okt 2015, 01:45
frá Svenni30
Sæll félagi Guðni. Þetta eru góð akstursdekk á malbiki. Finnst þau stíf og leiðinleg fyrir snjó akstur. Þarf að kubba skera. Svo þau hitni ekki mikið við úrhleypingu.
Fannst þau reyndar frábær í krapa snjó.
Svo þarftu alltof mikið af hestöflum til að snúa þeim í snjó eru þung og stíf
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 17.okt 2015, 07:22
frá sukkaturbo
Sæll Svenni takk fyrir þetta
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 17.okt 2015, 10:15
frá E.Har
Er með þau undir dobbelcab. Er sattur, það þarf að skera kubbana á hliðunum.
Er vel breið og standa ml betur en mörg önnur.
Tæki þau alltaf fram yfir Ground Hawk.
Er æ hunslittnum mudder á sumrin og þau hafa lifað ótrúlega lengi.
Lumar alltaf pín mudder blæti í mér enda verið á svoleiðis týpum af öðru hvoru fræ 1986 :-)
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 17.okt 2015, 17:01
frá MIJ
Sæll Guðni,þessi dekk þola illa úrhleypingar sprínga í hliðunum og hætta svo að halda lofti
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 17.okt 2015, 17:42
frá KiddiG
Daginn.
Ég er á Hilux Dobblecap 99 módel.Árið 2007 skipti ég úr mödder yfir á MT MTZ 38 tommu. Ég er búinn að keyra þessi dekk 80 þús km. og búinn að fara ótal ferðir á þessum dekkjum keyra mikið með úrhleypt í allkonar færi. Mín reynsla er sú að þau hafa reynst mjög vel. Billinn hefur allaf verið að drifa mjög vel miðað við önnur 38 tommu dekk. Eftir allan þennan aksur og úrhleypinar er ekki að sjá neitt á dekkunum í hliðunum. Engar sprungur eða fúi í hliðum.
Ég veit hins vegar um að menn hafi verið að henda Dick Cepek dekkjum lítið slitnum vegna þess að þau sprungu í hliðunum.
Sem keyrsludekk eru þau einnig góð. Það er fyrst núna sem farið er að heyrast í þeim veghlóð enda eru dekkin að verða nokkuð slitinn. Ég myndi hiklaust taka MT dekkin og fram yfir bæði mödder og Ground Hawk. Ég sé ekki neinn tilgang í því að vera skera í kubbana á hliðunum á þessum dekkjum því það er ekki að fara að springa neitt með þeim.
Kveðja
Kristinn.
Re: MIckey Thompson MTZ 38x15,5R15
Posted: 17.okt 2015, 22:07
frá sukkaturbo
jamm og jæja gott að fÁ þetta svona fram misjafnar skoðanir og er það bara gott