Boddýhækkun


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Boddýhækkun

Postfrá Axel Jóhann » 16.okt 2015, 09:13

Góðan dag félagar, núna er ég að fara hækka Musso upp, og mig langaði að fá að vita hvernig menn eru að standa í þessu, hvernig er best að byrja og best að útfæra þetta, ég er með 35" sem ég ætla setja undir, svo að ég þarf sennilega að hækka um 5-6cm á boddý, ég veit að það þarf að lengja vatnskassafestingar og stýrislið en er það annað sem þarf að hafa í huga ?

Svona passar 35" undir eins og er, og þarna er bíllinn á lyftu þarna.

Image


1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Boddýhækkun

Postfrá Hrannifox » 16.okt 2015, 19:24

Bremsurör, Samsláttapúða, stuðarafestingar ef kap á milli fer eitthvað í taugarnar á þér.

ætlaru að setja klossa á allar boddyfestingar eða ætlaru að hækka boddyfestingarnar sjálfar upp. Veit ekki hvernig er með það en mérfróðari menn ættu að geta sagt til um hvort það gildi bara ef meiri hækkunar er krafist.

Helduru að þú sleppir ekki með að skrúfa aðeins upp að framann og skera úr ? eða kemur það ekki tilgreina útaf köntum ?
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Boddýhækkun

Postfrá sukkaturbo » 17.okt 2015, 12:38

Ég hef aldrei breitt Mússó en svona með því að horfa á hann er ekki hægt að setja klossa undir gorma taka kantana af skera vel úr loka svo vel og ganga frá og græja svo kantana á aftur með því að taka þá í sundur og steypa inn í þá.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Boddýhækkun

Postfrá StefánDal » 18.okt 2015, 22:00

Þú kannt nú að beygja blikk og sjóða. Ekki hækka :)


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Boddýhækkun

Postfrá Axel Jóhann » 19.okt 2015, 09:45

Ég vil helst ekki skrúfa klafana upp, en ég fæ aðra kanta á bílinn, ég skoða þetta betur um helgina.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Boddýhækkun

Postfrá Hrannifox » 26.okt 2015, 22:08

getur samt alveg skrúfað hann aðeins upp á klöfunum, t.d var 33'' breytingin á pajero þá voru þeir allir skrúfaðir aðeins upp að framann er samt alveg lína sem má ekki fara yfir svo bílinn verður ekki hundleiðinlegur. Ef þér vantar nokkra cm uppá að framann og fínstilla með boddyhækkun þá ætti það að vera í lagi.
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir