Síða 1 af 1

landcruser 80

Posted: 21.jan 2011, 22:11
frá s.f
er með landcruser 80 með rafmagni í rúðum og það er einsog þær séu stífar í þéttiköntonum það eru nýir mótorar veit enhver hér hvort það sé hægt að laga þetta varanlega

Re: landcruser 80

Posted: 21.jan 2011, 22:15
frá ragnarbj
Ég tók þéttikantana úr hjá mér og þvoði þá og bar á þá silcon og þá runnu rúðurnar mun betur, en ég hef grun um að mótorarnir séu orðnir eitthvað þreyttir hjá mér.
Hvar fékkstu mótora í þetta og hvaða prís er á þessu í dag?

Kv. Ragnar

Re: landcruser 80

Posted: 21.jan 2011, 22:16
frá hobo
Sá mann í sjónvarpinu um daginn laga svona stirðleika, hann spreyjaði einhverju á listana, mig minnir helst að það hafi verið silicone einhverskonar.

Re: landcruser 80

Posted: 22.jan 2011, 09:00
frá JonHrafn
Gluða bara "silicon" sprayi í falsið sem rúðan rennur eftir.

Re: landcruser 80

Posted: 22.jan 2011, 12:18
frá Sævar Örn
Listarnir slitna líka með tímanum og morkna það þarf að skipta um þá líka, ef rúðan nær að beygjast eitthvað á leiðinni upp(slit í upphalara og lista) þá þvingast hún og kemst ekki með góðu móti upp

Re: landcruser 80

Posted: 22.jan 2011, 18:30
frá haffij
Listarnir sem að rúðan rennur upp og niður í stífna og fyllast af skít. Þetta skánar aðeins við að þrífa úr þeim sandinn og drulluna og bera svo einhverskonar smurefni í þá.
Eina lausnin er samt að skipta um þessa lista, taka upphalarana úr hurðunum og þrífa þá og smyrja. Mótorarnir sem slíkir linast ekkert að ráði en það verður að smyrja hjólin á upphölurunum og brautirnar sem þau rúlla innaní.

Re: landcruser 80

Posted: 22.jan 2011, 21:24
frá Dúddi
Taka alla gúmíkantana úr og þvo þá í heitu sápuvatni. Sprauta svo í tusku duglega af PTFE smurefni og strjúka vandlega í kantana þegar þeir eru orðnir þurrir.Það heitir bara PTFE og það fæst allavegna í Wurth, það er hreint silicon og ekki feiti í því þannig þá festist síður sandur og drulla í því. Gerði það hjá mér og svínvirkaði.

Re: landcruser 80

Posted: 22.jan 2011, 21:28
frá hobo
Dúddi wrote:Taka alla gúmíkantana úr og þvo þá í heitu sápuvatni. Sprauta svo í tusku duglega af PTFE smurefni og strjúka vandlega í kantana þegar þeir eru orðnir þurrir.Það heitir bara PTFE og það fæst allavegna í Wurth, það er hreint silicon og ekki feiti í því þannig þá festist síður sandur og drulla í því. Gerði það hjá mér og svínvirkaði.


Hljómar vel, það er kominn tími á þetta hjá mér.