Síða 1 af 1
38" hvað er best
Posted: 08.okt 2015, 22:28
frá Freysteinn
Ég er að spá í toyo mt 38" geta menn sagt mér hvernig þau hafa verið að standa sig????
Re: 38" hvað er best
Posted: 09.okt 2015, 00:29
frá Fordinn
Ég er búinn að vera á svona dekkjum i nokkur ár, þau eru undir stórum ford pikka.... þar af leiðandi hafa þau ekki verið notuð til mikilla úrhleypinga til að keyra i snjó.
Þetta eru án efa slitsterkustu dekk undir þyngri bíla sem völ er á, hliðarnar á þeim eru verklegar og hef eg aldrei verið hræddur við grjót á þessum dekkjum. Fyrsta veturinn fannst mér þau pínu sleip enda keypt seint um haust. næsti vetur á eftir voru þau orðin betri, micro skurður hefði an efa hjalpað.
Núna er ég búinn að keyra tugþúsundir km og ennþá eiga þau einhverja km eftir. ekkert hopp eða vesen rásföst og gott grip. þau eru soldið hávær, sérstaklega i byrjun virðast hafa lagast eftir þvi sem þau slitna. það er fyrst núna sem örfínar sprungur eru farnar að myndast á gúmmíið á milli kubba... engar sprungur hafa myndast i hliðunum á þessum dekkjum. þau fóru undir haustið 2008. svo það er sjalfsagt eðlilegt að þetta sé farið að slitna.
Ég mæli hiklaust með þessum dekkjum og undir léttari bílana væri án efa hægt að skera þetta til fyrir úrhleypingar.
Eini gallinn sem ég veit... er ad þau eru orðin helvíti dýr... ég kaupi ganginn á 160 þús undirkomið 2008. svo hækkaði þetta uppí einhvern 400 kall og var þannig lengi vel... þangað til nýlega eg ath verðið og þá var gangurinn kominn uppí yfir 500 þús. engu virðist skipta að vörugjold voru felld niður af dekkjum og gengið hefur verið okkur frekar i hag....samt hafa þau hækkað. ég myndi engu að síður kaupa þessi dekk aftur, og mun gera i nánustu framtíð.
Re: 38" hvað er best
Posted: 09.okt 2015, 21:53
frá Freysteinn
Takk fyrir svarið,það eru víst biðlistar eftir þessum dekkjum. Enn mikið er nú orðið lítið úrval á jeppadekkjum í dag....