Síða 1 af 1

Reynsla af Pathfinder

Posted: 07.okt 2015, 23:27
frá Asgeirg
Hef augastað á 35" breyttum Pathfinder árg. 06. með 2,5 l. díselvél. Vill gjarnan fá einhverjar reynslusögur. Allt vel þegið.

Re: Reynsla af Pathfinder

Posted: 08.okt 2015, 09:59
frá Bjarki Þ
Er nýlega kominn á óbreytta pathfinder árg 2006, spurði marga álits og komst að því að þetta eru virkilega fínir bílar en þó nokkur atriði sem þarf að huga að
#kælirör fyrir skiptingu getur gefið sig þannig að skiptingin skemmist hægt að blinda rörið
# bílar með EGR ventli (mengunavarnarbúnaður) eyða allt að 2l meira en án ventils, hægt er að blinda ventilinn. Ventilinn kemur í einhverja bíla árg 2007 og síðan 2008
# þeir voru ekki ryðvarðir sérstaklega af umboði þannig að það þarf að skoða grindina vel í þeim gagnvart ryði
# skoða þarf ryð á toppnum, afturhlera og aftast á sílsum

Man ekki fleira af í bili

Re: Reynsla af Pathfinder

Posted: 08.okt 2015, 15:44
frá aronicemoto
Sæll,

Á Navöru 2006 sem er að miklu leiti sami bíll. Ég er nýbúinn að breyta mínum fyrir 38". Það er allt satt sem stendur hér að ofan. Einnig ath hvort bílinn hafi verið breyttur hjá Artic Trucks eða ekki. S.s. Fyrir 35-38" breytingu þarf að skipta um efri spyrnu (var gert á öllum AT bílum). Svo myndi ég skoða að láta blinda kælirör fyrir skiptingu.

Kv.
Aron