Síða 1 af 1
					
				Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 14:56
				frá Eygló Aradóttir
				Sæl þið,
er með LC78 2000 árgerð sem er með gatadeilingu 5x150 held ég alveg örugglega. Er að verða gráhærð að leita mér að 35" negldum vetrardekkjum á 15 tommu felgurnar (þ.e dekkjum sem mér líkar við).  Svo ég er að íhuga hvort ég eigi þá ekki bara að breyta um felgur  svona upp á framtíðina að gera, hvaða stærð (tommustærð) mynduð þið fá ykkur? 16, 17, 18?  Nú er það ekki fyrirferðin á bremsubúnaði  sem ræður för, heldur framboð af dekkjum í framtíðinni, það má búast við að 15 tommu dekkjaframboð verði æ minna eftir því sem tíminn líður.  Hafa einhver ykkar kíkt í kristalskúluna og spáð í þetta? ;) 
Og svona í forbyfarten: hvert mynduð þið leita til að kaupa felgur?
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 16:15
				frá Eygló Aradóttir
				já, sé á heimasíðu Arctic Trucks að í þeirra 35 tommubreytingum að bílarnir eru á 17 tommu felgum. Það er kanski svarið ;)
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 16:22
				frá olei
				Það er rétt athugað hjá þér að 15" er á útleið. Ég hef nú bara ekki pælt sérstaklega í því en mér hefur sýnst 17" ætla að verða ríkjandi.
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 19:08
				frá ellisnorra
				Það er nóg úrval af 35" dekkjum fyrir 15" felgur. Ennþá allavega. Annað gildir með 38", þar er úrvalið verulega farið að minnka fyrir 15" felgur.
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 19:49
				frá Eygló Aradóttir
				sum sé hvar er þá að finna Procomp eða sambærilegt þessu 
http://www.procompusa.com/tires-product ... &pqa=14112 fyrir 15 tommu í 35, neglanleg og með sambærilegu gummíi? ;)
 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 20:26
				frá ellisnorra
				tyresdirect.is er með 3-4 gerðir af þessu, Benni er með amk 2 gerðir af toyo 35" fyrir 15", at er með dick cepeck, n1 er líka með amk eina eða fleiri gerðir (cooper stt) svo fátt eitt sé nefnt. Ég er einmitt að spá í því sama. Huginn í tyresdirect er að leita af toyo fyrir mig á rétta verðinu, hann er töluvert ódýrari en allt annað hér.
Hér meina ég allt 35x12.5R15
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 21:38
				frá Eygló Aradóttir
				hef reynt Dick Cepek og fer ekki í þau aftur. Toyo open country AT er ekki borað fyrir nagla (það má vel vera að það sé hægt að bora þau en þa með einhverjum aukakostnaði), Toyo open country MT: jú kanski en ekki beint vetrardekk (er ekki að leita að snjódekki per se).  Tyresdirect.is er ekki með funkerandi heimasíðu. N1: finn ekkert 35 tommu r15 dekk það, má vera að ég sjái það bara ekki en fór x 2 yfir síðuna hjá þeim. Sólning: ja, ég finn amk. ekkert á heimasíðu þeirra. Dekkjahöllin: fann eitt 33 tommu sem kæmi til greina svo sem.
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 22:03
				frá biturk
				Það er ekkert mál að bora toyo at, eg a þannig 33" dekk og nelgdi þau vel, þau eru til sölu ef þu vilt minni dekk
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 04.okt 2015, 23:23
				frá ellisnorra
				Af dekk.n1.is
15 R 35x12.50 Cooper St Jeppadekk 113q	Jeppadekk Tommumál	Neglanlegir	55.990,-	 	Skoða vöru	Til hjá N1. Nánar
15 R 35X12,50 Trxus STS RADIAL	Jeppadekk Tommumál		79.990,-	 	Skoða vöru	Til í vefverslun
15 R 35x12.50 Cooper Stt Jeppadekk 113q	Jeppadekk Tommumál		59.990,-	 	Skoða vöru	Til hjá N1. Nánar
15 R 35X12.5 Pro Comp Xterrain C load	Jeppadekk Tommumál		69.990,-	 	Skoða vöru	Til hjá N1. Nánar
Þú þarft að senda email á þá hjá tyresdirect, þetta eru verðin hjá þeim
BF. Goodrich All Terrain KO dekkin í 35x12.50R15. Þau eru á 44.200 kr. pr. stk. Einnig er ég með Cooper Discoverer STT PRO á 39.506 kr. Pr stk. og General Grabber AT2 á 32.528 kr. Pr. Stk.
dekkverk.is 
Stærð	Tegund/Mynd	4STK ÁN VINNU	VERÐ ÁÐUR 4	UMFELGUN 4STK	NEGLING 4STK	Míkróskera 4stk	Hæð									
35X12,50R15	General Grabber AT2 Alhliða Jeppadekk	176.000 kr.	230.000 kr.	8.000 kr.	8.000 kr.	10.000 kr.	35									
35X12,50R15	BFGoodrich A/T Alhliða Jeppadekk	212.000 kr.	275.000 kr.	8.000 kr.	12.000 kr.	10.000 kr.	35	
Benni er ekki með verð en toyo open country at kosta að mig minnir 58.990 eða þarumbil, toyo open country mt rándýr eða tæpan 70 kall minnir mig
Svo eru margir fleiri í þessu líka, nóg úrval.
			 
			
					
				Re: Hvurs lags felgur?
				Posted: 05.okt 2015, 11:16
				frá Siggi_F
				Varðandi N1, til að skoða úrvalið hjá þeim þarf að fara inn á dekk.is en ekki N1.