Durango árgerð 2000 5,9-v-8


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 03.okt 2015, 16:19

Sælir félagar ég var að eignast árgerð 2000 af dodge Durango magnum jeppa sem er sagður með 5,9 lítra Magnum vél samkvæmt miða neðan í húddlokinu ekinn 191.500 veit ekki hvort það eru milur eða km. Fór með hann og vigtaði hann fullan af bensíni og er hann 2230 kg með sæti fyrir 7 manns og á 32 tommu dekkum.Ég er núna að eyðslumæla hann.
Hann virðist vera með um 14 til 15 á langkeyrslu og er ég nú með hann í mælingu í innanbæjar snatti. Er að gera samanburð á þessum bíl og toyota Dobulcab 1992 2,4 bensín sem ég var á í allt sumar og var sá bíll á 33 dekkum. svo virðist að það muni ekki mikklu á langkeyrslunni var með um 13 til14 á lankeyrslu á Toyotunni og alltaf með 20+ á 100km innanbæjar.Toyotan var 1640 kg.
Þetta er svakalega góður keyrslubíll og fer vel með mann en mætti vera leður. Það er komið slit í setu í bílstjórasæti og væri fínnt að finna minna slitið sæti í hann eða leður innréttingu sætin. Búið er að aftengja kæli miðstöð. Svo er einhver loftrist og blásari í loftinu veit ekki fyrir hvað.Hvernig hafa þessar vélar verið að standa sig í endingu og hafa þær skila afli miðað við cubic. Einhverjir þekktir veikleikar sem hægt er að komast fyrir með viðhaldi á þessum bílum. Kanski siðugt að setja þá á Patrolhásingar og 38"kveðja guðni á sigló
Viðhengi
DSC01267.JPG
DSC01267.JPG (1.4 MiB) Viewed 5390 times
DSC01266.JPG
DSC01266.JPG (1.36 MiB) Viewed 5390 times
DSC01265.JPG
DSC01265.JPG (1.33 MiB) Viewed 5390 times
DSC01260.JPG
DSC01260.JPG (1.35 MiB) Viewed 5390 times
DSC01258.JPG
DSC01258.JPG (1.34 MiB) Viewed 5390 times




Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 03.okt 2015, 17:02

vantar svona sæti og fleira aricondiation dæluna og flottar felgur krómstuðara og fleira til að pimpa hann upp
Viðhengi
DSC01264.JPG
DSC01264.JPG (1.28 MiB) Viewed 5367 times
DSC01263.JPG
DSC01263.JPG (1.37 MiB) Viewed 5367 times

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá íbbi » 04.okt 2015, 01:04

átti einn svona, í sama lit meirasegja, og hef átt Dakotu líka, sem er sami bíll

þetta eyðir ekki miklu á langkeyrslu, en drekkur óhóflega innanbæjar, ég var mjög ánægður með dakotuna, hún var frekar spræk og létt á sér og í akstri, en ekki langt frá þessum hefðbundnu amerísku pikkum hvað varðar pallstærð og flr,

durangoinn var ég ekki jafn ánægður með, minn var reyndar með leðrinu og öllum aukabúnaði, en það sem fór hrikalega í mig er að það er ekkert pláss aftan í þessum stóra bíl, fullorðinn maður situr illa þarna, ég var með ungabarn í öfugum stól á þessum tíma og hann komst varla með góðu móti aftan í nema konan væri komin alveg upp í mælaborð.

en það er fínt að keyra þá. og mér finnst þetta boddý alltaf þrælflott
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 04.okt 2015, 01:12

Já okey hef ekki setið aftur í erum bara orðin tvö gömlu hjóninn ef kom mér á óvart skott plássið alla vega og sniðugt að hafa öftustu sætin niður feld í g+olfi


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 04.okt 2015, 19:54

Sælir jæja meiri upplýsingar um durango eyðsla innanbæjar stuttar vegalengdir langar brekkur upp á skíðasvæði tvisar á dag með hundinn og stuttir snúnigar. Þar var 4 cyl bensín Toyotan 2,4 1992 á 33 MEÐ 20 TIL 22 á 100km mælt YFIR HEILT SUMAR og ALLTAF MÆLDUR REGLULEGA Í MARGAR VIKUR. Durango í sömukeyrslu en orðið mun kaldara á morgnana fyrsta mæling 22 á 100 km, eki slæmt á 250 hestaflavél finnst mér og bara drullu sáttur. 80 Cruser á 35 sem ég átti heilan vetur fór leikandi á sömu leið með 25 og upp ´35 já ég veit það passar ekki hinn og þesssi Cruser voru bara með 10 til 15 en þessu eyddi minn 80 cruser og 16 á langkeyrslu svo sorry og marg mældi ég hann og pældi í olíuverki spýssum og bar mig saman við menn sem áttu eins bíla en höfðu efni á að segja rétt frá mjög svipuð eyðsla hjá okkur flestum. amen

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá Lindemann » 04.okt 2015, 20:14

Ég held þetta séu fínir mótorar. Sjálfur á ég cherokee með 5,2(held það sé nokkurn vegin sama vélin, bara minni) og 38 dekk og patrol hásingar.
Á enn eftir að prófa hann almennilega þar sem breytingu er ekki endanlega lokið.

Ég held þetta sé ekkert eyðslufrekari vélar en þessir klassísku japönsku og í bílum sem eru ekki langt yfir 3 tonn myndi ég segja að þetta sé ekkert vitlausara en dísel.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 05.okt 2015, 08:20

sæll jakob þetta V-8 eyðir kanski meira en mikið er gaman að aka td. þessum bíl eftir að hafa verið með 2,4 sem eyðir sama og 5,9 V-8. Enginn vandi að láta þær eyða ég veit það og það var sama með hiluxinn ef maður beitti honum þá fór nokkuð magn í gegnum hann. En durangoinn með Partrol hásingar sem eru orgina með 4:64 drifhlutföll og 38 mikey thompson dekk á 16 háum felgum og 14 tommu breiðum gæti alveg virka slatta í snjó er að vísu 2.2 tonn fullur af bensíni. skiptingin er mjög mjúk og hægt að læðast verulega á henni. Minnir á skiptinguna sem er í 80 cruser sem ég átt upp á mýkt og átkaið byrjar á mjög lágum snúni svo varla þarf milligír. Svipað langur og gamli patrol og mikið pláss í hjólskálum. Þannig gæti verið ódýrt að breita svona bíl til fjallaferða og sætta sig við allt að mikkla eyðslu he he stundum. Maður ók um allt í kringum 86 til 90 á 8-cyl bílun út úr tjúnuðum og var að fara með í góðri ferð um 300 lítra sem kosta um 60.000 þúsud plús mínus.Ég veit að þessir stóru disel bílar 54 og 49fara með jafnvel meira í þriggja til fjögra daga ferðum. 100 plús á dag þykir ekkert mikið hef ég heyrt hjá vinum mínum sem ræða stundum um að einhver ferð hafi farið yfir 500 lítrar og önnur 400 og svona bara hellings eyðsla.


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá Bjarni Ben » 06.okt 2015, 14:32

Hann Boggi í Mótorstillingu í Garðabæ breytti svona bíl fyrir 44" dekk, þetta er eina sem ég fann um hann á netinu;

https://www.youtube.com/watch?v=yrLzr1kKBAA

Eina vitið ef maður ætlar að gera sér alvöru fjallajeppa að nota þessa amerísku með almennilegar vélar :)

kv.Bjarni
Bjarni Benedikt
Willysdellukall


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá Hrannifox » 06.okt 2015, 20:32

Þessi mótor kemur líka í Jeep Grand Cherokee ZJ 98 spes útgáfa kom bara 1998, hægt að finna haug um þennan mótor á netinu og fullt af spjöllum reyndar hef ég bara verið að skoða jeep spjallborð en ættir að finna eitthvað þar um mótorinn.

Hef mikið verið að skoða þessa amerisku jeppa undanfarið, og þá aðalega útaf meiri hestöflum og VERÐMUN! fyrir það sem munar á milli er hægt
að kaupa hellviti marga bensínlítra. Talandi um ef maður nær nú að setja annan millikassa við sem er með 2wd möguleika þá ætti eyðslan aðeins að minka. Ef hann er með sídrifi.

Væri gamann að sja svona Durango á stærri dekkjum hef ekki séð þá marga breytta en rámar samt í 1 eða 2 bíla. Mun fylgjast með þessu og bíð spenntur eftir góðri sögu og myndum :P

Kv, Hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 07.okt 2015, 08:14

Þessi Durango sem ég er með er með stöng í gólfinu fyrir millikassan og 2 wh--4wh--N--4wl og ekki rafmagn í sætum og frekar plain sem er kostur til breitinga. Veit ekki hvaða hásingar eru í honum en þær virðast vera orginal og veit ekki heldur hlut föll. Fyrir mörgum árum sirka 1992 eða 93 var ég á fjöllum við Nýjadal á Jeepster með heitan AMC 360 4 hólfa blöndung 4 gíra beingíraðan og milligír og á 44 Dic cepek nospin aftan og framan og flotta fjöðrun og allt það besta á þeim tíma að mínu mati.við vorum að glíma við bratta brekku í leik og reyna að komast sem lengst upp í hana. Vorum þarna á nokkrum bílum og var ég kominn nokkuð lengra en aðrir jeppar eftir nokkrar tilraunir. Mikill snjór var í brekkunni og náði snjórinn stundum í kúlur og voru bílarnir þá flótlega stopp. Mér er það enn í fersku minni að á svæðið koma grá Dakota á 38 mudder svo til glæ ný. Eigandinn stoppaði hjá okkur og hvaðst vera að fara sína fyrstu ferð á bílnum. Við auðvitað bentum honum á brekkuna og báðum hann að prufa. Hann var tregur til sagði að bíllinn væri á orginal hlutföllum enn og bara með diskalás að aftan. Hann lét þó til leiðast keyrði rólega að brekkunni og gaf svo í og kláraði öll okkar hjólför fór vel upp fyrir þau tók sveig fyrir ofan þau og kom svo niður aftur. Það var skrítinn svipur á sumum eftir þetta. Ég spurði hann hvort ég mætti koma smá rúnt með honum og varð það auðfengið. Hvert eigum við að keyra sagði maðurinn ég sagði förum þarna yfir óslétta kaflan. Ég hafði farið þarna áður á mínum gorma jeepster og var hann í loftköstum og ég hékk varla inn í bílnum. Við ókum þarna sömuleið á Dakótunni og má segja að hún hafi svifið yfir þetta á orginalfjöðruninni eins og svifnökkvi. Ég var búinn að skorða mig allan fyrir yfirferðina minnugur þess hvernig jeepsterin lét.Eftir þetta hafði ég mikkla trú á dakótunni sem í þessu tilfelli var með 5,2 magnum og eyddi mjög litlu miðað við blöndungs bílana okkar og vann ekki síður ef ekki meira.


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá Siggi_F » 07.okt 2015, 08:44

Var skiptingin ekki eitthvað veik í Durango, sérstaklega ef hún var ekki keypt með TOW pakka?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 07.okt 2015, 12:40

Sæll Siggi veit ekki er að afla mér sem mestra upplýsinga um þessa bíla og þá eldri gerðirnar.Kosturinn við jeppaspjallið að hér er fullt af mönnum og konum sem vita helling um hina ýmsu tegundir og svo er auðvitað frábært að geta flett upp öllu um hinar og þessar tegundir. Hér geymast ómetanlegar upplýsingar


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá Kárinn » 10.okt 2015, 09:26

átti þennan 44" bíl í 2 ár sem boggi breytti og félagi minn á hann í dag. þetta drýfur vel á 44" hann er með tow pakka en samt búið að fara í skiptinguna á honum. hann hefur verið með blower en sá búnaður hefur alldrei verið til friðs og nú er mótorinn orðinn þreittur. Til stendur að setja orginal motor í hann og kaupa svo eitthvað með krafti í framhaldi.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 10.okt 2015, 13:14

Sæli félagar þar sem ég er ekki mikið búinn að vera á svona amerískum bílum og hef verið mikið á hilux þá veit ég að towpakkið er spotti á skúffunni. en er tow pakk sett á með einhverjum takka eða er það sjálfvirkt í svona durango eða eru ekki allir með þetta og til hvers er þetta notað??

User avatar

Baikal
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 02:27
Fullt nafn: Jón Kristjánss
Bíltegund: Hilux

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá Baikal » 10.okt 2015, 15:25

Sælir.
Guðni tow pack í svona Amerísku er venjulega búnaður til að gera bílinn hæfari til dráttar, sverari afturhásing, sverari/uppfærð skipting, stærri/betri kæling osf. Þetta er oftast valkostur þegar bíllin er pantaður nýr úr umboði.
kv.
Jón Kristjánsson
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá sukkaturbo » 10.okt 2015, 18:03

Takk Jón fyrir svarið en get ég séð hvort minn er með það einhversstaðar

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá íbbi » 20.okt 2015, 12:26

tow pakkinn er oft bara forritun à skiptingunog lægra hlutföll í drifi.

èg seldi minn til stràks í stàl og stönsum, hann sagði að àstæðan fyrir því hversu fàum hefði verið breytt væri fram parturinn à grindinni
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Durango árgerð 2000 5,9-v-8

Postfrá Siggi_F » 20.okt 2015, 12:51

Tow pakkanum fylgir líka oftast auka/stærri sjálfskiptikælir.
Ef ég man rétt þá var það það sem munaði mest um í Durango, ef menn voru að nota bílinn til að draga þungar kerrur eða hjólhýsi og ekki með tow pack og betri kælingu þá entist skiptingin stutt.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir