Síða 1 af 1
Rán um hábjartan dag
Posted: 26.sep 2015, 11:54
frá ihþ
Mig vantar þéttisett í höfuðdælu á gömlum MMC l-200. Þar sem þetta er 1991 módel af bíl er ekki mikið til af þessu hér á landi. Hekla á þó til svona sett og rukkar tæpar 44.000 krónur fyrir !! Í Bretlandi fékk ég þetta fyrir 17 pund sem gera 3350 krónur Íslenskar. Hvað er að hjá Íslenskum varahlutabirgjum ? Er nema von að menn panti í stórauknum mæli frá útlöndum.
Re: Rán um hábjartan dag
Posted: 26.sep 2015, 12:18
frá villi58
Ég keypti vélakerti í Suzuki bílum 4 stk. á 13.400.- heimkomið.
Keypti svo kerti á Ebay uk. 8 stk. á 16.500.- heimkomið.
Sömu kerti sami framleiðandi.
Fyrirtæki báru við að allt væri svo dýrt vegna olíuverðs en þegar olía lækkar hvað gerist þá ? það sem er búið að hækka lækkar aldrei, íslenskir ræningjar af versta tagi.
Re: Rán um hábjartan dag
Posted: 26.sep 2015, 13:01
frá E.Har
Fyrir etthverjum árum vantaði migt loftflæðiskynjara í Patrol. 146 þús í umboðinu 126 ef eg sagðist vera á Subaru.
Nýr fra Ebay 16400 þegar pósturinn var búinn að rétta þetta yfir þröskuldinn.
ps Sami loftflæðiskinjari og er í Nissam Maxima :-)
Re: Rán um hábjartan dag
Posted: 27.sep 2015, 08:54
frá jongud
Umboðin eru með uppsafnaðan vanda. Flest voru þau keypt af einhverjum lukkuriddurum eftir hrun gegn því skilyrði að kaupendurnir tækju yfir lán frá "vitleysisárunum" (sem sumir kölluðu góðæri). Og þau lán eru engir smápeningar. Svo kostar morð fjár að hafa menn í vinnu í dag.
Re: Rán um hábjartan dag
Posted: 27.sep 2015, 09:36
frá 303hjalli
Æ Æ ,var að svara þér á eldri þræðinum.,kv.Hjálmar