Sælir
Er einhver hérna sem hefur aðgang að bifreiðaskráningum? Málið er að ég er að leita að ákveðnum bíl sem ég hélt að væri ónýtur nema svo tek ég framúr honum um daginn og þá virðist hann bara vera í nokkuð góðu lagi. Af virðingu við núverandi eiganda vil ég helst ekki birta númerið á honum hérna. En ef einhver væri til í að fletta honum upp fyrir mig og senda mér niðurstöðuna í tölvupósti yrði ég ævinlega þakklátur.
Kv.
Ásgeir
Póstfang: notandi(hjá)gmail.com
Aðgangur að bifreiðaskrá
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Aðgangur að bifreiðaskrá
Þú færð lágmarks upplýsingar með því að slá númerið inn á http://us.is/id/1295 en þar koma engar upplýsingar um eiganda,
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 171
- Skráður: 31.jan 2010, 23:38
- Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
- Bíltegund: Subaru Outback
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Aðgangur að bifreiðaskrá
Ég var einmitt búinn að finna þetta og taldi mig hafa himinn höndum tekið en mig vantar að finna eigandann. En samt mjög gott að sjá að hann hefur fengið skoðun í fyrra og er með skráninguna "Í lagi" þarna.
Kv.
Ásgeir
Kv.
Ásgeir
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Aðgangur að bifreiðaskrá
Ásgeir hringdu í mig á morgun og ég skal tékka hvort ég fái ekki að kíkja á þetta í vinnunni!
kveðja Kiddi
(869-7544)
kveðja Kiddi
(869-7544)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 128
- Skráður: 30.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: Eiður Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Aðgangur að bifreiðaskrá
Síðan má náttúrlega bara hringja beint í Umferðarstofu og spyrja þjónustufulltrúana þar um eigandann.
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Aðgangur að bifreiðaskrá
Getur hringt í umferðarstofu eins og eidur sagði.. svo getur þú líka hringt t.d. í skoðunarstöðvar, t.d. Aðalskoðun.. ég hef gert það ef mig vantar upplýsingar um eiganda.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur