Síða 1 af 1

Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 19.jan 2011, 02:23
frá gullli
Sælir spjallarar.

Nú þegar það er að gera vetur á láglendi langaði að leita í ykkar viskubrunna í sambandi við neglingu á dekkjum. Er með einn gang af lítið slitnum 33" sem eru míkróskorin í miðjunni (voru negld en fyrri eigandi "sparaði" sér sumardekkjakaupin og plokkaði naglana úr og er búinn að keyra rúmt hálft ár á þeim þannig).

Það er líkast til ekki hægt að nota gömlu naglagötin svo það þyrfti þá að bora ný. Vildi leita vísbendinga um hvað maður þyrfti að hafa í huga varðandi naglafjölda pr. dekk (einnig hvernig nagla) og hvaða verð væri eðlilegt að greiða fyrir vinnuna við að bora + negla ef ég kem með dekkin á felgu og naglana.

Mbk. Gulli

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 19.jan 2011, 06:39
frá JonHrafn
Spurning hvort vanur maður næði þessu á hálftíma pr dekk, þannig að þetta tæki hvað 2-3 klst. Spurning hvað klukkutíminn kostar á þessum dekkjaverkstæðum.

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 19.jan 2011, 08:08
frá juddi
Ekki fara í of stóra nagla maður hefur séð það skemma dekk

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 19.jan 2011, 12:05
frá gullli
Prófaði að heyra í dekkjaverkstæðinu þar sem ég bý (er úti á landi). Hann sagði að vinnan (já, bara vinnan) við þetta væri 25þúsund. Mér fannst (og finnst) það svona í hærri kantinum..

Juddi, mundiru fara bara í fólksbílanagla, eða ef það er til einhver millistærð á milli þeirra og jeppanagla?

.

Posted: 19.jan 2011, 12:47
frá Kalli
.

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 19.jan 2011, 14:04
frá gullli
Kalli wrote:
gullli wrote:Prófaði að heyra í dekkjaverkstæðinu þar sem ég bý (er úti á landi). Hann sagði að vinnan (já, bara vinnan) við þetta væri 25þúsund. Mér fannst (og finnst) það svona í hærri kantinum..

Juddi, mundiru fara bara í fólksbílanagla, eða ef það er til einhver millistærð á milli þeirra og jeppanagla?

Ég keyri án nagla og hef gert það í mörg ár, ég myndi sleppa nöglunum og láta mýkróskera dekkin meira.,-

kv,
Kalli


Ég er svosem búinn að íhuga það líka, að keyra bara naglalaust. Það sem hefur þó fengið mig til að hverfa frá því er að þó ég treysti mér til að keyra í fjórhjóladrifinu á flughálum og stundum ísilögðum þjóðveginum þá treystir frúin sér ekki til þess. Búsetu okkar vegna erum við mikið á ferðinni á þjóðveginum og þá vil ég frekar að hún (við) komumst örugglega heil heim heldur en að taka sénsinn á því að fjúka útaf vegna ísingar.

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 19.jan 2011, 14:14
frá juddi
Ég persónulega færi í fólksbílanagla

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 19.jan 2011, 19:16
frá villibrad69
ég mæli með nöglum nr 8-10 eða 10-12 i þessa stærð af dekkjum. 8-10 eru fólksbílanaglar og þar að leiðandi frekar litlir en eins og þú segjir þá eru dekkinn notuð. sp hvað dýptin á munstrinu er mikil,verður að vera allavega 1.6 cm til að standast skoðun..hef hef borað og nellt öll min dekk sjalfur en til þess þarf maður þar til gerða byssu. loft og pressu..

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 23.okt 2012, 20:59
frá naffok
Hvað borið þið djúpt og með hvað sverum bor?? Og getur maður keypt dekkjanagla í bílanaust eða hvar kaupið þið þetta???
Kv Beggi

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 23.okt 2012, 21:10
frá Ingójp
Þar sem ég er í sömu pælingum hver getur gert þetta fyrir mann á Austurlandi bý á Reyðarfirði

Re: Að negla dekk, kostnaður og annað

Posted: 23.okt 2012, 21:23
frá -Hjalti-
naffok wrote:Hvað borið þið djúpt og með hvað sverum bor?? Og getur maður keypt dekkjanagla í bílanaust eða hvar kaupið þið þetta???
Kv Beggi


N1 selur nagla og allt sem þú þarft til að gera þetta sjálfur.

Ingójp wrote:Þar sem ég er í sömu pælingum hver getur gert þetta fyrir mann á Austurlandi bý á Reyðarfirði


Öll dekkjaverkstæði eiga að geta borað ný göt og nelgt þetta fyrir þig en ég held að þú getir gleymt því að neinn sé að fara að gera það núna á miðri vetradekkja törnini.