Blástur á Patrol y60

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Blástur á Patrol y60

Postfrá ellisnorra » 09.aug 2015, 00:54

Hvað eru þið að láta patrolana blása hjá ykkur? Þá er ég að tala um gamla 2.8 í y60. Ég er með interooler hjá mér og er að spá hvað maður ætti að fara hátt. Búinn að prufa að taka wastegate úr sambandi til að sjá hvað bínan getur, hún fer í 17psi þannig. Var í 10psi. Þetta er svo fáránlega kraftlaust þetta drasl :)
Eru menn að herða heddbolta meira? Einhver trikk? Ég hef heyrt að knastás af gamla 2.8 turbolausa sé ágætis uppfærsla, hafa fleiri heyrt það eða prófað?
Langar í meira afl án þess að vera með þetta stanslaust í höndunum.


http://www.jeppafelgur.is/


mikki
Innlegg: 195
Skráður: 28.okt 2012, 19:07
Fullt nafn: michal leszek kujoth

Re: Blástur á Patrol y60

Postfrá mikki » 09.aug 2015, 03:06

17 med wastegate ur sambandi er einhvad skritid tegar eg aftengdi hja mer klaradist maelirinn og betur en thad og Hann endar i 30 psi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Blástur á Patrol y60

Postfrá jeepson » 09.aug 2015, 19:26

Það er eitthvað bogið við að hann blási ekki nema 17 með wastegateið úr sambandi. Ég er með þetta stillt í næsta gat hjá mér og hann er að blása 15-16psi og svín virkar. Ekkert farinn að bæta á verkið. Hann var reyndar að virka vel á 12psi líka.. Þessir bílar virðast vera mjög misjafnir. sumir vinna vel og aðrir ekki. Ég er með okkar bíl á 33" DC sem að voru keypt ný í fyrra. Reyndar fynst mér hann ekkert vinna eftir svona 2800sn. Flestir segja þessa bíla ekki gera neitt nema á 5000sn en það er bara ekki satt.. En ég ætla hinsvegar að fara kíkja á spíssana og sjá hvort að það sé ekki kominn tími á að gera þá upp.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Blástur á Patrol y60

Postfrá Izan » 09.aug 2015, 20:10

Sæll.

Mér var einhverntíma sagt að 14 - 16 sé max það sem túrbínan þolir, mótorinn þolir eitthvað meira. Minn vann ágætlega á 15 psi eftir að ég jók við olíuverkið líka. Með þetta svona þarf maður afgashitamæli og það þarf að keyra eftir þessum mælum.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Blástur á Patrol y60

Postfrá ellisnorra » 09.aug 2015, 22:55

Minn reykti þvílíkt svörtu, skánaði til muna eftir að ég bætti við blásturinn. Þegar ég keypti hann fylgdi með að skrúfað hafi verið upp í olíuverkinu, furðulega lítill blástur miðað við það. Sennilega hefur hann fengið að ganga heitur. Meira loft er náttúrulega bara betra, sérstaklega þar sem það er kominn intercooler í hann líka, kælir vélina. Það er á dagskránni að setja afgashitamæli, ég geri það í flestum mínum bílum og í öllum tilfellum þar sem ég er að fikta við olíumagn. Í þessum bíl voru bara stock mælar og ekkert meira.

Hvað með að herða á heddboltum? Sumir hafa talað um að herða á þeim, mér finnst það risky, vill fá meiri upplýsingar um það. Hér hljóta að vera fleiri patrolhausar. Veit að þú veist eitt og annað Jón Garðar :)
Eru menn kannski í dvala eftir að spjallið var ónothæft um tíma? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Blástur á Patrol y60

Postfrá svarti sambo » 09.aug 2015, 23:27

elliofur wrote:Ég hef heyrt að knastás af gamla 2.8 turbolausa sé ágætis uppfærsla, hafa fleiri heyrt það eða prófað?
Langar í meira afl án þess að vera með þetta stanslaust í höndunum.


Ef knastásinn úr non-turbo vél passar, þá lengir þú opnunartímann á ventlunum. Ættu að vera flatari knastar. En hvernig er ástandið á ventlastillingu og spíssum ?
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Blástur á Patrol y60

Postfrá ellisnorra » 09.aug 2015, 23:58

Mér skilst að í eldri bílnum séu vökvaundirlyftur en þegar þeir komu með rafmagnsolíuverki þá varð þetta manual stillt aftur. Ég er nýbúinn að taka spíssana úr, hreinsa þá og þvílíkur munur, er með þrýstigræju sem mælir opnunarþrýstinginn og sýnir mér úðann. Fann svolítinn mun á afli, aðallega datt eyðslan niður, var örugglega langt yfir 20lítrar! Gat því miður ekki mælt það vísindalega, var gat á miðjum olíutanknum hjá mér svo það mátti aldrei vera meira en tæplega hálfur tankur, lagaði það á föstudaginn og nú er verið að eyðslumæla.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir