Patrol - vandræði með driflæsingu

User avatar

Höfundur þráðar
SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá SHM » 16.jan 2011, 18:44

Ágæta jeppafólk.

Fyrir stuttu ákvað ég að breyta til, selja 4Runnerinn, sem ég hafði átt í 11 ár og kaupa 38"Patrol árg. 2002 í staðinn. Ég er að öllu leyti ánægður með skiptin, en þó er eitt atriði, sem er að angra mig og það er læsingin að aftan. Þetta er original vacum læsing, sem er oft lengi að taka við sér og síðan dettur hún úr sambandi í tíma og ótíma.

Þetta er búið að gera til lagfæringar:
1. Skipta um allar vacum slöngur frá membrunni á hásingunni og fram í vélarhús. Gömlu slöngurnar voru bæði morknar og sprungnar. Stálrör í lögnunum voru hins vegar látin halda sér, en blásið var úr þeim.
2. Skipta um læsingarhjól í drifinu, þ.e. hjól, sem er með tveimur ,,kubbum" sem ganga inn í raufarnar á kastalahjólinu í læsingunni. Ég vona að þetta skiljist. Kubbarnir á umræddu hjóli voru orðnir nagaðir sennilega vegna þess að læsingin hélt ekki nógu vel.

Nú um helgina fékk ég í fyrsta sinn tækifæri til að prófa bílinn í snjó og þrátt fyrir áðurnefndar lagfæringar hélt læsingin áfram að svíkja. Hún kemur að vísu á nokkru eftir að rofanum er snúið en síðan dettur hún úr sambandi ýmist þegar skipt er úr áfram í afturábak eða jafnvel í átaki á leið upp brekku. Þá blikkar ,,Diff lock" ljósið og læsingin verður óvirk.
Það er eins og vacum þrýstingurinn detti niður og leki einhvers staðar út.

Ég hef verið spurður að því hvort bremsurnar séu í lagi. Þær eru það, en ég tek þó eftir því að við það að stíga tvisvar á bremsupedalann hækkar hann talsvert. Nú veit ég ekki hvort einhver tengsl séu á milli bremsukerfis og þess vacum búnaðar, sem stýrir læsingunni, en læt þetta samt fljóta með.

Ég veit að á þessari spjallsíðu er saman komin mikil vitneskja og reynslubanki og því leita ég til ykkar um lausn.
Hvers konar ráðleggingar, sem leyst gætu ofangreint vandamál eru vel þegnar.

Kv. Sigurbjörn.


Patrol 2002 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá HaffiTopp » 16.jan 2011, 19:03

Vitlaus olía á afturdrifinu. Hvað segir í manualnum sem er í bílnum um olíur á bílinn?
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá SHM » 16.jan 2011, 19:52

Það er nýleg olía á afturdrifinu og hún var sett á bílinn á Skaganum, þannig að ég trúi ekki öðru en að hún sé rétt. :-) Það er þó auðvitað ekki rétt að útiloka þennan möguleika svo að ég mun athuga þetta.
Takk fyrir ábendinguna.

Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá Brjótur » 16.jan 2011, 20:49

það á bara að vera venjuleg gírolía á afturdrifinu, en þú segir að difflook ljósið blikki , eru viss um að læsingin detti út við það? þetta blessaða ljós er nefnilega alveg óþarft og hefur ekkert með virkni læsingarinnar að gera, ég er til dæmis búinn að aftengja þetta ljós vegna þess að það tók upp á því að blikka í tíma og ótíma, hinsvegar á það til að gerast að annar loft
flæðilokinn í hvalbaknum v/f gerist óvirkur og þá er fint að svissa slöngunum á þeim það gerði vinur minn og ég gerði það líka og þá virkar lásinn :)

kveðja Helgi


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá Kalli » 16.jan 2011, 21:59

Svo er líka gott að setja lásinn á reglulega, ég set hann yfirleitt á við tankfyllingu.

kv. Kalli


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá Izan » 16.jan 2011, 22:50

Sæll

Ég hélt um tíma að ég ætti í vandræðum með lásinn að aftan en eins og Helgi talaði um var ég bara í vandræðum með ljósið. Ekki einfalt að sjá það fyrir því að ljósið kom á í tíma og ótíma og þá helst þegar ég keyrði upp brekkur.

Eina sem var að var að nýja 3" pústkerfið snerti vírana frá læsingunni í átaki og þegar það tútnaði út við hita.

Ég þekki heldur ekki hvort og þá hver munurinn er á nýja og gamla Patrol en gamli er hugsanlega mun einfaldari en nýji gengur örugglega út á nákvæmlega sömu hugmyndafræði en með einhverjum aukafídusum.

Rofinn stýrir 2 vaccumlokum sem sameiginlega umpóla 2 vaccumslöngum sem annarsvegar sjúga læsinguna á eða hinsvegar af. Með því að víxla slöngunum færðu gagnstæða virkni s.s. þá er læsingin á ef rofinn er á off og öfugt. Með þessu móti er hægt að prófa hvort lokarnir séu í lagi.

Það er pressotat á vaccumkerfinu sem getur haft áhrif á læsinguna og læsingarljósið blikkar finns mér ekki útilokað að hann sé að gefa merki um að vanti vaccum. Þá er ég ekki að segja að neminn sé bilaður heldur að vaccumdælan sé ekki að standa sig nógu vel.

Gaumljósið er tengt við stöðunema á læsingunni sjálfri sem er mjög gott því að hann á að segja þér í hvaða stöðu læsingin er óháð öllu öðru. Ef tölva fær boð um að þú sért búinn að panta læsingu en hún fer ekki á eftir tiltekinn tíma gæti eitthvað í þessum dúr gerst.

Þetta með virkni ljóssins er ekki byggt á þekkingu á þessu kerfi heldur er ég að ímynda mér hvernig svona kerfi er uppbyggt og gefa þér hugmyndir um mögulega virkni. Ef gaumljósið blikkar taktfast myndi ég halda að það sé að reyna að segja þér eithvað og það er bara spurning um hvað það er. Er það pöntun á læsingu en ekkert svar, pöntun á læsingu og ekkert vaccum, læsing á (frá stöðunema) og ekkert vaccum, bara svona hugmyndir.

Eitt er þó nánast pottþétt að Nissan gamli hefur hugsað dæmið þannig út að læsingin eigi ekki að geta verið hálfpartin á þegar kemur að átaki.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá SHM » 16.jan 2011, 23:31

Sælir.

Ég þakka viðbrögðin og góðar ábendingar. Ég þarf greinilega að rannsaka málið nánar. Ég get ekki fullyrt 100% að það sé ekki bara ljósið, sem er að stríða mér, en maður sem ók á eftir mér í snjó um helgina fullyrti að læsingin hefði ekki verið á þegar ég var að spóla í einni brekkunni. Ég ætla að prófa að víxla slöngunum á segullokanum eins og stungið hefur verið upp á. Svo væri eflaust gott ráð að skipta um rofann á membrunni. Hann var hálf fastur við skoðun um daginn.
Ef mér tekst að komast fyrir vandann mun ég upplýsa hér hvað var að.

Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá Brjótur » 16.jan 2011, 23:49

Sæll aftur rofinn á drifinu eða membrunni skiftir engu máli það er bara að loftstreymið sé í lagi þessir rafmagnsvírar hafa ekkert með það að gera hvort lásinn er virkur eða ekki bara til að sýna gaumljósið inni í bíl ég klippti vírana í sundur því þetta helv... ljós var alltaf að koma á, en takkinn virkar fínt og lásinn líka :)

kveðja Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá SHM » 18.jan 2011, 21:53

Sælir.

Ég þakka góðar og gagnlegar ábendingar. Í dag prófaði ég að víxla slöngunum við segullokann, en það breytti engu.
Næst á dagskrá er að setja bílinn á lyftu og kanna lagnirnar betur. Hugsanlega geta verið göt á stálrörunum, en ef svo er ekki mun ég snúa mér að segullokanum sjálfum.
Ef og þegar orsök vandamálsins finnst mun ég upplýsa um það hér.

Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"

User avatar

Höfundur þráðar
SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá SHM » 07.apr 2011, 00:07

Nú er driflæsingin loksins komin í lag. Prófað var að skipta um segullokana, sem stýra læsingunni en það breytti engu.
Var þá köggullinn rifinn úr öðru sinni og framkvæmdar einhverjar stillingar, sem ég kann ekki skil á. Kannski var það eitthvað í ætt við það, sem Þröstur lýsir hér að framan. Allavega virkar læsingin 100% núna.

En þegar eitt vandamál er úr sögunni tekur annað við. Nú er það hraðamælirinn. Oft hreyfist hann ekki þegar ekið er af stað, en þegar eknir hafa verið nokkrir kílómetrar lifnar hann við og tekur þá stundum miklar sveiflur, t.d. frá 40 upp í rúmlega 100, sama á hvaða hraða ekið er. Svo þegar stoppað er t.d. á ljósum hangir hann uppi í 40 til 60 km, en sígur svo stundum rólega niður.
Svo kemur það líka fyrir að um leið og bíllinn er settur í gang rýkur hraðamælirinn upp í 80 og hangir þar þó að bíllinn sé ekki hreyfður. Vegalengdarmælirinn telur einnig þó að bíllinn sé í kyrrstöðu.

Búið er að tengja framhjá hraðamælabreytinum, en það breytti engu. Mig grunar helst að bilunin sé í svokölluðum speed sensor eða hraðaskynjara, sem gengur inn í millikassann.
Áður en ég fjárfesti í nýjum skynjara þætti mér þó fróðlegt að fá álit reyndra Patrolmanna á því hvað hér geti verið á ferðinni.

Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá Kiddi » 07.apr 2011, 00:17

Þegar ég átti Subaru hér um árið bilaði hraðamælis skynjarinn (speed sensor) og lýsti bilunin sér einmitt svona. Ég skipti um hann og allt fór í lag við það.


Bassi6
Innlegg: 36
Skráður: 11.mar 2010, 16:40
Fullt nafn: Bjarni Friðriksson
Bíltegund: Willys og Wrangler

Re: Patrol - vandræði með driflæsingu

Postfrá Bassi6 » 07.apr 2011, 09:03

Ég var í vandræðum með hraðamæli í 93 patrol einmitt svona bull, það var mælirinn sjálfur sem var bilaður.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 79 gestir