Síða 1 af 1
Driflokur eða legur í Patrol
Posted: 23.júl 2015, 22:33
frá flotturpatti
Góða kvöldið. Er með Patrol 03 ekinn 60.000 nýlega búið að skifta um legur að framan, tók eftir því að driflokan vinstra megin hitnar í akstri-en þegar ég
ek honum með lokurnar stilltar á LOCK virðist þetta ekki nem rétt volgna. Einhver sem getur gefið mér hugmyndir um hvað gæti verið að hrjá Pattann ?
Re: Driflokur eða legur í Patrol
Posted: 24.júl 2015, 05:05
frá grimur
Dettur helst í hug einhver þvingun útaf rangri samsetningu eða vegna þess að eitthvað er bogið. Aldrei að vita nema það sé eitthvað að nuddast full harkalega saman þegar oxullinn snýst ekki með.
Kv
Grímur
Re: Driflokur eða legur í Patrol
Posted: 24.júl 2015, 14:33
frá snöfli
Ofhert?
Re: Driflokur eða legur í Patrol
Posted: 25.júl 2015, 00:48
frá grimur
Maður hefur oft heyrt að pattinn sé viðkvæmur fyrir ofherslu, sem gerir þessa tilgátu alls ekki svo galna. Það sem er spes miðað við lýsinguna er að það sé munur á því hvort lokurnar séu á eða ekki.
Spurning um að tjakka kvikindið upp og snúa hjólinu með lokuna á og svo ekki á, ef það koma skrýtin hljóð eða þvingun þá getur ekki skaðað að hafa það bakvið eyrað þegar rifið er í sundur til að skoða þetta frekar (sem ég mæli eindregið með ef svona draugagangur lætur á sér kræla í framhjólum á hvaða bíl sem er)
Kv
Grímur
Re: Driflokur eða legur í Patrol
Posted: 25.júl 2015, 08:02
frá sukkaturbo
sælir ef hann er ofhertur ætti hann að hitna án þess að lokan sé á. Þetta er líklega í lokunni þó finnst mér það samt spúkí. Bara rífa þrífa vel og skoða enga stund gert
kv Guðni
Re: Driflokur eða legur í Patrol
Posted: 25.júl 2015, 23:28
frá flotturpatti
Takk fyrir góð ráð-var búinn að láta mér detta í hug að hugsanlega hefði verið hert of mikið þegar skipt var um legur, ég hafði því samband við þann sem gerði það og vildi hann endilega fá að skoða þetta sjálfur, Það er ekki hægt að kvarta yfir svona þjónustu.