Aðstoð á fjöllum
Posted: 16.júl 2015, 18:47
Sælir Jeppasnillingar, mig langaði að fá álit ykkar á leiðindamáli.
Í vetur barst hér hjálparbeiðni frá mönnum sem lentu í erfiðleikum uppá Skjaldbreið og þurftu að skilja eftir bíl. Ég var laus daginn sem þeir ætluðu að freista þess að ná í bílinn og bauð því fram aðstoð. Það hafði snjóað töluvert og var færið orðið þungt, ég var á 4runner á 44" og svo LC90 á 38, og gekk ferðin svolítið seint en áfram var haldið. Við finnum bílinn og eftir hellings tog og vesen var ákveðið að þetta gengi ekki, bíllinn sem var verið að sækja var á 33" dekkjum og virkaði bara sem ankeri aftan í 4runner, LC90 gat ekkert dregið því hann hafði nóg með sjálfan sig og þurfti ég að kippa í hann nokkrum sinnum.
EN í ferðinni skemmist bíllinn minn, tjón uppá 60-100 þúsund. Ég spyr strákinn svo þegar við erum á leiðinni heim hvort hann vilji ekki bæta mér tjónið eða taka þátt í því með mér, ekki málið sagði hann, hann sagði meðal annars að vinur hans væri sprautari, þetta er tjón á body. Svo fannst okkur best að gera bara tjónaskýrslu til að einfalda málið. Hann kemur svo við hjá mér nokkru seinna og við fyllum út tjónaskýrslu, hann TEKUR svo bæði eintökin vegna þess að hann er ekki skráður fyrir bílnum og er ekki með allar upplýsingar. Eftir þetta hefur ekkert gerst, ég náði í hann í síma og segist hann vera búinn að fara með skýrsluna og allt sé klárt. Ég talaði við tryggingafélagið hans og hefur hann ekki farið með skýrsluna og nú er hann alveg hættur að svara mér.
Hvað finnst ykkur um þetta mál?
Ég er allavega hundfúll, ég rukkaði hann ekki einu sinni um olíu, bæði vegna þess að við náðum ekki bílnum heim og ég vildi frekar fá tjónið bætt.
Nú ætla ég að vona að þessi aðili sjái þetta og standi við orð sín áður en ég birti nafn hans.
Kveðja Finnur.
Í vetur barst hér hjálparbeiðni frá mönnum sem lentu í erfiðleikum uppá Skjaldbreið og þurftu að skilja eftir bíl. Ég var laus daginn sem þeir ætluðu að freista þess að ná í bílinn og bauð því fram aðstoð. Það hafði snjóað töluvert og var færið orðið þungt, ég var á 4runner á 44" og svo LC90 á 38, og gekk ferðin svolítið seint en áfram var haldið. Við finnum bílinn og eftir hellings tog og vesen var ákveðið að þetta gengi ekki, bíllinn sem var verið að sækja var á 33" dekkjum og virkaði bara sem ankeri aftan í 4runner, LC90 gat ekkert dregið því hann hafði nóg með sjálfan sig og þurfti ég að kippa í hann nokkrum sinnum.
EN í ferðinni skemmist bíllinn minn, tjón uppá 60-100 þúsund. Ég spyr strákinn svo þegar við erum á leiðinni heim hvort hann vilji ekki bæta mér tjónið eða taka þátt í því með mér, ekki málið sagði hann, hann sagði meðal annars að vinur hans væri sprautari, þetta er tjón á body. Svo fannst okkur best að gera bara tjónaskýrslu til að einfalda málið. Hann kemur svo við hjá mér nokkru seinna og við fyllum út tjónaskýrslu, hann TEKUR svo bæði eintökin vegna þess að hann er ekki skráður fyrir bílnum og er ekki með allar upplýsingar. Eftir þetta hefur ekkert gerst, ég náði í hann í síma og segist hann vera búinn að fara með skýrsluna og allt sé klárt. Ég talaði við tryggingafélagið hans og hefur hann ekki farið með skýrsluna og nú er hann alveg hættur að svara mér.
Hvað finnst ykkur um þetta mál?
Ég er allavega hundfúll, ég rukkaði hann ekki einu sinni um olíu, bæði vegna þess að við náðum ekki bílnum heim og ég vildi frekar fá tjónið bætt.
Nú ætla ég að vona að þessi aðili sjái þetta og standi við orð sín áður en ég birti nafn hans.
Kveðja Finnur.