Sælir Jeppasnillingar, mig langaði að fá álit ykkar á leiðindamáli.
Í vetur barst hér hjálparbeiðni frá mönnum sem lentu í erfiðleikum uppá Skjaldbreið og þurftu að skilja eftir bíl. Ég var laus daginn sem þeir ætluðu að freista þess að ná í bílinn og bauð því fram aðstoð. Það hafði snjóað töluvert og var færið orðið þungt, ég var á 4runner á 44" og svo LC90 á 38, og gekk ferðin svolítið seint en áfram var haldið. Við finnum bílinn og eftir hellings tog og vesen var ákveðið að þetta gengi ekki, bíllinn sem var verið að sækja var á 33" dekkjum og virkaði bara sem ankeri aftan í 4runner, LC90 gat ekkert dregið því hann hafði nóg með sjálfan sig og þurfti ég að kippa í hann nokkrum sinnum.
EN í ferðinni skemmist bíllinn minn, tjón uppá 60-100 þúsund. Ég spyr strákinn svo þegar við erum á leiðinni heim hvort hann vilji ekki bæta mér tjónið eða taka þátt í því með mér, ekki málið sagði hann, hann sagði meðal annars að vinur hans væri sprautari, þetta er tjón á body. Svo fannst okkur best að gera bara tjónaskýrslu til að einfalda málið. Hann kemur svo við hjá mér nokkru seinna og við fyllum út tjónaskýrslu, hann TEKUR svo bæði eintökin vegna þess að hann er ekki skráður fyrir bílnum og er ekki með allar upplýsingar. Eftir þetta hefur ekkert gerst, ég náði í hann í síma og segist hann vera búinn að fara með skýrsluna og allt sé klárt. Ég talaði við tryggingafélagið hans og hefur hann ekki farið með skýrsluna og nú er hann alveg hættur að svara mér.
Hvað finnst ykkur um þetta mál?
Ég er allavega hundfúll, ég rukkaði hann ekki einu sinni um olíu, bæði vegna þess að við náðum ekki bílnum heim og ég vildi frekar fá tjónið bætt.
Nú ætla ég að vona að þessi aðili sjái þetta og standi við orð sín áður en ég birti nafn hans.
Kveðja Finnur.
Aðstoð á fjöllum
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Aðstoð á fjöllum
Vona að hann sjái að sér, það er skítlegt að borga ekki skemmdir þegat það er verið að hjálpa mönnum
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Aðstoð á fjöllum
Þetta er vægt til orða tekið slæm framkoma og ekki jeppamönnum bjóðandi. Það er ekki sjálfgefið að fá menn þarna uppeftir eins og veturinn var til að hjálpa við björgun.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Re: Aðstoð á fjöllum
Þetta er eins aulalegt og það getur orðið vonum að sá hin sami sjái þetta og kippi þessu í liðinn, nafn birting er alltaf best í svona málum því þá er auðveldar að kippa þessu í réttan farveg ;-)
Re: Aðstoð á fjöllum
Er ég sá eini sem finnst ekki sjálfgefið að tjón greitt á hjálparbílnum?
Í þessari sögu finnst mér viðkomandi ætti að standa við orðin sín án efa en hversu langt á að ganga?
Hvað ef skiptingin gefur sig við drátt eða brotnar drifhlutur?
Ég hef amk gengið út frá því að þegar ég hjálpa að minn bíll sé á mína ábyrgð
Í þessari sögu finnst mér viðkomandi ætti að standa við orðin sín án efa en hversu langt á að ganga?
Hvað ef skiptingin gefur sig við drátt eða brotnar drifhlutur?
Ég hef amk gengið út frá því að þegar ég hjálpa að minn bíll sé á mína ábyrgð
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Aðstoð á fjöllum
Leiðindamál, sérstaklega þar sem þið voruð búnir að semja um niðurstöðu og sátt átti að vera komin.
En eins og Ívar segir, þá er það flókið mál um hvar skal draga línuna. Hvað var það sem skemmdist?
Einnig er þetta víti til varnaðar um að ganga alltaf sjálfir frá öllum tryggingarmálum og öðru slíku.
En eins og Ívar segir, þá er það flókið mál um hvar skal draga línuna. Hvað var það sem skemmdist?
Einnig er þetta víti til varnaðar um að ganga alltaf sjálfir frá öllum tryggingarmálum og öðru slíku.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Aðstoð á fjöllum
Það eru alltaf hundfúlt að lenda í svona, vona að þú fáir tjónið bætt að hluta eða fullu
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
Re: Aðstoð á fjöllum
Jæja raggos. Hvernig væri nú að sýna manndóm og svara þessu.
Síðast breytt af Einfari þann 17.aug 2015, 12:50, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Aðstoð á fjöllum
Mér þykir óþarfi að tjá mig um þetta mál þar sem ég var ekki með í þessari ferð þegar þetta gerðist. Ég lánaði minn bíl í ferðina þar sem vinur minn átti bílinn sem var fastur og ég komst ekki að hjálpa. Að mínu mati er þetta mál sem á að leysast milli þessara tveggja aðila og mér hefur heyrst að það sé að mestu leyst. Alger óþarfi að vera blasta mér inn í þetta þegar ég gerði ekkert af mér annað en að óska eftir aðstoð á sínum tíma. Bið þig vinsamlegast að huga að þínum ásökunum Einfari svo ekki verði úr misskilningur eins og auðveldlega hefði getað gerst hér. Allir sem þekkja mig vita að ég er maður minna orða
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Aðstoð á fjöllum
Að kvöldi skal ósáttum eyða.
Re: Aðstoð á fjöllum
Sæll raggos. Fyrir það fyrsta þá setur þú inn þessa auglýsingu og það kemur hvergi fram að þú komir ekki í þessa ferð þannig að það var ekki hægt að álykta annað en þú yrðir með. Í öðru lagi þá er ég ekki að ásaka þig um eitt né neitt bara að segja þér að svara því sem sett hefur verið fram þar sem þú upphaflega sendir hjálparbeiðnina, en nú hefur þú hefur útskýrt þetta mál á greinargóðan hátt. Í þriðja lagi þá stendur upp á sfinn (Svein) að útskýra hvernig málið hefur farið sérstaklega þar sem þú segir að búið sé að leysa það og hann kastaði hér fram spurninguí upphafi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 299
- Skráður: 23.apr 2010, 19:40
- Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
- Bíltegund: 4runner Dísel
- Staðsetning: Vogum
Re: Aðstoð á fjöllum
Sælir, málið er nú ekki buið enn. Strákurinn bauðst til að borga mér fyrir tjónið og spurði hvað ég væri sáttur við. Ég nefndi tölu sem er sanngjörn, að mínu mati allavega en svo hefur ekkert gerst.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 299
- Skráður: 23.apr 2010, 19:40
- Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
- Bíltegund: 4runner Dísel
- Staðsetning: Vogum
Re: Aðstoð á fjöllum
Jæja þá er þetta mál afgreitt, strákurinn stóð við sitt. Þetta var mest bara misskilningur og samskipraleysi okkar á milli.
Ég vill samt taka það fram að raggos hér á Jeppaspjallinu á enga sök á þessu í máli þó hann hafi óskað eftir aðstoðinni, hann hafði samband við mig um leið og ég setti þennan póst inn og bauðst til að aðstoða mig með þetta mál og þakka ég honum fyrir það.
Kveðja Finnur
Ég vill samt taka það fram að raggos hér á Jeppaspjallinu á enga sök á þessu í máli þó hann hafi óskað eftir aðstoðinni, hann hafði samband við mig um leið og ég setti þennan póst inn og bauðst til að aðstoða mig með þetta mál og þakka ég honum fyrir það.
Kveðja Finnur
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Aðstoð á fjöllum
Frábært að þetta sé frá Finnur!
Ég vona innilega að þetta mál verði ekki þess valdandi að menn hiki við að aðstoða menn í ógöngum þar sem ég var verulega hreykinn af bræðarlaginu hér á vefnum þegar ég óskaði eftir aðstoðinni í vetur. Ótrúlega margir sem höfðu samband og á endanum var það mannskapur héðan sem losaði bílinn með stæl!
Ég vill þakka Finni sömuleiðis fyrir að gefa sér tímann í þetta ferðalag á sínum tíma og fyrir að útskýra mína hlið í málinu. Þú átt inni greiða hjá mér any time!
Ég vona innilega að þetta mál verði ekki þess valdandi að menn hiki við að aðstoða menn í ógöngum þar sem ég var verulega hreykinn af bræðarlaginu hér á vefnum þegar ég óskaði eftir aðstoðinni í vetur. Ótrúlega margir sem höfðu samband og á endanum var það mannskapur héðan sem losaði bílinn með stæl!
Ég vill þakka Finni sömuleiðis fyrir að gefa sér tímann í þetta ferðalag á sínum tíma og fyrir að útskýra mína hlið í málinu. Þú átt inni greiða hjá mér any time!
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur