Síða 1 af 1

Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 12.júl 2015, 20:46
frá villi
Daginn, veit einhver hvort að hitaelimentið í hráolíusíuhúsinu er stanslaust að hita eða er nemi á því


Kv Villi

Re: Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 12.júl 2015, 21:47
frá jeepcj7
Ég held að þetta sé alltaf í gangi,hvað er verið að spá með það?

Re: Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 12.júl 2015, 21:48
frá villi
Þarf þá ekki neinn aukahitara fyrir matarolíuna, það var pælingin

Re: Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 12.júl 2015, 22:40
frá jeepcj7
Það á ekki að vera vandamál á þessum elskum.

Re: Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 12.júl 2015, 22:58
frá villi
haha nei, þessi hitari auðveldaði mér lífið til muna þegar ég uppgvötvaði hann. Ætlaði að vera með tvöfalt síukerfi en snarhætti við það. Bara 165 lítra tankur fyrir framan camperinn, rafstýrður eldsneytisskiptir og eintóm lukka

Re: Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 13.júl 2015, 09:00
frá haflidason
einhverntímann var sagt við mig að það myndaðist einhverskonar útfelling á spíssunum með notkun á matar/steikingarolíu. spurning hver gróðinn er ef maður þarf að taka upp spíssa oftar en ella, veit einhver meira um málið (sérstaklega með 7,3 powerstroke)

Re: Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 13.júl 2015, 12:06
frá villi
Ég var einhversstaðar búinn að fá þær uppl að það gerðist ef að fólk væri að buna henni kaldri inná mótor. Ég er td með upphitaðan tank og svo er síuhúsið upphitað + að ég set væntanlega auka hitara einhversstaðar í húddið

Re: Ford F 250 eldsneytishitari

Posted: 16.maí 2016, 19:24
frá villi
Ég er ekki að fá neinn straum fyrir þennan hitara að síuhúsinu, hvað gæti vandamálið verið ?