Síða 1 af 1

Vangaveltur um Bakkmyndavélar

Posted: 07.júl 2015, 14:41
frá sukkaturbo
Sælir félagar er búinn að vera að velta vöngum fram eftir göngum um Bakkmyndavélar. Er með eina í Hulkinu hún er óskýr stundum lengi að kveikja á sér skjárinn blikkar myndin dettur út þolir ekki kulda og allt ómögulegt er frá, kína með litlum staf, og myndin er gróf eða snjór á henni. Eins og stórhríð . Enda var þetta ódýr myndavél sirka 12000. Nú langar mig í betri gæði og skýrari mynd og linsu aftan og framan með hdm gæðum. Einhverjar tillögur og er einhver sem hefur flutt inn myndavélar með gæða mynd og upplausn. Ekki verra að hafa nætur sjón og gps. kveðja guðni

Re: Vangaveltur um Bakkmyndavélar

Posted: 27.júl 2015, 16:13
frá Rodeo
Orginal toyota dótið er ágætt. Er með svona langfrænda Hulksins litlum prius. Sá skjár byrjar vissulega að hægja á sér, myndin er ekki jafn fljótað breytast eftir að frostið er komið niður fyrir -30 en virkar alla leið niður í -50. Neðar hef ég ekki reynt hann.

Hvort það er hægt að komast yfir svona og setja í eftir veit ég ekki en vélin er ágæt.