Vandræði með vacum í Dodge Powervagon 1977.


Höfundur þráðar
bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Vandræði með vacum í Dodge Powervagon 1977.

Postfrá bjsam » 03.júl 2015, 11:48

Góðan daginn, ég setti 6.cyl. Perkins motor með Turbo í gamla Dodge hjá mér og er í vandræðum með að fá vacum fyrir bremsurnar virðist ekki duga að fara inn á soggreinina með slöngu og í vacum kútinn á bremsudælunni einhverjar hugmyndir sem hægt er að miðla í þessu ?.Kv.Bjarni



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vandræði með vacum í Dodge Powervagon 1977.

Postfrá jeepcj7 » 03.júl 2015, 13:22

Það er ekkert vacum inná soggrein í turbo diesel vél þannig að annað hvort setur þú frístandandi vacum dælu reimdrifna eða alternator úr diesel bíl sem of eru með vacum dælu innbyggða enn einn möguleikinn er að skipta um höfuðdælu og fá (hydroboost) dælu sem fær hjálpar átakið frá stýrisdælunni algengt í amerísku diesel bílunum.
Ps. Það er líka hægt að nota rafdrifnar vacum dælur ef þú finnur svoleiðis.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: Vandræði með vacum í Dodge Powervagon 1977.

Postfrá bjsam » 03.júl 2015, 13:47

Takk fyrir þetta þá hef ég giskað rétt og gott að fá það staðfest ,svo núna er bara að auglýsa eftir vacum dælu ef einhver á eða veit um slíkan grip. Kv.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir