Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá sukkaturbo » 27.jún 2015, 17:21

Sælir félagar fór í það að skipta á disel hilux 93 og bensín 2,4 hilux 93. Vil prufa hvort hægt sé að láta bensín bílinn drífa meira á 38 í vetur en disel bílinn.
Menn hafa verið að krappa um þetta og ég líka svo ég ætla bara að prufa þetta á eigin skinni hver mismunurinn er í raun á bensín og disel Hiux yfir eitt ár sumar og vetur.
Ég vil meina að hægt sé að láta bensín bílinn drífa meira við flestar aðstæður ef ekki allar.Ég vinn núna sem hafnarvörður í sumar og get nú vigtað þetta dót í tætlur. Disel bíllinn orginal var 1700kg í morgun svo til fullur af olíu vantaði 1/4 upp á. Ég mun vigta bensín bílinn á mánudaginn svo þetta verður allt skoða og mælt og vigtað.

Búinn að ganga í kringum nýja gamla bensín bílinn nokkrar ferðir og spá og spekulera.Það fyrsta sem vekur áhuga minn er að hann gengur um 2000 snúninga í lausagangi sem er ekki gott í viðkvæmu færi að vetri. Man eftir spjalli um þetta en finn það ekki á nýju uppfærslunni. Nú ef einhver kann ráð við því að hægja á þessum lausagangi án þess að halda um trissuna með hendinni þá væri æðislegt að fá einhver tipps þar um.

Annars er gangur góður og vinnsla mun betri en í 2,4 disel og eyðslan er nú kominn í mælingu hér innanbæjar. Fer alltaf sömuleiðir svo auðvelt verður að bera það saman. Veðja fyrirfram á að diselinn sé eitthvað ægri á 100km innanbæjar en hann var á orginal dekkum. Bensín bíllinn er á 33" dekkum.Ætla að reyna að halda uppi þessum þráð hér ef mann hafa áhuga á að lesa hann svo menn geti gluggað í þetta þegar kemur að hinum og þessum spurningum og samanburði.kveðja Guðni á sigló




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá grimur » 27.jún 2015, 23:40

Skemmtilegt verkefni eins og svo oft áður.

Eftir þær pælingar og tilraunir sem ég hef gert með þessa mótora og V6 frændann sem gengur nokkurn veginn á sömu stýringum, þá hef ég komist að nokkrum lykilatriðum með þá.
Fyrsta atriði er þetta venjulega með kerti og þræði, allavega skipta um kerti og setja rétt bil(ekki of mikið bil, það er bara til bölvunar), það verður að setja rétt kerti í þá sem eru að mig minnir með skoru í pinnanum. Annars gegnur hann aldrei almennilega.
Svo er að passa að súrefnisskynjarinn sé í lagi, það borgar sig að kaupa í hann nýjan ef það er einhver vafi, þarf ekki að vera original Toyota, Bosch skynjari sem er gefinn upp sem samheitahlutur virkar fínt. Passa að víring sé rétt og í lagi, þetta dót verður bara að vera í lagi, eins og svo margt annað í þessu.
Svo eru það spíssar. Ef einn spíss er hálf stíflaður setur hann allt á hliðina, merki um stíflaðan spíss getur verið að eitt kerti sé pínu öðruvísi sótað en hin, getur t.d. verið eðlilega ljósbrúnt meðan hin eru hálf sótuð, vélin stillir sig gjarna eftir þeim cylinder sem fær minnst bensín.
Til að koma þessu í lag er best að rífa alla spíssa úr, passa að hreinsa alveg í drep sætin fyrir þá og þéttingarnar. Setja jafnvel nýjar, þær eru ekki svo dýrar. Kaupa spíssahreinsi og sprauta í gegn um þá með einnota sprautu-mixaðri við og opna með rafhlöðu, 9volta rafhlaða ætti að opna þá.
Láta standa í þeim í smá tíma og helst að láta þá standa í polli af spíssahreinsinum, sprauta svo aftur í gegn um þá og enda á að tæma með að blása úr þeim með sprautunni.
Þegar sett er saman er um að gera að setja feiti á þéttingarnar, ekki allt of mikið en nóg til að allt renni saman og setjist rétt og þétt. Vakúm leki meðfram svona þéttingum er mjög hvimleið bilun sem setur allt í rugl.
Svo eru það allir skynjararnir, það er um að gera að komast yfir eintak af viðgerðahandbók fyrir eldsneytiskerfið og mæla helstu skynjara, sérstaklega ef það er grunur um vandamál. Ég hef séð of hraðan hægagang eins og í þessu tilfelli sem var vegna bilunar í loftflæðiskynjara. Í því tilfelli var skipt um hann þar sem þetta er þekkt vandamál, en það er vafalaust hægt að mæla út hvort hann er í lagi eða ekki.
Það eru amk 2 hitaskynjarar, annar er í loftflæðiskynjaranum og hinn í vatnsgangi. Það getur bæði verið að sá skynjari sé bilaður(ekki svo algengt, hægt að mæla með ohm mæli, á að skila ákv. viðnámi við ákv. hita, mæla við stofuhita og svo heitan minnir mig, taka bara úr og gera tilraunir í kaffibolla), og svo hitt sem er held ég algengara að það sé lofttappi akkúrat við skynjarann þannig að hann nær ekki almennilega í vatn. Til að lækna það er fyllt á kælivatnið með bílinn hálfpartinn upp á endann.

Inngjafarskynjari er líka í þessum vögnum, hann getur bilað eins og annað en það lýsir sér líkast til sem truntugangur í almennri keyrslu, slappleiki við inngjöf og þannig. Það er hægt að mæla þessa skynjara eins og annað, en samt ekki beinlínis auðvelt að vera viss um að útskrifa svona stykki með mælingum. Það geta verið dauðir blettir í þeim, kannski best að mæla þá með gamaldags AVO mæli með nál, þá er hægt að sjá hvort nálin fellur eða flöktir á ákveðnum stöðum í sviðinu. Oft er best að fá annan skynjara til að skipta út og prófa, en það verður að vara sig á að það þarf að stilla þá rétt inn þegar þeir eru settir í.

Svo er eitt trix sem ég er ekki búinn að prófa í þessum bílum, en dauðlangar að vita hvernig virkar, það er að setja high-flow hvarfakút eins framarlega og kostur er, og súrefnisskynjarann AFTAN við hann. Original er hann framanvið sem er líklega til þess gert að hann geti brugðist hraðar við, en hefur hins vegar þann ókost að bensín/súrefni sem hefur ekki alveg náð að brenna upp kemur fram á skynjaranum, sem aftur lætur tölvuna halda að hún sé að gefa of lítið bensín og þá bætir hún í. Í 5VZFE sem ég á prófaði ég að fjarlægja hvarfakútana og setja kubb sem átti að plata tölvuna í staðinn, það virkaði bara svona lala. Hann varð ekki almennilegur aftur fyrr en ég var búinn að setja hvarfakút(sveran, stuttan) aftur.
Ástæðan fyrir því að setja kútinn eins framarlega og hægt er er að ná að halda hita á skynjaranum, hann virkar ekkert nema vera funheitur.

Til að ná upp vinnslunni er ekki vitlaust að flýta kveikjunni, til að stilla hana er tengt á milli TE1 og E1 í tölvutenginu frammi í húddi, og svo stillt inn á 5° (original), en það er lílega alveg óhætt að fara í 10°og jafnvel meira án þess að hann banki. Prófa sig áfram með það bara, og bakka smá ef hann fer að tikka á frekar litlum snúning(kannski 1500ca) undir álagi.



Þetta er svona það helsta....gangi þér vel með þennan grip.

kv
Grímur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá sukkaturbo » 28.jún 2015, 08:51

Sæll Grímur þetta var alveg frábært að fá þetta innlegg frá þér og fróðlegt líka eins og allt sem kemur frá þér kæri vinur. Hér geta menn svo vonandi nýtt sér eitthvað af þeim upplýsingum sem hér safnast upp í framtíðinni.
Ég þarf núna að fara í það að læra á alla þessa skynjara í þessari 2,4 bensín vél og ætla að taka mynd af þeim og segja hvar þeir eru og setja þær svo hér inn og einhverjar skýringar með, um virkni og mæli gildi en þarf auðvitað hjálp ykkar Toyota fræðingana við það, ætla að gerast sérfræðingur í þessum vélum í leiðinni he he eða þannig. Hef alltaf verið disel karl en það er gott að kynnast þessari vél betur finnst hún vanmetin. Finnst hún skila furðu miklu afli miðað við stærð. Er að versla orginal Turbo bensínvél úr Hilux um mánaðamótin og ætla að gera hana eins og nýja í vetur. Passar hún annars ekki við rafkerfið í venjulegum bensín hilux.Það á að vera hægt að skipta bara um vél án annara breitinga EKKI RÉTT??kveðja úr Himnaríki á sigló guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Startarinn » 28.jún 2015, 09:06

Þú þarft að fá heilann líka, fuel mappið er ekki eins í túrbó vélum og venjulegum, varðandi tengingarnar þá hef ég ekki hugmynd.

Eins fáránlegt og það er þá eru tengingarnar á loominu fyrir V6 hilux og V6 4runner ekki eins
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Járni » 28.jún 2015, 10:28

Spennandi að sjá hvað að kemur út úr þessum pælingum og frábærar leiðbeiningar frá Grími!

Er þetta gamla umræðan?
viewtopic.php?f=58&t=29227&p=154245&hilit=Hilux+bens%C3%ADn#p154245
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá sukkaturbo » 28.jún 2015, 14:19

Sæli félagar já Ástmar ég fæ heilan með og fleira. Svo það verður hægt að fikta eitthvað. Svo datt mér í hug að setja túrbó greinina af turbo vélinni yfir á þessa sem er fyrir í bílnum og sjá hvað gerist. Er það ekki svipað og turbó væða 2,4 disel non turbó vél eða er meira mál að turbovæða orginal 2,4 bensínvélina þarf eitthvað af nammi með túrbínunni minni þjöppu öðruvísi skynjara og fleira?? Gísli við notum linkinn gott innlegg í þráðinn. kveðja guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Startarinn » 28.jún 2015, 14:54

Orginal Toyota 22RTE var ekki með nema 7,5:1 í þjöppu en 22RE 9,4:1 samkvæmt stuttri leit á netinu.

Þetta er örugglega hægt, en það er spurning hvort þú lendir í vandræðum með kveikjubank þegar túrbínan byrjar að blása, það fer svolítið eftir hvað tölvan var gerð fyrir að ganga á lélegu bensíni.
Volvo B230ET (evrópu týpan af 740 túrbó) var sem dæmi með 9:1 í þjöppu og virkaði vel.

Það er í raun lítið annað að gera en að prófa, þetta hefur eflaust verið gert áður og hægt að finna einhverjar upplýsingar um það á netinu
Í þræðinum sem ég renndi yfir stóð meira að segja að það væri steypt í 22RE blokkina staður til að bora hana fyrir olíu retúrinn frá túrbínunni
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Valdi B » 28.jún 2015, 14:54

það er meira vesen að túrbóvæða benzínvélina, settu frekar original turbovélina í með öllu.

það eru örugglega aðrir spíssa, mögulega breyting á skynjurum, aðrir stimplar og stangir hugsanlega og allt önnur stilling í tölvunni
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá sukkaturbo » 28.jún 2015, 15:00

Sælir já það endar með því en ég held að ég fari með rétt mál að þetta hefur verið gert í nokkrum bensínbílum með misjöfnum árangri. Einar vinur minn átta vilti gerði þetta í minnst einum bíl og upp komu vandamá þegar bíllinn fór á jökul eða í mikla hæð. Sel það ekki dýrara en ég keypti það


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá biturk » 28.jún 2015, 15:56

Það þarg að græja kælingu á stimpla lîka ef á aðbturbovæða, þeir þurfa undirsprautun

Þarf líka annað map, jafnvel er auðveldast að setja custim kerfi fyrir eldsneitið og fleigja original tölvunni, gætir náð miklu útúr vélinni þannig
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Startarinn » 28.jún 2015, 16:18

Stimpil kælingin er ekki nauðsynleg þó hún sé til mikilla bóta. Volvo túrbómótorarnir ( ég er búinn að lesa mig mest til um þá) komu ekki með stimpilkælingu fyrr en í kringum '91 árgerðina, og ef ég man rétt byrjauðu þeir að bjóða uppá túrbó mótorana '83

Það er frekar lítið tekið út úr 22rte mótornum, hann er ekki nema 135 hö, en hún ætti að bjóða uppá talsverða aukningu á boosti þar sem þjappan er mjög lág.
En ef það ætti að bæta miklu við mótorinn er langbest að fara í forritanlega stýringu eins og t.d. Megasquirt, en það bæði kostar og þarf að forrita
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Hlynurn » 28.jún 2015, 23:51

Spíssar í 22RE eru 190cc en í 22R-TE eru þeir 295cc. Að splæsa rafkerfinu á milli þessara mótora á víst að vera ágætur hausverkur.
Þessi er búinn að eiga slatta við 22R-TE http://www.well.com/~mosk/welcome.htm
Og erlent spjallborð tileinkað 22R-TE og að túrbóvæða 22R-E http://www.22rte-trucks.com/simplemachinesforum/


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá grimur » 30.jún 2015, 23:05

Turbo já, það er allt annar pakki en margt sameiginlegt hugsa ég.
Ég bara verð að viðurkenna að þar nær reynsla mín skammt, hef bara ekki tilraunast með turbo bensínvélar(ennþá) en lesið mér talsvert til um málið.
Eftir því sem ég hef lesið er allt mikið krítískara með bensínvélar þegar farið er að vinna undir þrýstingi, bensín flæði má ekki klikka, um leið og vélin sveltur á bensíni rýkur hitinn upp og stimplar fara að grillast og skemmtilegheit.
Þess vegna er aðal atriðið, eins og reyndar í ekki-turbo vél frá toyota, að koma öllu skynjara-gúmmelaðinu í fullkomið lag áður en lengra er haldið, turbo er bara viðkvæmara fyrir bilunum þar sem verið er að taka meira út.
Ég myndi ekki mæla með að setja túrbínu á venjulega 22RE, gæti gengið með eðal góðu fuel mappi en er bara líklegt til að sóa full miklu bensíni eða vera með bank, hitavesen og þannig. Eins og kom fram hér að ofan er þetta hægt með Megasquirt eða slíku, en það er bara allt annað level af flækjustigi heldur en að koma 22RTE (turbo) í lag eins og hún kom frá verksmiðjunni og bæta svo kannski aðeins við þaðan af.

Svo er annað, ef þú mögulega getur fundið original gírkassann sem kom með 22RTE vélinni þá er það alger snilldar kassi, hann heitir R151F og er með lægri 1. og 2. gír heldur en R150F sem er í V6 4Runner og XTracab, annars er þetta sami kassinn og alveg rosalega sterkur og skemmtilegur. W56 kassinn sem er algengastur í 2.4 non-turbo bílunum er ekki eins massífur, svo er afturköggullinn líka sverari original í 2.4 turbo, sami og í V6(sterkari keising og legur, allt stífara sem heldur hlutfallinu betur í réttri stöðu þó að stærðin sé sama og í non-turbo).
R150F úr 4Runner passar held ég líka alveg örugglega aftaná þennan mótor ef þú finnur kúplingshús af R151F.

Gott í bili, kveðja úr sólinni í Orlando.

Grímur


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Hlynurn » 01.júl 2015, 02:05

mér skilst það að það sé W56 boltaður aftan á 22R-TE hjá mér, Ætti að mun auðveldara að finna þannig gírkassa heldur en R151F


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá grimur » 01.júl 2015, 03:45

Mikið rétt, W56 er algengur en alls ekki eins sterkur.
Hef ekki borið saman gírunina, en ég er mjög hrifinn af hlutföllunum í R150F, R151F er með ennþá flottari gírun
þar sem 1. og 2. eru lægri.
Ef einhver getur haft uppi á svona kassa þá er það snillingurinn á Siglufirði....


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá Hlynurn » 01.júl 2015, 08:33

Gírunin á W56
Fyrsti: 3.954:1
Annar: 2.141:1
Þriðji: 1.384:1
Fjórði: 1.00:1
Fimmti: 0.85:1
Bakk: -4.091:1

R151F
Fyrsti: 4.313:1
Annar: 2.330:1
Þriðji: 1.436:1
Fjórði: 1.00:1
Fimmti: 0.836:1
Bakk kemur ekki fram þar sem ég fékk þessar upplýsingar

R150 (toy V6)
First Gear: 3.830:1
Second Gear: 2.062:1
Third Gear: 1.436:1
Fourth Gear: 1.00:1
Fifth Gear: 0.838:1

Svo hefur maður séð uppskrift þar sem 7M-gte (232 Hö) 5M kúplingshús og W56 gírkassa skellt saman í hilux, það er nú samt í það mesta sem W56 þolir.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá sukkaturbo » 03.júl 2015, 18:01

Sælir hraður lausagangur eyðsla 25 á 100 km innanbæjar og sterk lykt af pústi er búin að vera plaga hiluxinn hjá mér og ekki náðist vinnu hiti alltaf hálf kaldur eða kaldur. Skipti um vatnslás og allt komið í lag. BAra svona til að setja í safni kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jæja Hilux Bensín með stóru B til prufu

Postfrá sukkaturbo » 16.júl 2015, 12:34

Sælir er að fara að skipta um frambrettin á hilux fékk þau hjá AB varahlutum á 14.000. Fór í að grunna þau að innan og lakka þau í von um lengri endingu. Líklega er þetta ekki orginal svo kanski duga þau lengur ef þau eru lökkuð í drep
Viðhengi
DSC01140.JPG
DSC01140.JPG (1.15 MiB) Viewed 2454 times
DSC01139.JPG
DSC01139.JPG (1.1 MiB) Viewed 2454 times
DSC01138.JPG
DSC01138.JPG (1.4 MiB) Viewed 2454 times


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur