Síða 1 af 1

Staðsetning gaskúta á ferðavögnum

Posted: 27.jún 2015, 10:20
frá ivar
Sælir.

Ég er búinn að leita að reglum eða lögum tengda gaskútum í ferðavögnum og húsbílum en get ekki fundið neitt haldbært.
Eina sem ég finn er í gegnum Slökkvulið höfuðborgarsvæðisins um að 2x11kg kútar meigi vera í ferðavögnum.

Það sem ég hef verið að hugsa er hvort einhverjar reglur banni að geyma þá aftaná fellihýsinu? Hef séð svona aftaná húsbílum en aldrei fellihýsum.
Þá væri einnig gaman að vita hvort reglur séu um hvernig skuli koma þeim fyrir en í myndbandi SHS er talað um að þeir eigi að vera í lokuðum kössum.

Re: Staðsetning gaskúta á ferðavögnum

Posted: 27.jún 2015, 14:55
frá svarti sambo
Eina sem ég veit um, varðandi gaskútana. Það má ekki vera með plastkútana á beislinu, nema í hlífðarkassa. Öðru leiti, held ég að staðsetningin skiftir ekki máli, svo framalega sem þeir eru ekki settir á langhlið hýsis eða fyrir ljós og glitaugu.

Re: Staðsetning gaskúta á ferðavögnum

Posted: 27.jún 2015, 19:03
frá Startarinn
Lokaði kassinn er sennilega til að hindra að þeir hitni við sólarljós.

Annars held ég að það eina sem mæli á móti því að hafa hann aftan á er þú léttir aðeins á beislinu, að öðru leiti sé ég ekki vandamálið

Re: Staðsetning gaskúta á ferðavögnum

Posted: 27.jún 2015, 20:47
frá ivar
Ég var búinn að heyra af reglum sem bönnuðu þetta vegna árekstarhættu en sá ekki að það myndi breyta öllu.
Ástæðan fyrir þessu væri einmitt til að létta á beyslinu en ég held að það sé komið yfir 150kg sem hvíla á því sem er yfir því sem bremsubúnaðurinn er gefinn upp fyrir. Ef ég breyti tveimur stálkútum (15-35kg) á beysli í tvo plast aftaná myndi það sennilega verða í áttina að lagi.

Re: Staðsetning gaskúta á ferðavögnum

Posted: 27.jún 2015, 20:56
frá svarti sambo
Ástæðan fyrir því að plastkútarnir meiga ekki vera á beislinu, er vegna grjótkasts frá bifreið.