Síða 1 af 1

Hver getur stytt fyrir mig inngjafarbarka

Posted: 25.jún 2015, 22:53
frá Svenni30
Sælir, hvert get ég leitað með of langan inngjafarbarka, þarf aðeins að stytta hann

Re: Hver getur stytt fyrir mig inngjafarbarka

Posted: 25.jún 2015, 23:18
frá Járni
Barki eða Landvélar?

Re: Hver getur stytt fyrir mig inngjafarbarka

Posted: 25.jún 2015, 23:26
frá Svenni30
Ætla að tékka á þeim á morgun, takk Árni
Eru fl staðir ?

Re: Hver getur stytt fyrir mig inngjafarbarka

Posted: 26.jún 2015, 07:14
frá Startarinn
Það er ekki stórmál að gera þetta sjálfur

ef þú klippir endann af vínum vélarmegin og dregur vírinn úr og klippir svo endann af barkanum af, geturðu dregið restina af gorminum út úr endastykkinu, skrúfar svo 2 rær á endastykkið til að geta klemmt að því í skrúfstykki og rekur bakendan á bor inní stykkið til að rýma það aftur fyrir barkanum.
Þegar barkinn er kominn í rétta lengd stinguru endastykkinu aftur uppá og klemmir lítillega að með visegrip töng, eða skrúfstykkinu.

Varðandi endann á vírnum þá pússaði ég til hólk úr krónutengi þar til ég var kominn með réttu stærðina fyrir inngjafar hjólið, boraði með grönnum bor gegnum skrúfugatið á hólknum alla leið í gegn og stakk vírnum í gegn. síðan lóðaði ég þetta saman með tini, það getur verið gott að setja saltsýru á endan á vírnum til að ná betri bindingu með tininu.

Því miður þá tók ég engar myndir á meðan ég gerði þetta

Re: Hver getur stytt fyrir mig inngjafarbarka

Posted: 26.jún 2015, 23:21
frá Svenni30
Takk kærlega Addi, skoðum þetta