Síða 1 af 1
Öxla-spurning. Jeep Grand Cherokee
Posted: 24.jún 2015, 20:21
frá magnum62
Góða daginn. Hvort mæla menn með öxlum með cv joint eða með opnum liðhúsum og krossum í framhásingum úr Jeep grand Cherokee..
Re: Öxla-spurning. Jeep Grand Cherokee
Posted: 27.jún 2015, 20:15
frá magnum62
Hefur engin reynslu eða samanburð á þessu? Þetta er úr tveimur óbreyttum og er ég með tvær hásingar og var að spá hvora öxlana væri betra að nota og þá svappa ég . Þetta er úr ´92 Laredo og ´93 Limited.
Kv Magnús
Re: Öxla-spurning. Jeep Grand Cherokee
Posted: 27.jún 2015, 20:45
frá ivar
Án þess að þekkja þessa öxla né bíla sérstaklega tæki ég CV öxlana.
Vona bara að meiri viskubrunnur en ég svari þér.
Re: Öxla-spurning. Jeep Grand Cherokee
Posted: 27.jún 2015, 21:13
frá Óttar
Sæll
Ég var aðeins að spá í cv liðum á tímabili þú færð meiri styrk og þola betur álag í beygjum ásamt minni titring en svona liðir kosta líka sitt.. en orginal liðir held ég að skili því sama fyrir utan að þú færð alltaf minni titring með cv lið ef það er eitthvað sem truflar þig :)
Re: Öxla-spurning. Jeep Grand Cherokee
Posted: 28.jún 2015, 02:10
frá Freyr
Kúluliðirnir. Sterkari og endast mikið betur í þesusm bílum.
Re: Öxla-spurning. Jeep Grand Cherokee
Posted: 28.jún 2015, 04:16
frá magnum62
Takk fyrir svörin, þá er næsta verk að skipta um öxla. :) Krossaliðirnir eru undir núna en hinir í annarri hásing út á gólfi.
Kv. Magnús