ranglega skráð dráttargeta

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

ranglega skráð dráttargeta

Postfrá íbbi » 19.jún 2015, 19:15

það þekkja flestir hvernig því er oft á tíðum farið með skráningar hjá umferðastofu, þær geta verið út og suður og ekkert nálægt raunveruleikanum,

nú er dráttargetan á pikkanum mínum skráð alltof lág (silverado pikkup) hún er skráð 2 tonn, meðan tölurnar frá chevrolet segja allt annað

það er væntanlega alveg borin von að fá þetta leiðrétt?

ástæðan fyrir því að ég r að spá í þessu er að ég á annan bíl sem ég sé fyrir mér að draga á kerru, og s.k umferðastofu mætti ég ekki draga bílinn yfir höfuð, meðan s.k framleiðanda bílsins er dráttargetan rúmlega þyngd bílsins plús kerrunar, það væri verra ef eitthvað kæmi upp á að vera tekinn á því að vera draga yfir uppgefinni dráttartölu


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá Startarinn » 19.jún 2015, 19:20

Ef þú getur sýnt framá svart á hvítu að bæði beislið og bíllinn ráði við þyngdina, áttu að geta fengið þessu breytt.
En það verður lítið mark tekið á öðru en pappírum frá framleiðanda grunar mig
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá ellisnorra » 19.jún 2015, 19:47

Þetta er nú svo fyndið.
Það sem ræður þessum tölum er framleiðandi dráttarbeislisins. Skiptir engu hver það er, ef þú smíðar beisli undir bílinn þinn og vilt fá það skráð, þá stimplaru uppgefna dráttargetu í beislið (allt að 3500kg) og stafina þína, væntanlega ÍM. Lætur svo breyta skráningunni.
Þetta hef ég heyrt að sé aðferðin, bæði frá mér vitrari mönnum og líka starfsmanni frumherja, skoðunarmanni. Ég hef ekki reynt þetta sjálfur þó.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá íbbi » 19.jún 2015, 20:09

hérna voru umræður um þetta.

ég þarf greinilega að kíkja á beislið, og sjá hvað er gefið upp á því
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


elfarh
Innlegg: 6
Skráður: 04.nóv 2013, 22:05
Fullt nafn: Elfar Harðarson

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá elfarh » 19.jún 2015, 20:35

Ég lenti í svipuðu máli og skoðunar maðurinn benti mér á að prófil stikkið með kúlunni var stimplað lægra en beislið sjálft.
Lausnin var einföld bara að skipta umm prófíl stikkið með kúlunni :-)
Vona að þú sleppir eins vel.
K
Elfar

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá Startarinn » 20.jún 2015, 06:45

elliofur wrote:Þetta er nú svo fyndið.
Það sem ræður þessum tölum er framleiðandi dráttarbeislisins. Skiptir engu hver það er, ef þú smíðar beisli undir bílinn þinn og vilt fá það skráð, þá stimplaru uppgefna dráttargetu í beislið (allt að 3500kg) og stafina þína, væntanlega ÍM. Lætur svo breyta skráningunni.
Þetta hef ég heyrt að sé aðferðin, bæði frá mér vitrari mönnum og líka starfsmanni frumherja, skoðunarmanni. Ég hef ekki reynt þetta sjálfur þó.



Þetta er ekki alveg svo einfalt Elli, ég keypti notað dráttarbeisli undir Benzann minn (orginal benz beisli) sem var uppgefið 2,2 eða 2,3 tonn, ég man ekki alveg hvort.

En ég fékk bara skráð 2,1 tonn sem er uppgefið max fyrir bílinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá ellisnorra » 20.jún 2015, 07:42

Ég hef alltaf ætlað að sannreyna þessa aðferð, ætlaði meðal annars að hækka tölurnar á hiluxnum mínum gamla, þar var max þyngd 1600kg. Varð aldrei úr því þó. Kemur að því að ég reyni, reporta þá :)
http://www.jeppafelgur.is/


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá elli rmr » 20.jún 2015, 11:33

Þú getur ekki fengið skráða meiridráttargetur á bílinn þó svo að beislið sé fyrir meiri dráttargetu. eins ef beislið er gefið upp fyrir minna en bíllin þá færðu það ekki uppsráð í það sem bíllinn má draga. Og svo til að flækja þetta aðeins hjá þér þá er Cheví kallinn öruglega að gefa upp max dráttargetu á bílnum en hana færðu alldrei á 50mm kúlu sem er max 3500 Kg en ef þú setur stól á pallin þá færðu fulla dráttargetu skráða á bílinn

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá íbbi » 21.jún 2015, 04:56

ég yrði mjög hissa ef þetta beisli er ekki gefið upp fyrir meira en 2 tonn, það er mjög verklegt að sjá. dráttargeta bílsins s.k framleiðanda er mun hærri en 2 tonn, eins og er við að búast af svona bíl.

ég hef skoðað í skráningarskírteinið á nokkrum svona bílum (3stk) allir mismunandi útfærðir með sitthvorum vélunum (sem hefur allt áhrif á uppgefna original dráttargetu) og það stóð 2 tonn í skoðnunarskírteinunum á þeim öllum, einn þeirra var 6.5l turbo diesel bíll, annar 305 vortec og minn er með 350 vortec, einn án abs, hinir með. einn með tow pack, hinir án, þetta eru allt hlutir sem eiga að hafa áhrif á dráttargetu s.k korti sem ég skoðaði frá chevrolet,

þannig að mig grunar að þessi 2T tala sé eitthvað sem er bara dritað í vottorðin,
bara svona upp á gamanið, þá á ég gamlan cadillac ( 73 model) og sá bíll er skráður tæpu tonni léttari en hann er, auk þess sem hann er skráður með burðagetu upp á 1.3tonn, sem sýnir nú ágætlega hvaða vitleysa ratar í gegn hjá þeim, þó það sé reyndar húmor í því út af fyrir sig að ljákurinn er samt með töluvert meiri burðagetu en pikkinn, þótt réttar tölur væru brúkaðar :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá haffij » 21.jún 2015, 05:11

Snýst þetta ekki að einhverju leyti um það gamla íslenska trix að skrá niður bíla svo að það megi keyra þá með minni ökuréttindum?
Ef dráttargeta er skráð niður verður samanlögð heildarþyngd bíls og kerru lægri og þar afleiðandi þarf síður meirapróf til að keyra viðkomandi bíl.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá íbbi » 21.jún 2015, 06:13

eitthvað hafði ég nú leitt hugan af því. en ég held samt að það sé ekki málið. bíllinn sjálfur er 23xx kg og leyfð heildarþyngd rétt undir 3 tonnum, og hann því talsvert frá mörkum minnaprófsins,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá ivar » 21.jún 2015, 08:37

þetta með réttindin hefur með kerruna að gera en ekki skráða dráttargetu bílsins.
Ef ég man þetta rétt eru reglurnar svona:
Bíll og dráttargeta má fara yfir 3,5t en bíll + burðargeta bara 3,5t
Heildarþyngd bíls + heildarþyngd kerru = 3,5t
Heildarþyngd bíls <3,5t + kerra < 750kg jafnvel þó þetta fari saman yfir 3,5t


haflidason
Innlegg: 133
Skráður: 10.apr 2012, 11:08
Fullt nafn: ólafur hafliðason
Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá haflidason » 22.jún 2015, 00:20

ég er með 3tonna (4tonn í heildarþyngd) kanapikkup með uppgefna dráttargetu uppá einhverja töluvert háa tölu en bara beysli með 2,2tonn svo það gildir. spurðist fyrir um þetta á umferðastofu og þá sagði gæinn þar að innflutningaðilar eða þeir sem settu beyslin á bílana úti í upphafi hafi verið að nískast með ódýrari beysli eða eitthvað álíka og þetta væri útkoman.


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá olihelga » 01.júl 2015, 21:25

Skráð dráttargeta bíls getur aldrei orðið meiri en veikasti hlekkurinn í keðjunni hvort sem það er bíllinn, beislið eða kúlan ef þú getur sýnt fram á pappírum að veikasti hlekkurinn er sterkari en skráð dráttargeta segir til um á ekki að vera mikið mál að fá að breyta því.
Oftast eru það bremsurnar sem stjórna hámarks dráttargetu bíls og þar koma diskabremsur yfirleitt betur út, vélarafl hefur minnst með skráða dráttargetu að gera.

Kveðja Óli
Sent úr Siemens brauðrist

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ranglega skráð dráttargeta

Postfrá íbbi » 04.júl 2015, 13:20

þessi dràttargeta sem us skràði getur ekki verið út af öðru en beyslinu, í original bókunum sem fylgdu bílnum er dràttargetan sögð 2951kg
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 64 gestir