Síða 1 af 1

pajero

Posted: 13.jan 2011, 18:53
frá s.f
hvernig hefur 3.2l dísel vélin verið að koma útt á 38" breitum pajero er sæmilegur kraftur í þessum vélum og hafa þær verið að endast

eru þeir ekki á klöfum að framan

Re: pajero

Posted: 13.jan 2011, 20:03
frá jeepcj7
Þeir eru á "þróaðri" fjöðrun framan og aftan eftir 2000.

Re: pajero

Posted: 13.jan 2011, 20:13
frá s.f
hver er munur á klöfum og þessari fjöðrun og hvernig dugar hún fyrir 38" dekk er að skoða 2003 árg

Re: pajero

Posted: 14.jan 2011, 07:54
frá Tómas Þröstur
Hef ferðast nokkrar ferðir með nýrri gerð Pajero á klöfum að framan og aftan og þeir eru ekki miklir snjójeppar við flestar aðstæður á 38". Þungir og henda alls ekki óvönum bílstjórum samkvæmt minni reynslu. Lágt almennt undir klöfum, minna teygjusvið og hjálpar ekki snjójeppa að hafa þá að framan ooooooooog líka að aftan. Þyrftu 44"

Re: pajero

Posted: 14.jan 2011, 11:59
frá HaffiTopp
..

Re: pajero

Posted: 14.jan 2011, 18:50
frá Stebbi
Aron í Breyti sagði mér þegar hann var að breyta sínum á 44" að það væri ekkert mál að síkka hjólabúnaðinn undir þeim.
Svo hef ég sögu af svona bíl á 38" sem var eini bíllinn á Hofsjökli þann daginn sem var hægt að taka myndir úr á ferð. Þá voru krúserar og mússoar í loftköstum í kringum félagana á Pajeroinum. En vélin hefur tekið einhverjum breytingum frá 2000 og heitir hún þá ekki lengur 4m41 heldur 4m56 og er þá orðin eitthvað þýðari gangur og kraftmeiri, held að sú breyting hafi komið með faceliftinu þegar þeir sléttuðu brettin að ofan. Í grunnin virðist hún vera unnin uppúr 2.8 vélini en betur smíðuð en sá hraðsuðuketill sem ég get ekki mælt með.