Gaman í UK


Höfundur þráðar
Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Gaman í UK

Postfrá Aparass » 14.jún 2015, 16:07

Sælir spjallarar.
Datt í hug að smella þessu inn hérna.
Ég er búinn að vera í Bretlandi í eina viku í vinnuferð og ég leigði mér bíl og var töluvert á ferðinni að skoða og ég verð bara að segja að þeir eru með fullt af sniðugu stuffi þótt þeir aki alltaf öfugu megin og séu sérstakir á margan hátt.
Sá t.d. sniðugt hjá Hallfords að þú leggur bara fyrir utan hjá þeim og röltir inn í búðina sem er svona ejns og stórt bílanaust með allt sem mann gæti vantað, velur þér útvarpstæki og aukabúnað og það koma nokkrir gaurar tilbúnir með allar græjur og setja þetta í bílinn á meðan þú bíður eftir því.
Það sama gildir um ljósaperur, rafgeyma ofl.
set hérna inn mynd af tjaldinu sem þeir nota fyrir utan.
Image

Síðan sá ég inn í búðinni svolítið sniðugt en það var þessi rekki hérna og þegar ég skoðaði umslögin þarna þá sá ég að þau voru öll merkt hinum og þessum bílum og týpum og einnig hægri og vinstri, sá ég þá að þetta voru spegilgler í hliðarspeglana á flestum bílum og verðið oftast um sirka 1.700 krónur íslenskar.
Image

Svo sá ég á nokkrum stöðum svona rekka eins og þennan.
Í honum voru flestar algengustu gerðirnar af lakki á algengustu gerðirnar af bílum.
auðvitað er það nánast aldrei nákvæmlega sama litaafbrigði eins og mann vantar en ég held líka að ef maður ætlar að laga eitthvað með spreybrúsa að þá sé fullkomnun kanski ekki alveg efst á listanum en samt gott að geta fengið svona næstum því sama lit fyrir sáralítinn pening eða á rétt undir þúsund krónur.
Image

Svo var auðvitað líka hellingur af stuffi sem munaði litlu á verði hér eða þar en maður sá samt að það er hægt að gera rosalega góð kaup þarna ef maður ber sig eftir því.



Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 28 gestir