Fjöðrunarpælingar


Höfundur þráðar
Jonasj
Innlegg: 71
Skráður: 01.feb 2014, 22:05
Fullt nafn: Jónas Jónatansson
Bíltegund: Willys CJ7

Fjöðrunarpælingar

Postfrá Jonasj » 10.jún 2015, 18:40

Er að huga að uppfærslu á fjöðrun í Jeep CJ5. Bíllinn er á 38 tommu dekkjum og ég geri ráð fyrir að halda þeirri stærð eða kannski fara í aðeins stærra. Ég ætla að skipta um afturhásingu og þarf því að smíða fjöðrun upp á nýtt. Hef velt fyrir mér nokkrum kostum.
A) Halda gormum og setja nýja dempara allan hringinn. Jafnvel by-pass.
B) Setja Coil-over dempara/gorma að aftan en halda gormum að framan og setja nýja dempara þar.
C) Setja Coil-over dempara/gorma allan hringinn.
Þarna togast á annars vegar kostnaður vegna íhluta og vinnu og síðan gæði fjöðrunar. Ég átta mig t.d. ekki alveg á hversu miklu munar að hafa by-pass dempara( td í coil-over lausn). Það kostar slatta í viðbót. Almennt eru coil-over lausirnar ekki með by-pass nema sem aukabúnað. Ég hef séð að einhverjir hér eru með bæði coilover fjöðrun og by-pass dempara við hliðina. Það er bara orðið svo helv. dýrt.
Coil-over skilar lengra fjöðrunarsviði en gömlu gormarnir og er flottara og stillanlegt. Eins er ég að velta fyrir mér nýju bump-stop.
Vil gjarnan fá góða fjöðrun á viðráðanlegu verði. Vil losna við að fara í eitthvað sem ekki virkar og einnig vill ég ekki vera að henda pening í eitthvað fansý dót sem skilar litlu nema kostnaði. Það er því kostur að geta nýtt mér eitthvað af því sem fyrir er.
Það væri gaman að fá reynslu spjallverja af þessum fjöðrunarbreytingum. Eitthvað sem ég ætti að skoða og líka það sem ég ætti að forðast.



Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir